Metmagn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti

„Minnkun útblásturs vegna aðgerðanna er eins og dropi í hafið …
„Minnkun útblásturs vegna aðgerðanna er eins og dropi í hafið til lengri tíma. Við þurfum áframhaldandi minnkun útblásturs til að fletja ferilinn,“ er haft eftir Petteri Taalas, yfirmanni WMO. AFP

Magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði hámarki á síðasta ári og hefur haldið áfram að hækka það sem af er þessa árs, þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir til að sporna við kórónuveirufaraldrinum.

Þetta hermir Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO), en samkvæmt stofnuninni hafði minnkaður útblástur vegna kórónuveirufaraldursins verulega takmörkuð áhrif á samansöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðarinnar. Gróðurhúsalofttegundir hækka hitastig andrúmsloftsins sem og sjávarins og eru helstu valdar loftslagsbreytinga.

„Minnkun útblásturs vegna aðgerðanna er eins og dropi í hafið til lengri tíma. Við þurfum áframhaldandi minnkun útblásturs til að fletja ferilinn,“ er haft eftir Petteri Taalas, yfirmanni WMO.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert