Flestar háhraðatengingar á Íslandi

Af Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum eru flestar háhraðanettengingar á hverja 100 …
Af Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum eru flestar háhraðanettengingar á hverja 100 íbúa á Íslandi. AFP

Flestar háhraðatengingar eru á hvern íbúa á Íslandi þegar horft er til Norðurlandanna. 26 háhraðanetsáskriftir eru á hverja 100 íbúa hér á landi en Svíþjóð er næst á eftir Íslandi með 17 slíkar tengingar á hverja 100 íbúa. Þetta kemur fram í sameiginlegri skýrslu fjarskiptaeftirlitsstofnana á Norðurlöndunum. 

Í skýrslunni eru nokkrir mikilvægir þættir fjarskiptanotkunar íbúa í viðkomandi löndum eru bornir saman. Eystrasaltslöndin hafa svo bæst við skýrsluna á síðustu þremur árum og eru Eistland, Litháen og Lettland þátttakendur í samanburðinum. Alls er samanburðurinn gerður milli átta landa.

Meðal þess sem mælt er í þessari skýrslu er háhraðanets áskriftir yfir fasta línu. Þar stendur Ísland framar öðrum löndum sem borin eru saman í skýrslunni. Í árslok 2014 voru 26 háhraðanets áskriftir á hverja 100 íbúa hér á landi með meira en 30 Mb/s internethraða.

Næsta land á eftir Íslandi er Svíþjóð þar sem 17 áskriftir á hverja 100 íbúa eru með meira en 30 Mb/s internethraða. Í tilkynningu frá Mílu kemur fram að þennan árangur megi rekja að stórum hluta til þess að síðustu ár hefur Míla unnið að uppbyggingu ljóstenginga til yfir 90% heimila á landinu. Ljóstengingar Mílu veita heimilum 50 – 100 Mb/s internethraða og eru þær aðgengilegar í þéttbýli um land allt.

Tölur yfir háhraðanets áskriftir 30 Mb/s og hærri. Samanburðarskýrsla um …
Tölur yfir háhraðanets áskriftir 30 Mb/s og hærri. Samanburðarskýrsla um fjarskiptanotkun á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum 2014. Mynd/Póst- og fjarskiptastofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert