Gátu ekki tengst sjónvarpsþjónustu Símans

Sjónvarp Símans var aftur óaðgengilegt um tíma í dag.
Sjónvarp Símans var aftur óaðgengilegt um tíma í dag.

Viðskiptavinir Símans með tiltekna gerð myndlykla áttu í vandræðum með að tengjast sjónvarpsþjónustu Símans í rúma hálfa klukkustund, milli klukkan átján og nítján í kvöld. Þjónustan hökti einnig í um það bil klukkstund á eftir. Sjónvarpsþjónustan virkar nú sem skyldi.

„Viðskiptavinir með þessa gerð myndlykla, sem reyndu að kveikja á sjónvarpinu frá þessum tíma, voru í vandræðum. Þeir sem kveiktu á myndlyklum sínum fyrir þann tíma voru sem fyrr tengdir,“ segir Gunnhildur Arna Gunnardóttir, upplýsingafulltrúi Símans.

Hún segir að síðustu daga hafi Síminn keyrt nýtt og einfaldara viðmót að Sjónvarpi Símans, í takt við það sem viðskiptavinir þekki úr sjónvarpsappinu.

„Við höfum nú hægt á uppfærslunni og munum skoða áhrifin síðustu daga í von um að keyra nýja viðmótið hnökralaust inn á öll heimili til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Okkur hjá Símanum þykir leitt að fólk hafi fundið fyrir þessum óþægindum en vonum að eftir breytingar upplifi fólk Sjónvarp Símans enn betra en áður.“

Sáu ekki sjónvarp vegna bilunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert