Greinar föstudaginn 15. september 1995

Forsíða

15. september 1995 | Forsíða | 133 orð

Boðflenna

FRANSKA vikublaðið VSDskýrði frá því í gær að ellilífeyrisþega, sem blaðið kallar Claude X, hefði tekist að trana sér á "fjölskyldumynd" sem tekin var af þjóðarleiðtogum í París 8. maí eftir hátíðlega athöfn í tilefni 50 ára afmælis stríðslokanna í Evrópu. Meira
15. september 1995 | Forsíða | 223 orð

Málamiðlun á síðustu stundu

SAMKOMULAG tókst á síðustu stundu í morgun um ákvæði um frelsi í kynferðismálum í lokaskjali fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem lýkur í dag í Kína. Mikill ágreiningur hafði staðið um þetta málefni. Samkomulagið telst hins vegar málamiðlun, sem veitir bæði andstæðingum og stuðningsmönnum nýrra kynferðislegra réttinda ástæðu til að fagna sigri. Meira
15. september 1995 | Forsíða | 451 orð

Serbar fallast á að láta af umsátri um Sarajevo

BANDARÍKJAMENN sögðu í seint í gærkvöldi að Bosníu-Serbar hefðu fallist á að flytja þungavopn sín brott frá Sarajevo. "Það hefur verið gert samkomulag um að hlé verði á sprengjuárásum NATO til þess að gefa Bosníu-Serbum þrjá sólarhringa til að standa við samkomulagið, sem þeir hafa gert," sagði háttsettur bandarískur embættismaður. Meira
15. september 1995 | Forsíða | 122 orð

Sérsveitir leystar upp

RÍKISSTJÓRN Guatemala lýsti yfir því í gærkvöldi að sérsveitir, sem talið er víst að hafi myrt fjölda manns fyrir það eitt að vera grunaðir vinstrisinnar og þvingað indíána til að ganga í herinn, yrðu leystar upp. Meira
15. september 1995 | Forsíða | 77 orð

Öflugur skjálfti í Mexíkó

LANDSKJÁLFTI, sem að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar mældist 7,2 stig á Richters-kvarða, reið yfir Mexíkóborg í gær og skók byggingar í miðborginni. Óstaðfestar fregnir hermdu að tveir hefðu farist, en engar skemmdir hefðu orðið í borginni. Íbúar hennar hlupu skelfingu lostnir út á göturnar. Meira

Fréttir

15. september 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

8.000 kr. á rauðu ljósi

SAUTJÁN voru teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi og 83 fyrir of hraðan akstur í höfuðborginni á miðvikudag. Þeir, sem óku gegn rauðu ljósi, eiga von á allt að átta þúsund króna sekt. Að auki veldur akstursmáti þeirra mikilli hættu á óhappi. Í gærmorgun voru lögreglumenn enn að fylgjast með akstri við gatnamót og stöðvuðu 10 ökumenn til viðbótar. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 930 orð

Af Flæmska hattinum á skólabekk á Dalvík

Þota leigð undir áhafnaskipti á Dalborginni EA og fleiri íslenskum togurum Af Flæmska hattinum á skólabekk á Dalvík Um borð í mörgum íslenskum fiskiskipum eru bræður, feðgar eða önnur skyldmenni. Meira
15. september 1995 | Landsbyggðin | 329 orð

Afmælissýningin Genginspor í Safnahúsinu

KVENFÉLAG Sauðárkróks heldur um þessar mundir upp á það að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins, með afmælissýningu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Hið skagfirska kvenfélag, eins og heiti þess var upphaflega, var stofnað þann 25. ágúst 1895 og var félagssvæði þess allur Skagafjörður. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 661 orð

Allir í einu sveitarfélagi

ÞORSTEINN Jóhannesson er fæddur 1951 á Ísafirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1971 og lauk námi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1977. Hann var 10 ár í Þýskalandi í almennum skurðlækningum og hjartaskurðlækningum og varð doktor frá Háskólanum í Freiburg árið 1988. Hann er nú yfirlæknir Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Athugasemd

"AÐ GEFNU tilefni vill Handsal hf. koma fram með eftirfarandi athugasemd við frétt sem birtist á bls. 2 í Morgunblaðinu 14. september sl. Í umræddri frétt segir frá því að Vinnuveitendasamband Íslands hafi stefnt Hafnarfjarðarbæ og Handsali hf. vegna greiðslu á rúmlega 6,5 milljóna króna skuldabréfi sem útgefið var af Hyrningarsteini hf., starfsmannafélagi Hagvirkis-Kletts hf. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 334 orð

Atvinnuleysisbætur á danska vísu

DANSKAR reglur um atvinnuleysisbætur virðast einfaldar á pappírnum, en af umfjöllun um þær er ljóst að hægt er að sveigja þær og beygja á ýmsan hátt. Greiðslur til atvinnulausra eru tvenns konar. Annars vegar eru atvinnuleysisbætur til þeirra sem eiga rétt á bótum úr atvinnuleysissjóðum. Aðrir fá framfærslugreiðslur frá félagsmálastofnunum. Meira
15. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 393 orð

Beindi kröftunum að uppbyggingu á heimaslóð

HELGI Símonarson frá Þverá í Svarfaðardal hélt upp á 100 ára afmæli sitt í Safnaðarheimili Dalvíkur á miðvikudag, 13. september. Dalvíkurbær og Svarfaðardalshreppur héldu Helga sameiginlegt afmælishóf og var öllum boðið til veislunnar. Helgi fæddist 13. september 1895 í Gröf í Svarfaðardal, foreldrar hans voru Símon Jónsson úr Lágubúð í Skagafirði og Guðrún Sigurjónsdóttir í Gröf. Meira
15. september 1995 | Landsbyggðin | 51 orð

Bent Larsen teflir fjöltefli á Ísafirði

BENT Larsen, stórmeistari í skák, sem nú tekur þátt í Friðriksmótinu í Reykjavík, kemur að því loknu í heimsókn til Ísafjarðar og teflir fjöltefli sunnudaginn 17. september. Fjölteflið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, efstu hæð, og hefst kl. 16. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Eggjum kastað í stjórnarráðið

EGGJUM var kastað í bakhlið stjórnarráðsins í gærkvöldi. Lögreglu er ekki kunnugt um hverjir voru þarna á ferð, en svo virðist sem þremur eggjum hafi verið kastað í húsið af bílaplaninu á bak við það. Lögreglan kom á staðinn og tók m.a. skýrslu af næturverði hússins. Meira
15. september 1995 | Landsbyggðin | 241 orð

"Ekkert mok á okkur hér"

Borgarfjörður eystri-"Það er ekkert mok á okkur hér," segir Ólafur Hallgrímsson, sjómaður, um aflabrögð þriggja borgfirskra báta sem nú róa frá Þórshöfn á mið norðan Langaness. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 317 orð

Ellefta Afríkuför Páfa JÓHANNES Páll pá

JÓHANNES Páll páfi kom í gær til Kamerún sem er fyrsti viðkomustaður hans í elleftu Afríkuför hans sem tekur viku. Páfi, sem er 75 ára, fer meðal annars í fyrstu opinberu heimsókn sína til Suður-Afríku á laugardag. Hann neyddist að vísu til að millilenda í Jóhannesarborg þegar hann ætlaði til Lesotho í september 1988 vegna slæms veðurs. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 306 orð

Fiskverkendur minntir á jafnréttislög

SAMTÖK fiskvinnslustöðva hafa vakið athygli fiskverkenda á því að hvers kyns mismunun á grundvelli kynferðis brjóti í bága við jafnréttislög. Páll Pétursson félagsmálaráðherra telur að ef farið sé að lögum megi finna Íslendinga í yfir hundrað laus störf í fiskvinnslu. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Fylgst með stórum ökutækjum

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi ætlar að ráðast í sameiginlegt umferðarverkefni dagana 19.-21. september. Að þessu sinni verður hugað sérstaklega að skoðun og ástandi stórra ökutækja, s.s. fólks- og vöruflutningabifreiða. Þá verður hugað að tengitækjum, sem og ökuréttindum viðkomandi. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Fyrirlestur um boðskap Maríu meyjar

HELGINA 16. og 17. september dvelur hér á landi bandarísk kona að nafni Annie Kirkwood. Hún hefur tekið á móti upplýsingum frá Maríu mey og hefur bók hennar með þeim upplýsingum verið gefin út í íslenskri þýðingu og nefnist Boðskapur Maríu til mannkynsins, segir í frétt frá Leiðarljósi hf. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Fyrirlestur um Evrópusamtök

VESTUR-EVRÓPUSAMBANDIÐ (VES), Atlantshafsbandalagið (NATO) og Evrópusambandið (ESB), heitir erindi sem sir Dudley Smith, forseti þingmannasamtaka VEU, flytur á sameiginlegum hádegisverðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Átthagasal Hótels Sögu, laugardaginn 16. september kl. 12. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 40 orð

Góður leikur KR-inga

KR-INGAR sýndu góðan leik þrátt fyrir tap gegn ensku bikarmeisturunum Everton 2:3 í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þórmóður Egilsson fyrirliði KR og Daniel Amokachi, Nígeríumaðurinn í liði Everton, berjast hér um boltann í leiknum. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 254 orð

Grikkir semja við Makedóníumenn

FORSETI Makedóníu, Kíró Glígorov, fagnaði í gær samkomulagi við Grikki um að taka upp friðsamleg samskipti og sagði að atburðurinn gæti haft mikil áhrif í þá átt að efla frið á Balkanskaga. Utanríkisráðherrar ríkjanna undirrituðu samninginn í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á miðvikudag og tekur hann gildi eftir mánuð. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 344 orð

Grunur um sölu 1000 tonna aflaheimilda til Þjóðverja

FORSVARSMENN tveggja sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum eru grunaðir um hafa selt og átt þátt í að selja þýsku fiskvinnslufyrirtæki 1.000 tonn af aflaheimildum á nýliðnu fiskveiðiári. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur staðfest við Morgunblaðið að rannsókn á máli af þessu tagi sé að ljúka og séu þrír einstaklingar hér á landi kærðir í málinu. RLR vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Grænmetismarkaður fyrir kristniboðið

GRÆNMETISMARKAÐUR verður haldinn laugardaginn 16. september í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 (gengt Langholtsskóla) í Reykjavík. Markaðurinn hefst kl. 14 og rennur ágóðinn til starfs Kristniboðssambandsins í Eþíópíu og Kenýu. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 656 orð

"Hafbeitarárnar" úr sögunni?

KÝLAVEIKI laxinn úr Kollafirðinum sem fannst í Hellisá á Síðu gæti leitt til þess að það legðist af að sleppa hafbeitarlaxi í ár, þar sem annað hvort er lítið eða ekkert af villtum náttúrulegum laxi. Nú þegar hefur verið tekið fyrir frekari flutning hafbeitarlaxa í þær ár þar sem þetta hefur verið stundað og mikil óvissa ríkir um hvort heimilað verði aftur að flytja lax í ár með þeim hætti. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hafin undirskriftasöfnun

HAFIN er undirskriftasöfnun í Reykjavík til að mótmæla ákvörðun stjórnar SVR og borgarráðs að hækka fargjöld strætisvagnanna. Söfnuninni, sem hófst með formlegum hætti á Hlemmi í gær, var hrint af stað að frumkvæði Íbúasamtaka Grafarvogs. Meira
15. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 185 orð

Hagrætt fyrir 15 milljónir

JAKOB Björnsson bæjarstjóri lagði á fundi bæjarráðs fram lista yfir útgjaldalækkanir/tekjuaukningu ýmissa deilda og stofnana bæjarins sem svara til 15 milljóna króna. Við afgreiðslu á frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir yfirstandandi ár var tekin inn frádráttarliður "vegna rekstrarhagræðingar" að upphæð 15 milljónir króna. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Handteknir eftir stympingar

ENGLENDINGUR, sem kom til landsins í gær til að fylgjast með leik Everton og KR í Evrópukeppninni á Laugardalsvelli, var handtekinn um miðjan dag á veitingastað í miðborginni fyrir að veita lögregluþjóni áverka í andliti og sat í fangageymslu meðan leikurinn fór fram. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Hannes með vinningsforskot

HANNES Hlífar Stefánsson hefur vinningsforskot á Margeir Pétursson fyrir síðustu umferð Friðriksmótsins sem tefld verður í dag og nægir jafntefli í skák sinni við Smyslov til sigurs á mótinu. Úrslit í 10.umferð, sem tefld var í gær, urðu þau að Hannes Hlífar vann Larsen, Friðrik Ólafsson og Margeir gerðu jafntefli, Jóhann Hjartarson vann Helga Áss Grétarsson, Jón L. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Haustferð í Hrafntinnusker

FERÐAFÉLAG Íslands efnir um helgina til nýstárlegrar helgarferðar inn á Torfajökulssvæðið sem er eitt fjölbreyttasta og litríkastsa fjallasvæði landsins. Gist verður í nýjum og glæsilegum gönguskála félagsins í Hrafntinnuskeri. Meira
15. september 1995 | Landsbyggðin | 351 orð

Hausti fagnað á Selfossi með tveggja daga dagskrá

Selfossi-HAUSTINU verður fagnað á Selfossi með tveggja daga dagskrá, föstudag og laugardag, 15. og 16. september. Á Haustdögum á Selfossi, en svo nefnist dagskráin, verður áhersla lögð á sunnlenskar afurðir en verslanir og fyrirtæki á Selfossi bjóða viðskiptavinum sínum hagstæð tilboð þessa daga. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Heiðar og Bjarkey opna snyrtivöruverslun

HEIÐAR Jónsson og Bjarkey Magnúsdóttir hafa opnað snyrtivöruverslun á Laugavegi 66, 2. hæð. Þau bjóða upp á persónulega þjónustu og leiðbeiningar við val á snyrtivörum, sérstaklea litavöru. Námskeið í litgreiningu, fatastíl og framkomu, förðun og fleiru verða á staðnum sem fyrir voru á Vesturgötu 19. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 74 orð

Hernum mótmælt í Hebron

HUNDRUÐ palestínskra námsmanna komu saman í borginni Hebron á Vesturbakka Jórdanar í gær til að krefjast þess að her Ísraels og um 400 gyðingar, sem hafa sest þar að, færu úr borginni. Myndin var tekin þegar ísraelskir hermenn dreifðu námsmönnunum. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Hækkaði 1,1% minna en launavísitala

ÞINGFARARKAUP alþingismanna hefur eftir úrskurð Kjaradóms í seinustu viku hækkað um 30,7% á tímabilinu frá 1. maí árið 1989 en á sama tíma hefur launavísitala, sem á að mæla raunverulega meðallaunaþróun í landinu, hækkað um 31,8%. Laun ráðherra hafa á sama tímabili hækkað um 42,2% eða um 11,3% umfram hækkun vísitölunnar að meðtalinni þeirri hækkun sem Kjaradómur ákvað í seinustu viku. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 21 orð

Hörður Tofa í Loftkastalanum

Hörður Tofa í Loftkastalanum HÖRÐUR Torfason heldur aukatónleika í kvöld, föstudagskvöld, í Loftkastalanum í Héðinshúsi við Seljaveg. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 939 orð

Í kvenréttindamálum er Kína allt of dæmigert

EFTIRFARANDI grein birtist í síðasta tölublaði bandaríska vikuritsins Time og er höfundur hennar Barbara Ehrenreich. Fjallar hún þar um Alþjóðlegu kvennaráðstefnuna í Peking og hvernig ástandið er í kvenréttindamálum almennt í heiminum. Fer greinin hér á eftir: Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Jóna Eðvalds með nálægt fullfermi

NÚ er haustið komið í loftið á Hornafirði, sæt lykt síldarinnar fyllir vit þeirra sem leggja leið sína niður á bryggju. Jóna Eðvalds SF-20 kom að landi með sinn annan farm af síld á þessu hausti. Síldina fengu þeir að mestu leyti í einu kast rétt við Berufjarðarál og, að sögn Ingólfs Ásgrímssonar skipstjóra, varð hann var við fleiri torfur á svæðinu. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 250 orð

JÓN EINARSSON

SÉRA Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, lést í gærmorgun á Sjúkrahúsi Akraness, en hann hafði átt við veikindi að stríða um nokkurra mánaða skeið. Séra Jón var 62ja ára að aldri, fæddur 15. júlí 1933 í Langholti í Andakílshreppi, sonur Einars Sigmundssonar bónda og konu hans Jóneyjar Sigríðar Jónsdóttur húsmóður. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Keppni í hugmyndaförðun

KEPPT verður í annað sinn í Hugmyndaförðun á Íslandi laugardaginn 16. september. Keppnin er fyrir förðunarfræðinga, snyrtifræðinga og annað áhugafólk um förðun. Keppnin hefst stundvíslega kl. 13 á sameign Borgarkringlunnar. Keppendur hafa eina og hálfa klukkustund til að ljúka verkinu. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 231 orð

Kínverjar mótmæla harðlega

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, átti stuttan fund í gær með Dalai Lama, útlægum leiðtoga Tíbeta, en ekki voru leyfðar neinar myndatökur, augljóslega til að styggja ekki kínversk stjórnvöld um of. Þau báru samt fram formleg mótmæli gegn fundinum, sem þau kölluðu afskipti af kínverskum innanríkismálum. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 716 orð

Konur láta sér ekki linda molana af borðum karlasamfélagsins

BOÐSKAPUR minn til kvenna hvarvetna í heiminum er að þær skuli umfram allt afla sér menntunar og aldrei að sætta sig við lakari hlut en bræðrum þeirra er ætlaður." Þannig mælti forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 389 orð

Kraftur og handagangur

Verk eftir Rossini, Khazaturian, Doppler, Revueltas, Turina, Prokofiev, Rodrigo og de Falla. S.Í. u. stj. Enrique Batiz. Háskólabíói, fimmtudaginn 14. sept. FERTUGASTI og sjötti starfsvetur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófst fyrir fullu húsi í gær. Að venju var létt yfir verkefnavali upphafstónleikanna og suðrænir tónar í fyrirrúmi. Meira
15. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 646 orð

Krefjumst nýrra samninga fyrir ASÍ-fólk um áramót

"VIÐ HLJÓTUM að lýsa undrun okkar á því, að á sama tíma og stjórnvöld eru að berja saman fjárlög og lýsa þungum áhyggjum af afkomu ríkissjóðs og boða víðtækan niðurskurð á fjárveitingum til heilbrigðismála, menntunar og menningar, skuli laun æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra hækkuð um tugi þúsunda á mánuði og að auki komi kjarabót í formi undanskots frá skatti. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Kröfur um upptöku kjarasamninga

VERKALÝÐSFÉLÖG víðsvegar um land hafa ályktað gegn launahækkunum sem Kjaradómur úrskurðaði opinberum embættismönnum og kostnaðargreiðslum sem forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið til alþingismanna. Meira
15. september 1995 | Miðopna | 726 orð

Launahækkanir verði felldar úr gildi

HARÐORÐ ályktun vegna ákvarðana um launahækkanir til handa alþingismönnum, ráðherrum og helstu embættismönnum þjóðarinnar var einróma samþykkt og fram kemur í ályktun fundarins að ef ákvarðanir um launahækkanir verði ekki felldar úr gildi krefjist launafólk sömu kjarabóta sér til handa við fyrsta tækifæri. Að sögn lögreglu voru um 10 þúsund manns á fundinum. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 283 orð

Launakjör ráðherra svara til allt að 755 þúsunda

FÆRA má rök að því að raunveruleg launakjör ráðherra geti svarað til rúmlega 755 þúsund króna á mánuði. Hefur þá verið tekið tillit til lífeyrisréttinda umfram almenn lífeyrisréttindi og bílahlunninda sem ráðherrar njóta auk skattfrjálsrar starfskostnaðargreiðslu sem allir þingmenn eiga rétt á. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Lítil meiðsl í árekstri

MJÖG harður árekstur varð á mótum Réttarholtsvegar og Sogavegar kl. 14.23 í gær, en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Tveir bílar skullu saman á gatnamótunum og skemmdust þeir svo mikið að fjarlægja varð þá með aðstoð kranabíls. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á slysadeild, en að sögn lögreglu reyndust meiðsl þeirra ekki alvarleg. Meira
15. september 1995 | Miðopna | 904 orð

"Maður er reiður, virkilega reiður"

MÉR finnst algjört siðleysi hvernig alþingismenn hafa hagað sér og dómur kjaradóms er að mínu áliti alveg út í hött," sagði Valgeir Jónasson, starfsmaður Pósts og síma, á útifundi verkalýðsfélaganna vegna launahækkana alþingismanna, ráðherra og æðstu embættismanna á Ingólfstorgi í gær. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 298 orð

Major boðar endurskoðun á stefnunni

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í gær mestu endurskoðun, sem gerð hefur verið á stefnu bresku stjórnarinnar og Íhaldsflokksins í tvo áratugi. Skýrði hann frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær og í blaðaviðtali réðst hann hart gegn Verkamannaflokknum, sem hann sagði ekki hafa neina skýra stefnu í málefnum lands og þjóðar. Meira
15. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Nemendasýning

EFNT verður til nemendasýningar og kynningar í Myndlistaskólanum á Akureyri um helgina, 16. og 17. september. Á sýningunni verða verk eftir nemendur skólans einskonar sýnishorn af því fjölþætta starfi sem unnið er í skólanum. Allir eru velkomnir í Myndlistaskólann. Opið er báða dagana frá kl. 14.00 til 18.00. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Ný gönguleið kynnt og könnuð

ÚTIVIST stendur fyrir könnunarferð, ef veður leyfir, á Reykjaveginum sunnudaginn 17. september í samvinnu við Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins og Ferðamálasamtök Suðurnesja. Reykjavegurinn, sem svo hefur verið nefndur, er gönguleið sem verður stikuð eftir endilöngum Reykjanesskaga á milli Reykjaness og Nesjavalla í Grafningi. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ný skoðunarstöð í Garðabæ

BIFREIÐASKOÐUN Íslands mun í dag, föstudaginn 15. september, opna nýja skoðunarstöð fyrir fólksbíla í Garðabæ. Stöðin er staðsett í húsnæði bensínstöðvar Skeljungs á Garðatorgi (v/Vífilsstaðaveg - Bæjarbraut). Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 29 orð

Ók á ljós og valt

Ók á ljós og valt BRONCO-jeppa var ekið á umferðarljós á mótum Vesturlandsvegar og Víkurvegar um hádegisbil í gær. Við ákeyrsluna valt jeppinn, en engin slys urðu á fólki. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 31 orð

Reynitré rifin upp

Reynitré rifin upp FIMMTÍU reynitré voru rifin upp með rótum við Alaska í Skógarseli í fyrrinótt. Skemmdarvargarnir fóru inn á lóð fyrirtækisins, rifu 50 smátré upp og stöfluðu þeim í haug. Meira
15. september 1995 | Miðopna | -1 orð

Rífi núgildandi samninga í beinni útsendingu

VERKALÝÐSFÉLÖGIN í Vestmannaeyjum hvöttu félagsmenn sína til vinnustöðvunar í gær og efndu til fundar í Alþýðuhúsinu til að mótmæla launahækkunum alþingismanna. Alþýðuhúsið var troðfullt og mikil hiti í fundarmönnum. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 74 orð

Saka Alusuisse um mengun

TVEIR félagar Greenpeace-samtakanna á mótmælafundi í Siders í Sviss styðja hér við bakið á beinagrindum sem notaðar voru til að vekja athygli á meintri umhverfismengun Alusuisse-fyrirtækisins. Er Alusuisse sagt menga jarðveg á stöðum þar sem úrgangsefnum frá framleiðslunni er komið fyrir og er um að ræða staði í Sviss og Portúgal. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Salan jókst um 120%

SALA á grænmeti og ávöxtum í Vöruhúsi KÁ á Selfossi jókst um 100% í peningum talið og 120% í magni eftir að nýtt og betra grænmetisborð var tekið í notkun. Það hefur orðið hrein sölusprenging í grænmeti og ávöxtum," sagði Árni Benediktsson vöruhússtjóri KÁ. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Sálarrannsóknarþing í Munaðarnesi

HALDIÐ verður í Munaðarnesi dagana 15. til 20. september ráðstefna og ársþing Nordisk Spiritual Union. NSU eru samtök sálarrannsóknarfélaga á Norðurlöndum og er þetta í fyrsta skipti sem slíkt ársþing er haldið á Íslandi. Forseti NSU er Daninn Vagn Rose. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Sendiherrar færðir

HELGI Ágústsson, sendiherra í London, tekur við starfi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu frá og með nk. mánudegi 18. september. Í frétt frá ráðuneytinu kemur ennfremur fram að núverandi ráðuneytisstjóri, Róbert Trausti Árnason, fari til starfa erlendis á vegum utanríkisþjónustunnar. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Síðasta útivistarhelgin í Viðey

NÚ ER framundan síðasta sumarhelgin með fastri dagskrá í Veiðy. Eftir sem áður er þó hægt að fá leiðsögn og aðra þjónustu fyrir hópa og einstaklinga sem þangað leggja leið sína. Á laugardag verður að venju gönguferð sem hefst við kirkjuna kl. 14.15. Þá verður farin ný leið um austanverða norðurströnd eyjarinnar. Meira
15. september 1995 | Landsbyggðin | 73 orð

Snjórinn hjálpaði grassprettu við Djúp

Laugarbrekku-"Ég hóf slátt í byrjun ágúst og þá voru snjóskaflar ekki farnir hér fyrir ofan bæinn. Það hefur aldrei verið jafnmikið hey af heimatúninu og það er engin spurning að snjórinn hefur hjálpað til með það, varnað frá kali í vetur og vökvað túnið jafnt og þétt í allt sumar," sagði Snævar Guðmundsson, bóndi á Melgraseyri við Ísafjarðardjúp. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 811 orð

Sunnudagsmatur á múrnum mikla

ÞEGAR um síðustu helgi var orðið býsna létt yfir mörgum fulltrúum á fjórðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bejing. Samstaða virtist hafa náðst um ýmis atriði í framkvæmdaáætluninni sem umdeild höfðu verið og margir óttuðust að marka myndu skref aftur á bak í mannréttindum kvenna. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Sænskir kjúklingar í Bónus í dag

JÓHANNES Jónsson í Bónus reiknar með að sænskir kjúklingar, sem hann flytur inn, fáist tollafgreiddir í dag og verði til sölu í verslunum Bónus seinnipartinn. Enn er ekki ljóst hvaða verð verður á þessum kjúklingum. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 387 orð

Sömu kjarabóta verður krafist við fyrsta tækifæri

UM tíu þúsund manns voru á útifundi Alþýðusambands Íslands á Ingólfstorgi í gær að mati lögreglu og fjölmenni var einnig á fundum sem boðað var til á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Harðorð ályktun vegna ákvarðana um launahækkanir til handa alþingismönnum, Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 223 orð

Talverð röskun hjá fyrirtækjum

TALSVERÐ röskun varð víða á vinnustöðum þegar launafólk lagði niður vinnu til að mótmæla launahækkunum þingmanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Mjög mismunandi var hve röskunin var mikil. Talið er að meirihluti launþega hafi snúið aftur til vinnu að loknum fundinum á Ingólfstorgi. Ekki eru mörg dæmi um að fyrirtækjum hafi verið lokað vegna fundarins. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Tár úr steini frumsýnd í kvöld

KVIKMYNDIN Tár úr steini verður frumsýnd í Stjörnubíói í kvöld. Myndin fjallar um ævi Jóns Leifs og tónlist hans, en sem kunnugt er ríkti lengi tómlæti um verk hans og það er fyrst á allra síðustu árum sem þau hafa verið hafin til vegs og virðingar. Líf Jóns var einnig stormasamt og þykir mikil örlagasaga. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 29 orð

Uppsögnum mótmælt

MEIRA en 6.000 starfsmenn verksmiðju Daimler-Benz Aerospace Airbus (DASA) í Finkenwerder, útborg Hamborgar, lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla áformum fyrirtækisins um að fækka starfsmönnum. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 138 orð

Viðræður við S-Afríku

SAMNINGAMAÐUR Evrópusambandsins (ESB), Steffen Smith, sagði á miðvikudag að hann vonaðist til að unnt reyndist að ganga frá viðskiptasamningi ESB og Suður-Afríku árið 1997. Smith sagði á blaðamannafundi í Suður-Afríku að hann væri vongóður um að takast myndi að ljúka samningaviðræðunum á næsta ári þannig að viðskiptasáttmáli gæti gengið í gildi í ársbyrjun 1997. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 314 orð

Vilja að ESB verði "dýpkað"

STJÓRNVÖLD í Lúxemborg, Belgíu og Hollandi, sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem önnur aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) eru hvött til þess að treysta frekar samstarf sitt áður en ný fái aðild að ESB. Þessi þrjú ríki eru í hópi smæstu ríkja Evrópusambandsins. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Víðtæk leit að týndri flugvél

EINS hreyfils flugvélar af Cessna gerð, með þremur mönnum innan borðs, var saknað í gærkvöldi. Vélin lagði af stað frá Akureyrarflugvelli kl. 17:30 í gær og var áætlað að hún myndi lenda í Reykjavík kl. 19:15. Leitarflokkar úr Reykjavík, Eyjafirði og af Vesturlandi lögðu af stað til leitar laust fyrir miðnætti og mun allsherjarleit hefjast í birtingu. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 351 orð

Von á hlaupi í vetur eða vor

VATNSYFIRBORÐ Grímsvatna í Vatnajökli hefur risið um 15 til 17 metra á einu ári og vantar aðeins um 8 metra upp á að ná sömu hæð og fyrir síðasta hlaup fyrir fjórum árum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans, býst við hlaupi í Grímsvötnum í vetur eða vor. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 275 orð

VSÍ hefur miklar áhyggjur af hækkunarskriðu

"EF það er varanleg breyting að verðlag hækki um 0,3-0,4% í hverjum mánuði, þá er hægt að fara að leiða að því rök að verðbólga hér á landi sé ekki sambærileg við það sem gerist í nálægum löndum, en forsenda kjarasamninganna er sú að verðbólga hér verði sambærileg og í nálægum löndum. Þar erum við kannski að tala um 2 %-3 %," segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Meira
15. september 1995 | Erlendar fréttir | 51 orð

Þingað um fjárlagahallann

BOB Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ávarpar ráðstefnu beggja deilda þingsins um sjúkratryggingar, fjárlögin og efnahagsmál. Dole sagði að ráðstefnunni væri ætlað að finna leið til að eyða fjárlagahallanum á sjö árum með samvinnu repúblikana og demókrata. Newt Gingrich, forseti fulltrúadeildarinnar lengst til hægri í fremstu röðinni. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þversögn atvinnuleysis og skorts á vinnuafli

HANS Skov Christensen framkvæmdastjóri dönsku iðnrekendasamtakanna Dansk Industri er ekki sú manngerðin, sem hefur mörg orð um hlutina, en hann talar af þunga, enda með hávaxnari og sterklegri mönnum. Meira
15. september 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Þyrla til bjargar

ÞYRLA frá kanadísku strandgæslunni sótti Ævar Smára Jóhannsson um borð í Ottó Wathne eftir að Ævar Smári slasaðist í veiðiferð á Flæmska hattinum undir lok síðasta mánaðar. Bíða þurfti eftir þyrlunni í sextán klukkutíma vegna þoku. Tveir menn sigu niður í skipið úr þyrlunni og hlúðu að Ævari Smára áður en hann var hífður upp. Flugið frá togaranum til St. Meira
15. september 1995 | Landsbyggðin | 55 orð

Öðruvísi töðugjöld

Fagradal-Hjónin Sólveig og Jóhannes á Höfðabrekku í Mýrdal buðu Skaftfellingum upp á sérstök töðugjöld sem var kínverskur matur. Kínakokkurinn Gilbert Yok Peck KHoo, eigandi veitingastaðarins Shanghæ í Reykjavík, sá um eldamennskuna ásamt starfsfólki sínu. Góð mæting var að Höðfabrekku og líkaði mönnum maturinn mjög vel. Meira

Ritstjórnargreinar

15. september 1995 | Staksteinar | 328 orð

»Umfram eyðsla ­ milljón á klukkutíma! UMFRAMEYÐSLA ríkisins hefur numið 2

UMFRAMEYÐSLA ríkisins hefur numið 29,4 milljónum króna á sólarhring eða 1 milljón á klukkutíma! Stöðvum þetta!! Svo mælir Edda Helgason í skilaboðum til stjórnvalda í Frjálsri verzlun. Rannsóknarmenn kallaðir til Meira
15. september 1995 | Leiðarar | 562 orð

VEGVÍSAR TIL VELFERÐAR

Leiðari VEGVÍSAR TIL VELFERÐAR NGT FÓLK frá Vestmannaeyjum hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni 15 - 20 ára unglinga, Hugvísi, síðast liðið vor. Nú hefur það bætt um betur. Meira

Menning

15. september 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Allra síðasta sýning á Sápu tvö

ALLRA síðasta sýning á Sápu tvö; sex við sama borð í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum verður í kvöld. Æfingar eru hafnar á næstu Sápu, Sápu þrjú, en höfundur hennar er Edda Björgvinsdóttir. Leikarar auk hennar eru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Erlingur Gíslason og Hjálmar Hjálmarsson. Sápa þrjú verður frumsýnd á ársafmæli Kaffileikhússins 7. október. Meira
15. september 1995 | Tónlist | 515 orð

Animato

Rímnadansar eftir Jón Leifs í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar, Elja eftir Áskel Másson, Tales from a Forlorn Fortress eftir Lárus H. Grímsson, Strengjakvartett eftir Snorra Sigfús Birgisson, Trio Animato eftir Hauk Tómasson, Vink II eftir Atla Ingólfsson, Romanza eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Útgefandi: Íslensk Tónverkamiðstöð ITM 8-08. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 47 orð

Ásgerður í Borgarkringlunni

SÝNING á verkum Ásgerðar Kristjánsdóttur stendur nú yfir í Borgarkringlunni. Verkin á sýningunni eru flest unnin á þessu ári og eru um 50 vatnslitamyndir. Þetta er fjórða einkasýning Ásgerðar. Sýningin er opin frá kl. 13-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga um óákveðinn tíma. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Bergmál

NÚ fer hver að verða síðastur til að sjá sýninguna Ljós úr norðri, norræn aldamótalist, sem stendur yfir í Listasafni Íslands. Syningin hefur farið víða um lönd og síðasti viðkomustaður hennar verður í Stokkhólmi, en eftir það verður listaverkunum skilað á ríkislistasöfn Norðurlandanna og til annarra eigenda listaverkanna. Sýningunni lýkur sunnudaginn 24. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 425 orð

Brotnir vængir

MEXÍKÓSKA listakonan Frida Kahlo var eitt þekktasta dæmi listasögunnar um það hvernig listamaður samóf líf sitt listinni. Eigið líf og þjáningar eru rauði þráðurinn í verkum þessarar óvenjulegu myndlistarkonu sem hélt dagbók síðasta áratug ævinnar og kom hún nýlega út í danskri þýðingu. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 108 orð

Bruce bregst við samkeppninni

UNDANFARIÐ hefur iðnaðarrokkaranum Bruce Springsteen borist samkeppni úr óvæntri átt. Tenniskappinn John McEnroe hefur upp á síðkastið gripið æ oftar til gítarsins með hljómsveit sinni og konu, rokkaranum Patty Smyth. Bruce virðist nú ætla að bregðast við samkeppninni með því að breyta um starfsvettvang að hluta til. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 193 orð

Draumar Hughs

ÞÆR FRÉTTIR voru að berast frá London að Hugh Grant hefur dreymt kynferðislega drauma um Díönu prinsessu af Wales. Engu að síður segir hann að Elísabet Hurley sé enn þá "réttur dagsins" á veitingahúsi lífs síns. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Eygló sýnir í Galleríi Sævars Karls

EYGLÓ Harðardóttir opnar sýningu í dag í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9. Eygló sýnir innsetningu og má þar sjá tvö ólík búsvæði sem skarast, hálendið og borgina og hvernig náin snerting við umhverfið raknar upp og tekur á sig aðra mynd. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1983-1987 og framhaldsnám við listaakademíuna AKI í Hollandi frá 1987-1990. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 153 orð

Freddie lifir

ÞRÁTT fyrir dauða söngvarans Freddies Mercury virðist hljómsveitin Queen ekki vera dauð úr öllum æðum. Hún gefur út plötuna "Made in Heaven", fyrstu hljóðversplötu sína síðan Freddie lést fyrir fjórum árum, þann 7. nóvember. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 440 orð

FYNDINN AMIS

ÁMIÐVIKUDAGSMORGUN héldu gestir bókmenntahátíðarinnar í skoðunarferð á Þingvelli og upp í Reykholt. Engin dagskrá átti því að verða um daginn en vegna seinkunar á komu enska metsöluhöfundarins Martins Amis fór spjall hans og Einars Kárasonar fram síðdegis. Leiður á athyglinni Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 491 orð

Galdra-Loftur og Madame Butterfly meðal verkefna

STARFSÁR Íslensku óperunnar hefst 7. október næstkomandi. Á verkefnaskrá kennir margra grasa og meðal annars verður íslenska óperan Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson frumsýnd 1. júní. "Við erum að gera miklu meira núna en síðustu ár. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 178 orð

Geimvera á Íslandi

FURÐULEIKHÚSIÐ hefur verið starfrækt í rúmlega eitt ár og er Bé tveir eftir Sigrúnu Eldjárn þriðja verkefni þess. Bé tveir fjallar um lítinn geimstrák sem kemur niður til jarðarinnar til að leita að hlut sem er ekki til á stjörnunni hans. Hann hittir lítinn strák sem heitir Áki og tvö eldri systkini hans sem heita Lóa og Búi. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Hörkutól stíga dans ­ í kjólum

KVIKMYNDIN "To Wong Foo, Thanks for Everything Julie Newmar" setti nýtt aðsóknarmet um síðustu helgi og eru tekjur af miðasölu helgarinnar taldar nema um níu milljónum dollara. Kvikmyndin er um ferðalag þriggja klæðskiptinga um Bandaríkin og ævintýri þeirra. Hörkutólin Wesley Snipes og Patrick Swayze þykja taka sig vel út í kjólum og eins hinn minna þekkti John Leguiziamo. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 137 orð

Íslenskir listamenn sýna í Japan

Í GÆR hófst sýning á verkum fimm íslenskra listamanna í Studio-COM Tachikichi, sem er þekkt skúlptúrgallerí í Kyoto í Japan. Fimmmenningarnir sem kalla sig KOM-sýningarhópinn eru: Kristín Ísleifsdóttir, Magnús Tómasson, Örn Þorsteinsson, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 127 orð

Kidman orðin leið á fjölmiðlum

NICOLE Kidman er 28 ára gömul. Hún hefur verið gift leikaranum Tom Cruise í fimm ár og hefur mátt þola ágang slúðurblaðamanna allan þann tíma. Hver einasti þáttur einkalífs hennar hefur verið kannaður til hlítar og oftast hefur verið farið frjálslega með sannleikann. "Eftir smá tíma verður þetta leiðigjarnt," segir leikkonan rauðhærða. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 44 orð

Kristján sýnir í Ásmundarsal

KRISTJÁN Davíðsson opnar málverkasýningu í Ásmundarsal, húsi Arkitektafélagsins, Freyjugötu 41, í dag föstudag kl. 18-20. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á undanförnum árum. Sýningin er sölusýning og er opin daglega frá kl. 16-20. Henni lýkur 1. október. EITT verka Kristjáns. Meira
15. september 1995 | Myndlist | 553 orð

Kristur í Breiðholtinu

Kristján Jón Guðnason Opið alla daga kl. 13-18 til 17. september. Aðgangur ókeypis. Í HINNI endalausu samkeppni um athygli og eftirtekt almennings verður að viðurkenna að myndlistin hefur látið undan síga hin síðari ár fyrir ágengari miðlum, þar sem mikið er látið með umgjörðina, Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 210 orð

Laugarásbíó frumsýnir Judge Dredd

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á ævintýramyndinni Judge Dredd með Sylvester Stallone í aðalhlutverki. Myndin gerist árið 2139. Heimurinn er breyttur. Mannúðin er vart til staðar lengur. Staðsetning er Bandaríkin, sem eftir allsherjar styrjöld eru í algjörri niðurníðslu. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 84 orð

"Loftkastalar á Ísafirði"

SILLA, Sigurlaug Jóhannesdóttir, opnar sýningu í Slunkaríki á Ísafirði á morgun, laugardag. Á sýningunni er glerinnsetning sem ber heitið "Loftkastalar" en Silla hefur unnið með gler undanfarið, þó hún sé e.t.v. þekktust fyrir vinnu sína við hrosshár. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 615 orð

Mótunarár Kjarvals, Kristín, leirlist og vídeó

FJÓRAR sýningar verða formlega opnaðar á Kjarvalsstöðum á morgun laugardag kl. 16: Sýningin Kjarval ­ mótunarár 1885­ 1930, sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur, sýningarnar Forn leirlist frá Perú og Konur og vídeó. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 189 orð

Reeve kemur fram á ný

CHRISTOPHER Reeve hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann féll af hestbaki og slasaðist 27. maí í vor. Nú hyggst hann gera bragarbót á því og sækja góðgerðarsamkomu í næsta mánuði. Þetta sagði eiginkona leikarans góðkunna, Dana Reeve, á blaðamannafundi á Kessler endurhæfingarsjúkrahúsinu, þar sem Reeve gengur nú í gegn um stranga endurhæfingarmeðferð. Samkoman mun verða 18. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Renningar við Hamarinn

SIGRÍÐUR Júlía Bjarnadóttir opnar sýningu á verkum sínum í sýningarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði, á morgun, laugardag. Yfirskrift sýningarinnar er Renningar. Sigríður Júlía útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988 og stundaði nám í San Francisco Art institute 1989-90. Sýningin stendur til 1. október. Opið er alla daga frá kl. 14-18. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | -1 orð

Sambíóin sýna Umsátrið 2

SAMBÍÓIN, Álfabakka og við Snorrabraut, hafa tekið til sýninga spennumyndina "Under Siege 2 - Dark Territory" eða Umsátrið 2 eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Þetta er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar "Under Siege" og enn sem fyrr er kraftakarlinn Steven Seagal í hlutverki kokksins ráðagóða. Að þessu sinni fara þó átökin ekki fram um borð í herskipi, heldur farþegalest. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 30 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGU Sigurbjörns Eldon Logasonar á vatnslitamyndum, sem nú stendur yfir á kaffihúsinu Við Fjöruborðið á Stokkseyri, lýkur 22. september næstkomandi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13-23. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 17 orð

Síðasta sýningarhelgi

Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU á textílverkum norsku listakonunnar Grete Borgersrud í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur sunnudaginn 17. september. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 49 orð

Síðasti keppandi TónVakans

SÍÐASTI keppandinn í úrslitakeppni TónVakans kemur fram sunnudaginn 17. september kl. 13. Það er Sigurður Marteinsson píanóleikari sem flytur verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Franz Schubert, Ludwig von Beethoven og Johann Sebastian Bach. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 45 orð

Síðustu sýningar á Lindindin

LEIKFÉLAGIÐ Theater frumsýndi á dögunum nýja íslenska rokkóperu, Lindindin eftir Ingimar Oddsson, í húsnæði Íslensku óperunnar. Nú er svo komið að Lindindin þarf að rýma til fyrir starfsemi Óperunnar. Síðustu sýningar verða því á föstudag kl. 20 og laugardag kl. 20. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 88 orð

Stóri bróðir

FJÓRIR ungir myndlistarmenn opna sýningu á Mokka við Skólavörðustíg á morgun, laugardag. Listamennirnir fjórir sem eru Hekla Dögg, Hildur Jónsdóttir, Erling Klingenberg og Valborg Salóme (Valka), ásamt Erlu Franklíns sem búsett er í Hollandi, standa að sýningunni. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 47 orð

Sýningum lýkur í Gallerí Fold

SÝNINGU á verkum kínversku listakonunnar Lu Hong og kynningu á verkum Gunnars Á. Hjaltasonar, sem undanfarið hefur staðið yfir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg, lýkur nú á sunnudag. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 35 orð

Sælgætisgerðin í ham

HLJÓMSVEITIN Sælgætisgerðin spilaði á Glaumbar á sunnudagskvöldið. Hún spilar svokallaðan "acid-djass" með funkáhrifum. Hljómsveitina skipa: Ásgeir Jón Ásgeirsson, Jón Ómar Erlingsson, Samúel Jón Samúelsson, Birgir Nielsen, Snorri Sigurðsson og Steinar Sigurðarson. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 129 orð

Tindar í Djúpinu

NÝTT gallerí mun taka til starfa laugardaginn 16. september; Farandgallerí Ludwigs van Hekelen. Þór Ludwig Stiefel mun ríða á vaðið með málverkasýningu í Djúpinu við Hafnarstræti og ber sýningin titilinn "Tindar í Djúpinu". Á sýningunni verða til sýnis olíumálverk sem öll eru unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 7. október og er opin á opnunartíma veitingahússins Hornsins. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 389 orð

Vel skrifuð og heilsteypt saga

SKÁLDSAGA Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fyrirgefning syndanna, var nýlega gefin út í kilju í Bretlandi en hún kom fyrst út hjá Vöku-Helgafelli árið 1991. Hún hefur fengið einkar lofsamlega dóma í breskum blöðum. Gagnrýnendur segja m.a. að Fyrirgefning syndanna sé vel skrifuð og heilsteypt saga, haganlega samansett, margbrotin og stíll hennar aðdáunarverður. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 222 orð

Vetrarstarf Fílharmóníu að hefjast

UM þessar mundir er að hefjast vetrarstarf Söngsveitarinnar Fílharmóníu, sem er einn af elstu blönduðu kórum landsins. Starfið hefst með félagsfundi og söngæfingu mánudaginn 18. september kl. 20.00 í Melaskóla. Starfsemi Söngsveitarinar Fílharmóníu á komandi starfsári verður mjög fjölbreytt og fyrirhugaðir eru tónleikar í desember, janúar og byrjun maí, eins og fram kemur í frétt frá Meira
15. september 1995 | Fólk í fréttum | 69 orð

Þetta er ungt og leikur sér

VERSLINGAR buðu nýnema velkomna með 3. bekkjarballi þriðjudagskvöldið 12. september. 700 manns fylltu Tunglið og dönsuðu við funktónlist hljómsveitarinnar Funkstrasse með prófessorinn Óttarr Proppé í broddi fylkingar. Einnig létu DJ-arnir Þossi, Margeir, Tommi og Siggi vínilinn snúast. Meira
15. september 1995 | Menningarlíf | 77 orð

"Þetta get ég nú gert"

"ÞETTA get ég nú gert" er heiti á myndlistarsýningu sem sex myndlistarmenn opna í sýningarsölum Norræna hússins á morgun, laugardag, kl. 16. Myndlistarmennirnir eru Anna Þóra Karlsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Birna Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ína Salóme og Ólöf Einarsdóttir. Meira

Umræðan

15. september 1995 | Velvakandi | 446 orð

Að vera Pétur eða Páll

ÉG HEF verið að hugsa um ummæli þingmanna þessarar ríkisstjórnar um atvinnuleysið. Flestir sem hafa tjáð sig um málið segjast sýna skilning á þessum málum. Ummæli tveggja þingmanna hafa hneykslað marga. Meira
15. september 1995 | Velvakandi | 774 orð

Alþjóðleg vinátturáðstefna kvenna fyrir heimsfriði

HEIMSFRIÐARSAMTÖK kvenna eru að vinna að mörgum málum er lúta að uppbyggingu friðsams heims í löndum kalda stríðsins fyrrverandi, með sameiginlegu átaki kvenna í hverju landi fyrir sig. Á timabilinu frá október 1993 til nóvember 1994 hafa 160.000 japanskar konur tekið þátt í athöfnum systrafélaga ásamt kynsystrum okkar frá Kóreu. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 426 orð

"Er að brjótast út styrjöld milli lækna um sjúklinga"?

Í Morgunblaðinu, þann 12. september sl; undrast Víkverji stórlega hörð viðbrögð forsvarsmanna Læknavaktarinnar sf. við þeim áformum nokkurra barnalækna að hefja skipulagða vaktþjónustu utan dagvinnutíma með aðsetur í Domus Medica. Víkverji fer lofsamlegum orðum um framtak barnalæknanna um leið og hann lýsir vanþóknun á viðbrögð heimilislækna. Meira
15. september 1995 | Velvakandi | 235 orð

Fargjaldahækkun SVR

ÉG ER ein af þeim sem kaus Reykjavíkurlistann og hef fylgst vel með því sem borgarstjórinn og nýi meirihlutinn hefur verið að gera. Þau eru reyndar ekki öfundsverð að taka við stjórninni með alla sjóði tóma, en það er allt annað mál. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 490 orð

Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu?

Í FRÉTTAGREIN í Morgunblaðinu í dag er skýrt frá því, að einkaaðilar séu að festa kaup á segulómtæki til læknisfræðilegrar myndgreiningar í trássi við samþykki Tryggingastofnunar um greiðslur fyrir slíkar rannsóknir. Í fréttagrein þessari koma fram nokkrar rangfærslur, sem ég tel mér skylt að leiðrétta. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 723 orð

Hvað getum við gert?

ÞAÐ ER staðreynd að flest alvarleg ofbeldisverk eru framin af körlum. Spyrja má hvernig standi á þessum kynjamun, en því miður höfum við ekki einfalt svar við því. Leitað hefur verið skýringa á ýmsum sviðum, m.a. innan líffræðinnar, en ekki komist mjög langt. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 487 orð

Hvað kostar í strætó?

Hvað kostar í strætó? Meira er horft í prósentur en það hvað farþegar greiða fyrir þjónustuna, segir Lilja Ólafsdóttir, og bætir við að fargjöld SVR geti ekki talist há. ÁKVÖRÐUN um hækkun fargjalda SVR frá 1. október nk. hefur valdið miklum umræðum í fjölmiðlum. Fargjöld Almenningsvagna bs. Meira
15. september 1995 | Velvakandi | 551 orð

Hvar er núllið? NOKKRIR menn voru að ræða saman í sambandi við vegas

NOKKRIR menn voru að ræða saman í sambandi við vegaskilti og hve margir kílómetrar væru til Reykjavíkur frá ýmsum stöðum. Í umræðunum kom upp sú spurning hvar núllið væri staðsett í Reykjavík, þ.e. hvaðan fjarlægðirnar væru mældar. Sumir þeirra héldu að núllið væri á Hlemmtorgi, en aðrir að það væri fyrir framan gamla Geysishúsið á Aðalstræti. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 652 orð

Hver er ómálefnalegur?

ÞAÐ ER með ólíkindum að Sigmari Ármannssyni, framkvæmdastjóra Samtaka íslenskra tryggingafélaga, skuli takast að skrifa langa grein til að réttlæta há iðgjöld bílatrygginga, án þess að minnast einu orði á hina raunverulegu ástæðu fyrir þeim. Þetta gerir hann í Morgunblaðinu 5. september. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 798 orð

Iðgjöld, tjón og bótareglur vegna umferðarslysa

ÞAÐ ER í senn flókið og viðamikið að bera saman á raunhæfan hátt iðgjöld í ökutækjatryggingum milli ríkja. Í því sambandi skipta höfuðmáli tjónatíðni í hlutaðeigandi landi og þær bótareglur, sem þar er beitt, komi til tjóns. Bótareglur eru afar mismunandi milli ríkja, og í þessu sambandi verður bæði að líta til reglna umferðarlaga í hlutaðeigandi landi og skaðabótaréttar. Meira
15. september 1995 | Velvakandi | 403 orð

Morgunblaðinu í upphafi fyrri viku var fjallað um þær taf

Morgunblaðinu í upphafi fyrri viku var fjallað um þær tafir, sem flugfarþegar verða fyrir í Leifsstöð. Þar kom fram m.a. að brottfararsalurinn í Leifsstöð er nú spunginn og fyrirhugað er að fjölga innskriftarborðum, svo að unnt sé að minnka biðina. Víkverji var staddur í brottfararsalnum miðvikudag fyrir viku. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 1108 orð

Stóra mannréttindamýflugan

Stóra mannréttindamýflugan Stúdentahluti skrásetningargjalda Háskólans gengur, að mati Guðmundar Steingrímssonar, til þarfra hluta. UMRÆÐAN um skylduaðild að Stúdentaráði Háskóla Íslands snýst ekki lengur um meint mannréttindabrot á stúdentum eins og hún gerði í upphafi. Meira
15. september 1995 | Aðsent efni | 235 orð

Unglingar utan Rvíkur greiða 130 kr. í strætó

HÆKKUN fargjalda SVR er umdeild og vissulega bregður mörgum í brún, þegar þeir heyra, að einstök fargjöld hækki um 100%. Prósentureikningur getur þó villt mönnum sýn. Þess vegna er raunhæfast að bera saman verð á strætisvagnaþjónustu í Reykjavík og annars staðar til að fá réttan samanburð. Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur reka Almenningsvagna bs. Meira

Minningargreinar

15. september 1995 | Minningargreinar | 466 orð

Anna María Egilsdóttir

Hún var sterk kona, sterk kona og hugrökk. Líklega hugrökkust og þrautseigust þeirra kvenna sem ég hef á ævinni kynnst. Kynni mín af henni eru í huga mér myndir, sterkar myndir tárum blandnar. Fyrsta myndin er frá Mælifelli. Lítil stúlka sér sorgina í fyrsta sinn, sorgina óumræðilegu. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 694 orð

Anna María Egilsdóttir

Hún Maja mín er dáin. Lífið kvaddi hún eins og hún lifði, af æðruleysi og kærleika til allra, sem henni þótti vænt um. Henni tókst enn einu sinni að hugsa meira um aðra en sjálfa sig. Af ótrúlegum styrk tókst henni til hinztu stundar að bíða þar til við vorum tilbúin að sleppa henni og fyrr ekki. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 173 orð

ANNA MARÍA EGILSDÓTTIR

ANNA MARÍA EGILSDÓTTIR Anna María Egilsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júlí 1954. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aðfaranótt 11. september síðastliðinn. Anna María var yngst fimm barna hjónanna Guðjóns Egils Halldórssonar bifreiðastjóra og Ásdísar Svavarsdóttur frá Sauðárkróki. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 52 orð

Anna María Egilsdóttir Hinsta kveðja til elsku mömmu okkar. Ó, hve heitt ég unni þér! Allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og

Hinsta kveðja til elsku mömmu okkar. Ó, hve heitt ég unni þér! Allt hið bezta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást. Æskubjart um öll mín spor aftur glóði sól og vor, og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei brást. (Tómas Guðmundsson.) Svavar, Sigfús og Sigurbjörn. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 50 orð

ÁGÚST SIGURÐUR GUÐJÓNSSON ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR

ÁGÚST SIGURÐUR GUÐJÓNSSON ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR Ágúst Sigurður Guðjónsson var fæddur 28. ágúst 1912 í Melkoti í Leirársveit. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 3. september síðastliðinn. Elísabet Þorgeirsdóttir var fædd í Bakkakoti í Skorradal. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 1. september síðastliðinn. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | -1 orð

Charlotta Ólöf Gissurardóttir

Í nokkrum orðum langar mig að minnast Ólafar eða Lóu eins og hún var jafnan kölluð. Sem smástelpa kynntist ég Lóu, þegar Eiki móðurbróðir minn og hún komu í heimsókn til okkar á Reyðarfjörð. Þá nýgift. Alveg síðan þá höfum við verið vinkonur þó aldursmunurinn hafi verið mikill. Heimili þeirra hjóna hér í Reykjavík stóð okkur systkinunum opið þegar við hleyptum heimdraganum og komum suður. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 1019 orð

Charlotta Ólöf Gissurardóttir

Að frátöldum fyrstu fimm árum ævi minnar kynntist ég pabba og mömmu tæpast fyrr en ég var orðinn fullorðinn maður. Örlögin höguðu því svo ­ eða á ég kannski að nefna hlutina réttum nöfnum: langar fjarvistir pabba sem var illa launaður farmaður, Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 106 orð

CHARLOTTA ÓLÖF GISSURARDÓTTIR

CHARLOTTA ÓLÖF GISSURARDÓTTIR Charlotta Ólöf Gissurardóttir fæddist í Reykjavík 16. janúar 1916. Hún lést á Landspítalanum 7. september síðastliðinn eftir stutta sjúkralegu. Foreldrar hennar voru Helga Jensdóttir, ættuð frá Önundarfirði, og Gissur Filippusson frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Ólöf átti fimm hálfsystkin. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 215 orð

Elísabet Þorbjörnsdóttir Ágúst Sigurður Guðjónsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Mig langar aðeins að minnast ömmu og afa, sem nú hafa kvatt þennan heim. Það eru margar minningar sem koma upp í huga minn þegar ég lít til baka. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 236 orð

Guðbjörn Már Hjálmarsson

Við kveðjum í dag Guðbjörn Má Hjálmarsson. Á þessum tímamótum leita á huga okkar allar þær góðu minningar sem við eigum um Guðbjörn. Hann var einstaklega fallegur drengur með stór flauelsbrún augu sem sögðu svo margt. Vegna fötlunar sinnar talaði hann ekki á hefðbundinn hátt, en tjáði sig með merkjum sem við síðan smám saman lærðum að lesa úr. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 114 orð

Guðbjörn Már Hjálmarsson

Ég þakka Guðbirni fyrir samfylgdina. Minningarnar um hann eru margar og góðar. Þær munu lifa með mér um ókomin ár. Guð blessi Guðbjörn Má. Elsku Dóra, Hjálmar og Stefán, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 106 orð

Guðbjörn Már Hjálmarsson

Í dag kveðjum við vin okkar Guðbjörn Má, sem við kynntumst fyrst á leikskólanum Víðivöllum, en síðar á Vistheimilinu Einibergi er leiðir okkar lágu aftur saman fyrir u.þ.b. þremur árum. Minningu um fallegan dreng munum við ávallt geyma í hjarta okkar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 75 orð

GUÐBJÖRN MÁR HJÁLMARSSON

GUÐBJÖRN MÁR HJÁLMARSSON Guðbjörn Már Hjálmarsson fæddist í Reykjavík 26. september 1982. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Hjálmar Kristinsson og Halldóra Stefánsdóttir. Bræður hans eru Stefán, f. 4.7. 1979, og Smári, f. 30.5. 1966. Guðbjörn fluttist á vistheimilið að Einibergi 29 sumarið 1992. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 80 orð

Guðbjörn Már Hjálmarsson Ég man þig sem lítinn snáða með stór brún augu. Ég man þig með íbygginn svip og alvarlegan. Ég man þig

Guðbjörn Már Hjálmarsson Ég man þig sem lítinn snáða með stór brún augu. Ég man þig með íbygginn svip og alvarlegan. Ég man þig hlæjandi dillandi hlátri. Ég man þig sofandi værum blundi eða hrjótandi hátt. Ég man þig á morgnana, þreyttan pilt. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 131 orð

Guðmunda Kristín Sigríður Júlíusdóttir

Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 210 orð

GUÐMUNDA KRISTÍN SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR

Guðmunda Kristín Sigríður Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1922. Hún andaðist á sjúkrahúsi Siglufjarðar 7. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Júlíus Magnússon, f. 12.7. 1883, d. 4.1. 1931, verkamaður í Reykjavík og Jónína Margrét Jónsdóttir, f. 17.1. 1891, d. 6.9. 1970. Systkin hennar eru Sigurður, f. 4.12. 1917, Guðrún, f. 30.4. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 336 orð

Sigurgeir Sverrisson

Sumarið 1992 efndu niðjar hjónanna Ingibjargar Þ. Jóhannsdóttur og Sigurgeirs Sigurðssonar, sem bjuggu öll sín hjúskaparár á Ísafirði, til ættarmóts. Þar var fjölmenni. Margt var sér til gamans gert. Einn af þeim sem leiddi gleðina var Sigurgeir Sverrisson, hvers manns hugljúfi, sonur hjónanna Elísabetar Þ. Sigurgeirsdóttur og Sverris Kristóferssonar, fyrrverandi hreppstjóra þeirra Blönduósinga. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 137 orð

SIGURGEIR SVERRISSON

SIGURGEIR SVERRISSON Sigurgeir Sverrisson var fæddur á Blönduósi 14. október 1948. Hann lést 6. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Elísabet Þórunn Sigurgeirsdóttir frá Ísafirði og Jóhann Sverrir Kristófersson, fyrrum hreppstjóri á Blönduósi. Systkini hans eru: Kristófer Sverrir, Hildur Björg, Jón og Sverrir. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 106 orð

Sigurgeir Sverrisson Ég frétti það í dag að hann pabbi minn væri dáinn. Nú er tómarúm í hjarta mér, tómarúm þar sem hann var.

Ég frétti það í dag að hann pabbi minn væri dáinn. Nú er tómarúm í hjarta mér, tómarúm þar sem hann var. Ég veit að ég mun fylla það aftur þegar ég hætti að syrgja hann og fer að vita að hann er í öðrum heimi, betri en þessum og ég veit að við munum hittast aftur þegar ég fer. Þangað til mun ég alltaf hugsa fallega til þín alveg eins og á meðan þú varst hér. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 130 orð

Valdimar Halldórsdóttir

Miðvikudaginn 30. ágúst sl. var Valdimar Halldórsson, eða Valli eins og hann var oftast kallaður, jarðsunginn frá Borgarneskirkju og langar okkur að minnast hans með örfáum orðum. Valli lék knattspyrnu með öllum yngri flokkum Skallagríms enda átti íþróttin hug hans allan. Með meistaraflokki lék hann yfir 100 leiki ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 453 orð

Valdimar Halldórsson

Hver getur siglt án vinds í dag hver getur róið án ár. Hver getur skilið við vininn sinn utan að fella tár. Ég get siglt án vinds í dag ég get róið án ár. En ekki skilið við vininn minn utan að fella tár. Meira
15. september 1995 | Minningargreinar | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

15. september 1995 | Viðskiptafréttir | 462 orð

Auðlind með 276 milljóna króna hlutafjárútboð

ALMENNT útboð hlutabréfa hjá Hlutabréfasjóðnum Auðlind hf., hefst í dag. Nafnverð útboðsins er 200 milljónir króna og er mögulegt að greiða allt að 90% kaupverðs með skuldabréfi til tíu mánaða. Meira
15. september 1995 | Viðskiptafréttir | 292 orð

Fyrri umboðsaðili heldur sínu striki

NÝHERJI hf. hefur gengið frá samningum við japanska stórfyrirtækið Canon þess efnis að fyrirtækið taki við umboði fyrir Canon skrifstofuvélar en fram til þessa hefur Skrifvélin hf. verið með þetta umboð. Forsvarsmenn Skrifvélarinnar segjast þó ekki af baki dottnir og hyggjast halda sölu og þjónustu á Canon skrifstofuvélum áfram. Meira
15. september 1995 | Viðskiptafréttir | 62 orð

Kaup á Handsali ekki til álita

EKKI hefur komið til greina af hálfu Sjóvá-Almennra að eignast hlut í fjármálafyrirtækinu Handsali, eins og haldið var fram í frétt í viðskiptablaði í gær. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að slíkt hefði aldrei komið til tals innan fyrirtækisins og hefði enda aldrei komið til álita af þess hálfu. Meira
15. september 1995 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Mynsturmalbikun - nýr möguleiki í malbikun

FYRIRTÆKIÐ Malbik og Völtun býður nú upp á nýjan möguleika fyrir þá sem eru að huga að malbikun eða hellulögn á innkeyrslum eða bílaplönum. Þessi nýjung nefnist mynsturmalbikun og svipar mjög til mynstursteypu, nema hvað hér mun vera um mun ódýrari kost að ræða. Eigendur Malbiks og Völtunar eru þeir Jón Bjarni Jónsson og Helgi Valgarð Einarsson. Meira
15. september 1995 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Rólegt á mörkuðum en verðið hækkandi

KYRRARA var í kauphöllum í Evrópu og New York í gær vegna óvissu um hvað við kunni að taka, þótt því sé spáð að hagstæð efnahagsskilyrði geti leitt til vaxtalækkana innan skamms. Í Frankfurt varð mesta hækkun á einum degi, en heildarhækkunin er lítil. Í London lækkaði FTSE-100 vísitalan um nokkur stig, en gert er ráð fyrir hækkandi verði. Meira
15. september 1995 | Viðskiptafréttir | 27 orð

Villigötur

Í frétt viðskiptablaðs í gær um póstlista Alnetssamfélagsins um bandbreiddina á netinu misritaðist slóðin. Rétt er hún: http: //qlan.is/bandvidd Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira

Fastir þættir

15. september 1995 | Dagbók | 2645 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. september að báðum dögum meðtöldum, er í Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102b. Auk þess er Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21 opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
15. september 1995 | Dagbók | 40 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, laugarda

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 16. september, er sextug Lillý Sigurðardóttir Horner.Hún er stödd á landinu og vonast til að sjá sem flesta vini og vandamenn á heimili systur sinnar, Hegranesi 22, Garðabæ, milli kl. 17 og 20 á afmælisdaginn. Meira
15. september 1995 | Fastir þættir | 200 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæing

Fyrsta sameiginlega spilakvöld deildanna var eins kvölds tvímenningur og varð röð efstu para eftirfarandi: Baldur Bjartmarsson ­ Halldór Þorvaldsson211María Ásmundsd. ­ Steindór Ingimundars.179Una Árnadóttir ­ Kristján Jónasson173Halldór Ármannsson ­ Gísli Sigurkarlsson168 Nk. þriðjudag verður aftur eins kvölds tvímenningur í Þönglabakka 1 kl. 19. Meira
15. september 1995 | Fastir þættir | 45 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

EINS kvölds tvímenningur var spilaður fimmtudaginn 7. september með 14 pörum. Úrslit urðu eftirfarandi: Ármann J. Lárusson ­ Hermann Lárusson200 Erla Sigurjónsdóttir ­ Guðni Ingvarsson171 Heimir Tryggvason ­ Árni Björnsson167 Meðalskor156 Eins kvölds tvímenningur verður aftur spilaður 14. september. Meira
15. september 1995 | Fastir þættir | 64 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Nýr félagsskapu

SPILAMENNSKA hjá nýjum félagsskap Bridsfélags kvenna og Skagfirðinga í Reykjavík hófst sl. þriðjudag með eins kvölds tvímenningi. Spilað verður í vetur í Drangey við Stakkahlíð 17 og keppnisstjórar verða Ólafur Lárusson og Jakob Kristinsson. Er skorað á spilara að vera með frá byrjun, en bryddað verður upp á ýmsum nýjungum í vetur. Nýtt spilaáhugafólk velkomið. Meira
15. september 1995 | Fastir þættir | 935 orð

Hvað er í matnum sem við borðum? Í ljós hefur komið að ólöglegir plágueyðar eru notaðir við ræktun grænmetis og ávaxta. Margrét

FYRIR neytendur er óviðunandi hve litlar upplýsingar liggja fyrir um notkun skordýraeiturs og annarra plágueyða (þ.e. skordýraeiturs, illgresiseyða og sveppalyfja) í ræktun grænmetis sem hér eru á markaði. Á það jafnt við um innlenda og innflutta framleiðslu. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvaða efni innlendum ræktendum er leyfilegt að nota á hverjum tíma, en ekki um notkun og magn. Meira
15. september 1995 | Dagbók | 113 orð

Keilir

Morgunblaðið/Þorkell Keilir NÝLEGA var endurnýjaður kassi á toppi Keilis sem hefur að geymagestabók, en göngumenn hafa skráð í hana komur sínar á fjallið íu.þ.b. tuttugu ár. Keilir er móbergsfjall (379 m y.s.) á Reykjanesskaga og orðinn til við sprungugos undir jökli á ísöld. Meira
15. september 1995 | Fastir þættir | 872 orð

Nordia 95

Dagana 27. til 29. október nk. verður haldin í Malmö í Svíþjóð samnorræn frímerkjasýning, NORDIA 95, í svonefndum Malmö M¨asshallar, sem er ný sýningarmiðstöð, ekki langt frá aðaljárnbrautarstöðinni og þar sem flugbátarnir frá Kaupmannahöfn lenda í höfninni. Meira
15. september 1995 | Dagbók | 394 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Kyndill

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Kyndill og fór samdægurs. Klakkurkom til löndunar og fór samdægurs. Þá landaðiSigurvonin. Flutningaskipið Amstelborg sem er leiguskip Samskipa var væntanlegt í dag og búist var við að Bakkafoss og Mælifell færu út í gærkvöld. Meira

Íþróttir

15. september 1995 | Íþróttir | 242 orð

Amokachi lék varnarmenn KR-inga grátt og sendi til vinstri á Hi

Amokachi lék varnarmenn KR-inga grátt og sendi til vinstri á Hinchcliffe sem reyndi skot að marki frá vítateig en hitti boltann illa. Knötturinn stefndi framhjá markinu hægra megin en John Ebbrell fylgdi vel á eftir og kom á fjærstöng og skoraði af stuttu færi á 22. mínútu. Góð sókn KR-inga á 36. mínútu. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 89 orð

Bibercic þriðji KR-ingurinn með tvö í Evrópuleik

MIHAJLO Bibercic gerði bæði mörk KR í gærkvöldi og varð þar með þriðji leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora tvívegis í Evrópuleik. Ellert B. Schram varð fyrstur til þess í 2:3 tapi gegn franska liðinu Nantes á Laugardalsvellinum 1966 í Evrópukeppni meistaraliða - þar af var annað markið úr víti og þremur árum síðar, 1969, gerði Baldvin Baldvinsson tvö mörk í Evrópuleik. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 448 orð

"Er stoltur af liðinu mínu"

ÞEGAR við vorum búnir að fá á okkur fyrsta markið, var ekki lengur neinu að tapa í leiknum. Þá fóru mínir menn að gera það sem þeir eru bestir í og við það komumst við aftur inn í leikinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, að leikslokum. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 339 orð

Evrópukeppni bikarhafa

Fyrri leikir í annari umferð: Batumi, Georgía: Dynamo Batumi - Celtic2:3 Paata Machutadze (11.), Teimuraz Tugushi (68.) - Andreas Thom 2 (24., 87.), Simon Donnelly (42.). 17.000. Moskva, Rússlandi: Dynamo Moskva - Ararat (Armenía)3:1 Oleg Teryokhin 2 (45., 90.), Vitaly Safronov (73.) - Levon Stepanyan (71.). 7. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 564 orð

Frábær frammistaða KR-inga gegn Everton

KR-INGAR geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir eins marks tap gegn Everton, 2:3, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn var frábær skemmtun og góð auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu. Þetta var einn besti leikur sem íslenskt félagslið hefur sýnt í Evrópukeppni. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 161 orð

JOHN Handegard

ÍTALSKI markahrókurinn Salvatore "Toto" Schillaci, sem sló eftirminnilega í gegn á heimsmeistarakeppninni á Ítalíu 1990, hefur framlengt samning sinn við japanska knattspyrnufélagið Jubilo Iwata um tvö ár og fær að því að talið er 215 milljónir fyrir. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 134 orð

KR - Everton2:3

Laugardalsvöllur, Evrópukeppni bikarmeistara - fyrri leikur, fimmtudaginn 14. september 1995. Mörk KR: Mihajlo Bibercic 2 (36. - vsp.), (67. - vsp.). Mörk Everton: John Ebbrell (22.), David Unsworth (57. - vsp.), David Amokachi (88.). Gul spjöld: Andy Hinchcliffe (6.) - fyrir að taka aukaspyrnu áður en flautað var. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 57 orð

KR-ingar óheppnirgegn Everton

KR-ingar léku geysilega vel en urðu engu að síður aðsætta sig við tap, 2:3, í Evrópuleiknum gegn ensku bikarmeisturunum í Everton á Laugardalsvelli í gærkvöldi.Vesturbæjarliðið átti í fullu tré við ensku atvinnumennina, Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 86 orð

Logi fylgist með Ásgeiri fyrir leikina

ÁSGEIR Elíasson landsliðsþjálfari á eftir að stjórna landsliðinu í tveimur leikjum í Evrópukeppni landsliða, áður en Logi Ólafsson tekur við stjórninni. "Ég fæ tilvalið tækifæri til að fylgjast með undirbúningi landsliðsins fyrir leikina gegn Tyrkjum og Ungverjum," sagði Logi í gær. Kveðjuleikur Ásgeirs á Íslandi verður gegn Tyrklandi á Laugardalsvellinum 11. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 520 orð

Logi tekur við af Ásgeiri

LOGI Ólafsson, þjálfari Íslandsmeistara Skagamanna og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, mun taka við starfi sem þjálfari karlalandsliðsins. Hann tekur við í nóvember af Ásgeiri Elíassyni, sem sagði starfi sínu lausu á dögunum - eða eftir að Ásgeir hefur stjórnað landsliðinu gegn Ungverjum í Búdapest í Evrópukeppni landsliða. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 47 orð

Morgunblaðið/Kristinn Framlínumennirnir ógna

Morgunblaðið/Kristinn Framlínumennirnir ógnandiGUÐMUNDUR Benediktsson og Mihajlo Bibercic voru mjög ógnandi í framlínu KR-inga gegnEverton. Hér reynir David Unsworth að komast í boltann áður en Bibercic nær skoti. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 467 orð

Styrkurinn gæti numið 2,5 milljónum króna

Í GÆR var undirritað samkomulag milli íþróttahreyfingarinnar, Akureyrarbæjar og fyrirtækja á Akureyri um fjárhagsstuðning við júdókappann Vernharð Þorleifsson úr KA. Þetta er í annað sinn sem slíkur samningur er gerður en frjálsíþróttamaðurinn Jón Arnar Magnússon fékk hliðstæðan stuðning frá fyrirtækjum á Sauðárkróki og íþróttahreyfingunni. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 194 orð

