Biðjast afsökunar á „Error 53“

AFP

Apple hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar, þ.e. eigendur iPhone 6 sem hafa orðið fyrir barðinu á villumeldingunni „Error 53“. Villan kom upp eftir uppfærslu á nýjasta stýrikerfi símanna, iOS 9, en eingöngu í þeim símum sem gert hefur verið við af óvottuðum aðila.

Í frétt BBC segir að búið sé að laga vandamálið en fyrirtækið hafði áður sagt að um öryggisráðstafanir væri að ræða. Fyrirtækið býður nú upp á uppfærslu á hugbúnaðinum fyrir viðskiptavinina.

Bjarni Ákason, fram­kvæmda­stjóri Epl­is, sagðist í samtali við mbl.is ekki kann­ast við að ís­lensk­ir iP­ho­ne eig­end­ur hafi fengið þessa villu­meld­ingu. Í frétt breska dag­blaðsins Guar­di­an kem­ur fram að vill­an komi upp þegar gert hef­ur verið við svo­nefnd­an „Home“-takka sam­an á sím­un­um en hann inni­held­ur fingrafarask­anna.

„Aðilar sem sjá um viðgerðir hér á landi eru með stimp­il frá Apple. „Home“ -hnapp­ur­inn fylg­ir skján­um og við send­um því sím­ann út og aðilar frá Apple skipta um skjá,“ sagði Bjarni. Fólk hef­ur einnig lent í vand­ræðum vegna síma sem orðið hafa fyr­ir hnjaski en hægt hef­ur verið að nota áfram. Í kjöl­farið verði meðal ann­ars gögn á sím­un­um, til að mynda mynd­ir og mynd­bands­upp­tök­ur, óaðgengi­leg.

Bjarni tók und­ir orð for­svars­manna Apple að um al­gjöra ör­ygg­is­ráðstöf­un sé að ræða. „Þetta er fyrst og fremst ör­yggis­atriði hjá Apple sem vill koma í veg fyr­ir að þriðji aðili kom­ist yfir per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um viðkom­andi.“   

Frétt mbl.is: Villumelding í öryggisskyni

mbl.is
140 m2 verslunnar-/ þjónustuhúsnæði til
140 m2 verslunar-/ þjónustu-húsnæði til leigu í Hlíðasmára 13. Góður sölustaður....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 49 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...