Kjarninn kominn í android

Eigendur android-snjalltækja geta nú nálgast fjölmiðilinn Kjarnann. Kjarnaappið er komið í Google Play-netverslunina.

Hingað til hefur hann aðeins verið aðgengilegur í AppStore fyrir Apple-snjalltæki og í PDF-formi á heimasíðu miðilsins, Kjarninn.is. 

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir það hafa verið markmiðið frá byrjun að gera Kjarnann aðgengilegan öllum snjalltækjanotendum. „Við viljum að þeir geti gengið um með Kjarnann í vasanum á hverjum degi eða átt gæðastund með honum uppi í sófa með spjaldtölvunni sinni. Það er lykilatriði í okkar huga að Kjarninn sé við höndina á sem flestum. Það er því okkur sönn ánægja að bjóða android notendur velkomna í Kjarnahópinn. Á sama tíma lofum við því að við erum langt í frá hætt í þeirri viðleitni okkar að finna fleiri stafrænar lestrarleiðir til að gera öllum kleift að lesa Kjarnann á þann hátt sem þeir kjósa, þegar þeir kjósa,“ er haft eftir Þórði í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert