Klámsíðan Pornhub hefur opinberað tölfræðileg gögn um notendur síðunnar. Meðal þess sem kemur í ljós í skýrslu síðunnar er að notendur iPad-spjaldtölvunnar heimsækja síðuna oftar en notendur Android-spjaldtölvanna. Alls stóðu notendur vafrans Safari, sem fylgir með öllum Apple-spjaldtölvum, fyrir 73% af umferðinni á síðunni.
Notendur vafrans Google Chrome, sem hægt er að fá bæði fyrir Android og Apple-vörur, stóðu fyrir 13,6% heimsókna en notendur Android-vafrans stóðu fyrir 7,8% af allri umferð spjaldtölva.
Það verður þó að taka með í reikninginn að Apple er með stærstu markaðshlutdeildina á spjaldtölvumarkaðinum, um 54%. Á meðal snjallsímanotenda stóðu eigendur Apple iPhone fyrir 38,2% af allri umferð á síðuna.
Þegar kemur að venjulegum borðtölvum eru það notendur Google Chrome-vafrans sem eru tíðustu gestirnir á síðuna. Stóðu þeir fyrir 44,4% heimsókna. Notendur Internet Explorer eru í öðru sæti með 23,2% hlutdeild.
Ýmislegt áhugavert kom í ljós þegar aðstandendur Pornhub fóru yfir heimsóknir á síðuna. Sumir notendur síðunnar nota vafrann Interet Explorer 5, sem kom út fyrir 15 árum. Ljóst er að ekki allir eru jafnduglegir við að uppfæra vafrann sinn.
Sjá umfjöllun The Guardian