Ætla að ganga lengra í loftslagsmálum

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að Indland muni ganga enn lengra í aðgerðum sínum gegn loftslagsbreytingum en gert sé ráð fyrir með Parísarsáttmálanum frá 2015. Á blaðamannafundi ásamt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, lýsti Modi því hvernig samningurinn væri hluti af „þeirra skyldu til að vernda móður jörð.“

Margir þjóðarleiðtogar heims hafa gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að snúa baki við sáttmálanum líkt og talsvert hefur verið fjallað um að undanförnu.

Samkvæmt Parísarsamkomulagið bar Bandaríkjunum, ásamt hinum 194 ríkjunum sem einnig eru aðilar að sáttmálanum, að stemma stigu við aukinni hlýnun jarðar vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og að halda hlýn­un jarðar vel inn­an við 2°C og helst inn­an við 1,5°C.

Kína og Evrópusambandið hafa ítrekað hollustu sína við samkomulagið og Macron segir ákvörðun Trump vera „mistök bæði fyrir Bandaríkin og jörðina.“ Að loknum fundi með Frakklandsforseta sagði Modi að Frakkar og Indverjar hafi unnið „öxl í öxl“ við Parísarsamkomulagið.

„Parísarsamkomulagið er þáttur í sameiginlegri sögu heimsins. Það er gjöf sem þessi kynslóð getur gefið,“ sagði Modi en Indland er ábyrgt fyrir fjórðu mestu losun koltvísýrings í heiminum á eftir Kína, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu.

Frétt BBC

Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í ...
Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands í faðmlögum við Sigurbogann. AFP
Forsætisráðherrarnir funduðu í Frakklandi.
Forsætisráðherrarnir funduðu í Frakklandi. AFP
mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...