Biðjast afsökunar á „Error 53“

AFP

Apple hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar, þ.e. eigendur iPhone 6 sem hafa orðið fyrir barðinu á villumeldingunni „Error 53“. Villan kom upp eftir uppfærslu á nýjasta stýrikerfi símanna, iOS 9, en eingöngu í þeim símum sem gert hefur verið við af óvottuðum aðila.

Í frétt BBC segir að búið sé að laga vandamálið en fyrirtækið hafði áður sagt að um öryggisráðstafanir væri að ræða. Fyrirtækið býður nú upp á uppfærslu á hugbúnaðinum fyrir viðskiptavinina.

Bjarni Ákason, fram­kvæmda­stjóri Epl­is, sagðist í samtali við mbl.is ekki kann­ast við að ís­lensk­ir iP­ho­ne eig­end­ur hafi fengið þessa villu­meld­ingu. Í frétt breska dag­blaðsins Guar­di­an kem­ur fram að vill­an komi upp þegar gert hef­ur verið við svo­nefnd­an „Home“-takka sam­an á sím­un­um en hann inni­held­ur fingrafarask­anna.

„Aðilar sem sjá um viðgerðir hér á landi eru með stimp­il frá Apple. „Home“ -hnapp­ur­inn fylg­ir skján­um og við send­um því sím­ann út og aðilar frá Apple skipta um skjá,“ sagði Bjarni. Fólk hef­ur einnig lent í vand­ræðum vegna síma sem orðið hafa fyr­ir hnjaski en hægt hef­ur verið að nota áfram. Í kjöl­farið verði meðal ann­ars gögn á sím­un­um, til að mynda mynd­ir og mynd­bands­upp­tök­ur, óaðgengi­leg.

Bjarni tók und­ir orð for­svars­manna Apple að um al­gjöra ör­ygg­is­ráðstöf­un sé að ræða. „Þetta er fyrst og fremst ör­yggis­atriði hjá Apple sem vill koma í veg fyr­ir að þriðji aðili kom­ist yfir per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um viðkom­andi.“   

Frétt mbl.is: Villumelding í öryggisskyni

mbl.is
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
NISSAN bátavélar 110 og 130 hp
Bátavélar 8-130 hp , TD-Marine bátavélar 58 hp á lager, 37 og 70 hp á væntanleg...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...