Teitur hættur hjá Lilleström

Teitur Þórðarson ákvað í gær að hætta sem þjálfari hjá norska liðinu Lilleström, sem á undanförnum árum hefur verið eitt besta knattspyrnulið Noregs. Ákvörðun Teits vakti mikla athygli í Noregi í gær og m.a. var ákvörðun hans ein aðalfrétta norska sjónvarpsins í gærkvöldi. Teitur sagði í samtali við Morgunblaðið að tvær meginástæður væru fyrir þessari ákvörðun sinni. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 316 orð

Tímasetningin það skrýtnasta sem ég hef kynnst

"KSÍ telur sig vera að gera það sem þeir telja að sé best í góðri trú um að þeir séu að gera vel. Mér finnst þetta einkennilegt. Það hefur hins vegar ekkert með Loga að gera, ég óska honum innilega til hamingju með starfið. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 278 orð

TOTTENHAM

TOTTENHAM hefur áhuga að kaupa belgíska landsliðsmanninn Enzo Scifo frá Mónakó. Framkvæmdastjóri Lundaúnaliðsins, Gerry Francis, hefur ferðast til tíu landa síðan keppnistímabilið hófst og horft á 50 leiki á þessum ferðum sínum - í þeirri von að finna góðan leikmann sem hann geti keypt. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 295 orð

Tvímælalaust besti leikur okkar í sumar

Við spiluðum vel í leiknum og fengum fullt af marktækifærum og erum drullusvekktir að hafa tapað leiknum, það var hægt að ná betri úrslitum, sagði Heimir Guðjónsson, leikmaður KR, að leikslokum gærkvöldi. Meira
15. september 1995 | Íþróttir | 276 orð

Varnarleikur í molum

EINA sem ég er ánægður með er lokastaða leiksins, sigur. Ég er hins vegar mjög óánægður með leik minna manna að þessu sinni, en hinsvegar lék KR-liðið vel. Sóknarleikur okkar var ekki nógu skarpur og varnarleikur okkar var í molum lengst af og þeir fengu fullt af tækifærum. Meira

Fasteignablað

15. september 1995 | Fasteignablað | 31 orð

Afturhvarf í húsbyggingum

Í BLAÐINU Building Ideas er þess getið að í Bandaríkjunum beri á afturhvarfi til þeirrar byggingargerðar sem sést á þessum tveimur myndum. Sú neðri sýnir umgetið hús á byggingarstigi. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 262 orð

Aukin fjármunamyndun í íbúðarhúsum en minni í opinberum byggingum

FJÁRMUNAMYNDUN í byggingastarfsemi, þ.e. framleiðsla og fjárfesting, hefur á síðustu árum aukist í íbúðarhúsum en farið minnkandi í byggingum hins opinbera. Þannig hefur fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði numið 18,9 til 19,9 milljörðum árin 1992 til 1994 en verið á bilinu 8,7 til 9,2 milljarðar hjá hinum opinbera og farið minnkandi. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 358 orð

Aukin umsvif á fasteignamarkaði

TALSMENN helstu lánastofnana í Bretlandi spá því, að fasteignaverð muni hækka á næsta ári um allt að 5% og telja, að fasteignaviðskipti muni aukast um 10%. Búist er við, að 1,2 milljónir fasteigna skipti um eigendur á þessu ári. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 654 orð

Eru steinrör enn í fullu gildi? Lagnafréttir

SÚ var tíðin að allar frárennslislagnir undir botnplötu húsa voru úr steinrörum, en svo héldu plaströr innreið sína og í dag er það undantekning að steinrör séu notuð innan sökkla. Með tilkomu plaströra héldu margir að steinrör yrðu að láta í minni pokann, en er það svo? Nei, langt frá því, og til þess liggja margar ástæður. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 407 orð

Félagslegar íbúðir í framtíðinni

ÍTILEFNI af 40 ára afmæli húsnæðismálastjórnar og Húsnæðisstofnunar ríkisins 20. maí sl. efnir stjórn stofnunarinnar til hugmyndasamkeppni um grunnhönnun á félagslegum íbúðum í framtíðinni, samkvæmt keppnislýsingu og samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 88 orð

Fjallað umbrunavarnirsumarhúsa

KOMIÐ er út þriðja tölublað tímaritsins Sumarhúsið og er efni þess að miklu leyti helgað brunavörnum og öryggismálum. Greint er frá ýmsum öryggis- og brunavarnakerfum og reglugerðum þar að lútandi en blaðið er einkum ætlað eigendum sumarhúsa. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 467 orð

Gömul hús gerð upp í Stykkishólmi

ÞAÐ ER mikið gert að því að halda við gömlum húsum í Stykkishólmi og eykur það mikið á fegurð staðarins. Eitt af þeim húsum sem haldið hefir verið vel við og er nú eins og nýtt, er hús Herdísar Torfadóttur og Guðmundar Bjarnasonar sem lengi hefi stundað sjómennsku héðan. Það er 93 ára og lítur út fyrir að vera nýbyggt, svo vel hefir því verið haldið við um dagana. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 164 orð

Hagnaður Hiltons eykst um 56%

HILTON-hótelin juku tekjur sínar um 56% á öðrum ársfjórðungi, aðallega vegna góðrar aðsóknar að spilavítum keðjunnar. Vegna góðra afkomu fyrirtækisins hækkuðu hlutabréf í Hilton um 1,875 dollara í 72.,25 í kauphöllinni í New York. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 22 orð

Hillur í baðherbergi

Hillur í baðherbergi FLESTUM þykir gott að hafa hillupláss í herbergjum, og er baðherbergi ekki undanskilið. Hér má sjá hugmynd að einni slíkri. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 33 orð

Hógværir blómavasar

BLÓMAVASAR hafa mismunandi lag eins og aðrir hlutir í þessari veröld. Þeir sem hér eru á mynd hneigja sig hæversklega til hliðar, þetta setur skemmtilegan svip á blómaskreytinguna sem í þeim er. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 257 orð

Húseignir-nar aðTindum til sölu

AUGLÝSTAR hafa verið til sölu húseignirnar að Tindum á Kjalarnesi þar sem meðferðarheimili hefur verið til húsa en það eru Ríkiskaup sem annast sölu eignanna. Um er að ræða tvö hús, annað steinsteypt 228 fermetrar með risi og hitt járnvarið 202 fermetra timburhús á einni hæð. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 201 orð

Hús við Norðurbraut í Hafnarfirði

Til sölu er húseignin Norðurbraut 13 í Hafnarfirði hjá Eignamiðluninni. Að sögn Stefáns Hrafns Stefánssonar er hús þetta reist árið 1932. Þetta er járnklætt timburhús á tveimur hæðum og stendur á steinkjallara," sagði Stefán. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 46 orð

Leiðsögn í höggmyndagerð

ÞAÐ er víst ekki eins erfitt og halda mætti að búa til lágmynd úr steini. Hér er sýnd aðferð til þess, og loks hvernig fella megi steininn saman með þar til gerðum raufum og búa þannig til eins konar steinrönd ofan á lágmyndina. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 1345 orð

Lóðum undir 250íbúðir úthlut-að á næstunniÍ Fífuhvammslandi í Kópavogi er nú verið að auglýsa lóðir undir einar 250 íbúðir en

LOKIÐ er deiliskipulagi fyrir næsta áfanga í nýrri byggð í vesturhluta Fífuhvammslands í Kópavogi en samkvæmt aðalskipulagi fyrir Kópavog árin 1992 til 2012 er þar gert ráð fyrir alls um þrjú þúsund manna byggð. Höfundur deiliskipulagsins er Málfríður K. Kristiansen arkitekt hjá Bæjarskipulagi Kópavogs. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 891 orð

Múrhúðuð timburhús

Fyrir sextíu árum höfðu menn tekið upp þá aðferð að múrhúða timburhús að utan. Með þeirri aðferð væri hægt að gera gisin hús mun þéttari og hlýrri því að mörg gömlu timburhúsin voru óeinangruð og gátu verið köld á vetrum. Þá þótti ekki síður kostur að geta fengið húsunum það yfirbragð að þau litu út eins og steinsteypt hús. Þessi vinnuaðferð var kölluð að "forskala" húsin. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 32 orð

Ný gerð af félagslegum íbúðum?

EFNT hefur verið til hugmyndasamkeppni um hönnun á félagslegum íbúðum að frumkvæði stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Markmiðið er að leita nýrra lausna í ljósi breytts fjölskyldulífs og þjóðfélagsþróunar. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 173 orð

Nýtt deiliskipulag fyrir Lindir II

NÝTT deiliskipulag fyrir íbúðahverfi í vestanverðu Fífuhvammslandi í Kópavogi hefur verið samþykkt. Heitir það Lindir II og er nú verið að auglýsa lóðir fyrir alls um 250 íbúðir í því hverfi og gert ráð fyrir að þær verði byggingarhæfar í apríl. Höfundur skipulagsins er Málfríður K. Kristiansen arkitekt. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 263 orð

Sjö nýbyggð raðhús til sölu í Árbæjarhverfi

Til sölu eru sjö raðhús hjá Húsvangi við Selásbraut 42 til 54 í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Að sögn Geirs Þorsteinssonar hjá Húsvangi eru þessi hús frá 180 fermetrum upp í 212 fermetra að stærð, fyrir utan bílskúr, en hverju húsi fylgir 18,5 fermetra bílskúr. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 174 orð

Stálgrindahús til leigu

NÝ gerð stálgrindahúsa frá Electrolux er nú fáanleg hélendis hjá umboðsaðilanum, Arnarhúsum hf. og er hugmyndin að bjóða þau til leigu til lengri eða skemmri tíma. Húsin eru hönnuð með það fyrir augum að vera ódýr og fljótleg í uppsetningu og hefur reynslan sýnt að þriggja til fjögurra manna vinnuflokkur getur reist 300 til 500 fermetra á dag en húsin eru í stöðluðum einingum. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 42 orð

Steinrör í fullu gildi?

ENGIN ástæða er til að óttast notkun steinröra í lagnir þar sem þau eru orðin mun betri en fyrir 60 árum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Plaströrin hafa ekki útrýmt steinrörum og hvor gerð um sig hefur sína kosti. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 142 orð

Stórt hús á eftirsóttum stað

Til sölu er hjá fasteignasölunni Fold einbýlishúsið Bæjartún 2 í Kópavogi. Að sögn Viðars Böðvarssonar er þetta timburhús, 210 fermetrar að stærð og á að kosta 15,7 millj. kr. Hús þetta, sem er nýlega byggt, er á tveimur hæðum," sagði Viðar. Á efri hæðinni er stofa og hol, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Einnig eru þar þrjú svefnherbergi. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 39 orð

Vinnu- og svefnpláss

Vinnu- og svefnpláss ÞAR sem svo hagar til að hús eru byggð á pöllum má haga innréttingum eitthvað í þá veru sem hér er sýnt. Að ofan er vinnupláss þar sem birta er nýtt en niðri er svo útbúið svefnpláss. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 25 orð

Víkingahilla

Víkingahilla FYRIR afkomendur víkinga hlýtur þessi hilla að vera spennandi. Það væri ekki amalegt að geta geymt hljómflutningstækin sín í svo sögulegu samhengi við tilveru sína. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 243 orð

Vönduð íbúð fyrir einstaklinga

Til sölu er hjá Þingholti um 100 fermetra íbúð á Laufásvegi6. Þetta er draumaíbúð piparsveinsins eða hinnar sjálfstæðu konu", sagði Kristján Kristjánsson hjá Þingholti í samtali við blaðamann Fasteignablaðs Morgunblaðsins. Meira
15. september 1995 | Fasteignablað | 19 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

15. september 1995 | Úr verinu | 105 orð

Heinaste reynist vel

VERKSMIÐJUTOGARINN Heinaste sem Sjólaskip hf í Hafnarfirði festi kaup á síðastliðinn vetur hefur reynst vel, að sögn Guðmundar Þórðarsonar, útgerðarstjóra fyrirtækisins. "Það eru 2.700 tonn af frosnum afurðum komin á land, en togarinn landaði í síðustu viku um 630 tonnum af frosnum karfa og 300 tonnum af mjöli. Auk þess var nýlega umskipað í hafi um 550 tonnum. Meira
15. september 1995 | Úr verinu | 333 orð

Mikill samdráttur í loðnuafla milli síðustu fiskveiðiára

FISKAFLINN síðastliðið fiskveiðiár varð alls rúmlega 1,3 milljónir tonna, sem erum 300.000 tonnum minna en á fiskveiðiárinu þar á undan. Þenna mismun má nánast að öllu leyti rekja til minni loðnuafla á þessu ári en því síðasta. Þó er einnig um umtalsverðan samdrátt á þorskveiðum að ræða, enda kvóti minni nú. Alls veiddust nú rúmlega 163.000 tonn af þorski, en 196.000 tonn fiskveiðiárið á undan. Meira
15. september 1995 | Úr verinu | 486 orð

Togaraútgerð Ísafjarðar leitar skips í Færeyjum

TOGARAÚTGERÐ Ísafjarðar hf. stendur nú í viðræðum við eigendur færeyska rækjutogarans Högafoss um kaup á skipinu hingað til lands. Samningar eru langt komnir, rætt er um kaupverð upp á um 730 milljónir króna, en fjármögnun er ekki fyllilega frágengin enn. Togaraútgerðin gerir út rækjutogarann Skutul og verður hann úreltur á móti færeyska skipinu, verði af kaupunum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1266 orð

Af greiðvikni og gestrisniþegar vöðin reynast varasöm

ÞETTA átti að verða ljúf dagsferð upp á Hrafntinnusker þar sem ætlunin var að slást í för með jeppafólki á ferð með Útivist. Áður en ferðalagið var á enda höfðum við jú hitt jeppafólkið, en líka fest jeppann í miðri Gilsá, gengið holdvotar úr ánni 15 kílómetra leið til byggða, fengið hjálp við að draga jeppann úr ánni, Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 235 orð

Árni Valur Árnason 25 ár hljóð- og þrívíddarhönnuður

ÞÓTT Árni Valur Árnason líti inn á krár og kaffihús flest kvöld vikunnar finnst honum engin ástæða til að koma sér upp sérstökum sparifatnaði. Við slík tækifæri segist hann í mesta lagi raða fötunum sínum örlítið öðruvísi saman; fara í vesti, skipta um skyrtu eða þvíumlíkt. Hann kaupir sér yfirleitt flík í hverri viku og finnst gaman að gramsa í því sem flóamarkaðir hafa upp á bjóða. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1136 orð

Árstíðir í Prag

VOR Í PRAG hefur sérstaka merkingu í huga manna. Vorið í Prag var smáhlé á kúgun kommúnismans sem hélt innreið sína í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Vorið stóð stutt og lauk með innrás herja Rússa og annarra austantjaldsþjóða í ágúst 1968. En öll él birtir upp um síðir. Vinstra vetri í Tékkóslóvakíu lauk eins og í svo mörgum öðrum löndum fyrir um sex árum. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 211 orð

Berklar breiðast út

ÞRÁTT fyrir tilraunir til að fyrirbyggja berkla, heldur plágan áfram að breiðast út. Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir, að ef svo haldi fram sem horfi muni sjúkdómurinn, sem er mjög smitandi, valda 4 milljónum dauðsfalla á ári árið 2005. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 412 orð

Blómamynstur og kirsuberjaviður

BLÓM, litadýrð og léttleiki einkennir 20 ára afmælissýningu Epals hf., sem nú stendur yfir í boði verslunarinnar, danska sendiráðsins, Norræna hússins og Dansk íslenska félagsins. Þar gefur m.a. að líta ýmsar nýjungar í danskri húsgagnagerð og hönnun. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 617 orð

Borgarbarní stóðréttum

HRESSILEGUR karl kynnir sig sem Ágúst Sigurðsson og býður mæðgur úr höfuðborginni velkomnar í Austur-Húnavatnssýslu. Hann er betur þekktur sem Gústi á Geitaskarði og rekur ferðaþjónustu á bænum ásamt konu sinni, Ásgerði Pálsdóttur. Framundan eru stóðréttir í Skrapatungurétt, stærstu stóðréttir á landinu, enda hefur 800-1.000 hrossum verið smalað þar undanfarin haust. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 279 orð

Breytingar á Gatwickflugvelli

UNDANFARIN ár hafa staðið yfir verulegar endurbætur á Gatwick-flugvellinum skammt suður af Lundúnaborg. Markmiðið með breytingunum var að auka þægindi og þjónustu við farþega. Þeim framkvæmdum er nú að mestu lokið. Gatwick-flugvöllurinn er einn af fjölsóttustu flugvöllum heims og um hann ferðast rúmlega 21 milljón farþega á hverju ári. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 911 orð

Feðgar í Vatnaskógi svo þeir verði vaskir menn

GÍTARLEIKARAR fara um salina í Gamla skála í Vatnaskógi, feðgarnir vakna og sonurinn spyr: "Af hverju spila þeir svona fallegt lag þegar við vöknum?" Úti bíður fánastöngin. Sextíu feðgar streyma að henni og foringi hrópar: "Myndið tvíbreiða röð ­ beina!" Íslenski fáninn hafinn á loft undir háum söng og útréttum höndum: "Fáni vor sem friðarmerki/ fara skaltu' á undan nú. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 380 orð

Flugleiðir í samstarfvið Atlantic Airway

FLUGLEIÐIR hf. og færeyska flugfélagið Atlantic Airway undirrituðu í gær samstarfssamning sem markar tímamót í flugsamgöngum milli landanna tveggja. Að sögn forsvarsmanna flugfélaganna felur samningurinn meðal annars í sér breytingar á flugdögum, lægra verð og meiri áreiðanleika. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Fordómar og vanþekking leiða til vanrækslu tilfinningatengsla

HÚN er fjölskylduráðgjafi hjá Heilsugæslustöð Akureyrar og tekur á móti fólki sem þangað leitar með sinn tilfinningavanda. Nú er svo komið að hún annar engan veginn eftirspurn. Karólína Stefánsdóttir sem er félagsráðgjafi að mennt er fyrsti fjölskylduráðgjafinn hérlendis sem gegnir fullu starfi á heilsugæslustöð. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 226 orð

Gunnlaugur Ingibergsson 23 ára akstursverkstjóri

GUNNLAUGUR Ingibergsson reynir að fara einu sinni á ári til London til að gera fatainnkaup. Hann fer oft með móður sinni, sem er saumakona, og segist trúlega hafa erft fataáhugann frá henni. Til skamms tíma saumaði hún flest fötin hans og gerir einstaka sinnum enn. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 267 orð

Heimili að heiman

HEIMILISSKIPTI eru sérgrein fyrirtækis sem nýlega var stofnað á Egilsstöðum. Fyrirtækið er angi alþjóðlegs fyrirtækis, Homelink International, sem hefur aðalbækistöðvar í Belgíu. Að sögn Hrefnu Hjálmarsdóttur, eiganda Homelink International á Íslandi, felur hugmyndin um heimilisskipti í sér að fólk skipti við aðra meðlimi Homelink International, Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 386 orð

Hjólandi Hollendingur sá öfga og andstæður

ÞEIR voru margir fuglarnir sem litu við hér á landi í sumar til lengri eða skemmri dvalar. Einn þessara nfarfugla var hollenskur dýrafræðinemi, Frank Gorter að nafni, þrítugur að aldri. Gorter kom hingað til lands með ferjunni Norrönu í byrjun júlí og frá Seyðisfirði ferðaðist hann fram og aftur um landið á reiðhjólinu sínu, þriggja gíra kostagrip, eins og hann orðaði það sjálfur. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 308 orð

Hótel og höfðingjasetur

SELSDON Park-hótelið, sem fyrr á tímum var höfðingjasetur, er staðsett í fallegu sveitahéraði skammt sunnan við Lundúnaborg. Glæsileg húsakynni, aldagömlu húsgögnin í setustofunum, gljáfægðu viðarveggirnir, glerlistaverkin, stigarnir og gamaldags lyftur gefa hótelinu virðulegan blæ. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 241 orð

Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur 41 árs

JÓHANN Ingi Gunnarsson segir áhuga sinn á klæðnaði hafa aukist mikið í seinni tíð. Á árunum áður var hann aðallega í íþróttagöllum, enda handboltaþjálfari til margra ára. Helst kýs hann þægileg föt, bæði hvunndags og þegar hann puntar sig upp á. Hann er lítið fyrir bindi, slaufur og klúta, vill einföld en þó óvenjuleg föt. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 226 orð

Kristjana Geirsdóttir 39 ára veitingastjóri

KRISTJANA Geirsdóttir er nánast um hverja helgi á Kaffi Reykjavík. Þar er hún alltaf í vinnufötum, enda veitingastjóri staðarins. Þótt hún skemmti sér prýðilega í vinnunni finnst henni gaman að fara á aðra skemmtistaði þá sjaldan sem hún tekur sér frí. Þá fer hún út að borða, í Þjóðleikhúskjallarann eða kíkir inn á ýmsar krár og kaffihús, en segist þó oftast enda á Kaffi Reykjavík. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 221 orð

Líflegirlitir ílopapeysum

LOPAPEYSUR í bláum, bleikum, grænum o.fl. litatilbrigðum eiga auknum vinsældum að fagna meðal barna og unglinga eins og glöggt má sjá þar sem margir eru samankomnir. Fullorðnir eru einnig að verða djarfari en áður í litavali, þótt lopapeysur í sauðalitunum haldi velli og útlendingar kjósi þær fremur en hinar. Ístex hf. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 123 orð

Með SAS til Indlands

FLUGFÉLAGIÐ SAS hefur frá byrjun september bætt flugi milli Kaupmannahafnar og og höfuðborgar Indlands, Delhi, í áætlun sína. Farið verður frá Kaupmannahöfn klukkan 20 á sunnudags-, þriðjudags- og fimmtudagskvöldum og komið til Delhi klukkan átta morguninn eftir. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 57 orð

Skarfaveiðar á kajak

Morgunblaðið/Einar Ómarsson Skarfaveiðar á kajak ÞEIR eru væntanlega ekki margir Íslendingarnir sem fara að fornum sið Grænlendinga og nota kajak til fuglaveiða. Róbert Schmidt á Suðureyri við Súgandafjörð hefur þó notað kajak til skotveiða undanfarin 12 ár. Skarfaveiðitíminn hófst 1. september sl. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 249 orð

Táknrænar hjónabandsskeiðar, sveigjanlegar og brothættar

Í LISTIÐJUNNI Eik, sem er á bænum Miðhúsum við Egilsstaði, eru unnar vörur úr hráefni náttúrunnar, svo sem beini, hornum, klaufum, hófum og tré. Meðal muna eru brúðkaupsskeiðar, tálgaðar úr tré, og er hráefnið birki úr Hallormsstaðaskógi. Skeiðarnar eru tálgaðar úr heilum bol, sem er tæpur metri að lengd, og eru hvergi settar saman. Skeið er á sitt hvorum enda og keðja á milli. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 308 orð

Útiviststofnarjeppadeild

JEPPADEILD verður stofnuð hjá Útivist í kjölfar góðrar þátttöku í jeppaferð sem félagið stóð fyrir um síðustu helgi. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, fararstjóra hjá Útivist, bjuggust menn fyrirfram við þátttöku 15-20 jeppa. Raunin varð hins vegar sú að jepparnir urðu 42 og komust færri að en vildu. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 375 orð

VEL BÚIN Á VIT HELGARINNAR

SÚ TÍÐ er liðin að gallabuxur voru forboðnar á bæði kynin og herrarnir voru skyldaðir til að hafa hálstau til að vera gjaldgengir inn á skemmtistaðina. Svört jakkaföt og bindi, síðkjólar, pinnahælar og galagreiðslur eru ekki nauðsynlegur búnaður þegar haldið er út á lífið um helgar. Þar sem einhverjar reglur gilda um klæðaburð núna, lúta þær fyrst og fremst að snyrtimennsku. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 235 orð

(fyrirsögn vantar)

KLÆÐNAÐUR Vigdísar Gígju Ingimundardóttur ræðst af því hvar hún hyggst skemmta sér og hvernig tónlist er leikin. Þar sem danstónlist, svokölluð hipp-hopp eða reiftónlist er allsráðandi, finnst henni ekki við hæfi að punta sig mikið. Meira
15. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 235 orð

(fyrirsögn vantar)

HILDUR Erla Björgvinsdóttir er nýkomin heim frá Miami þar sem hún var "au-pair" í sex mánuði. "Þar á "baggy-tískan", sem er sportlegur fatnaður vel við vöxt; bolir, hnébuxur og derhúfur, miklum vinsældum að fagna meðal jafnaldra minna. Ég gæti vel hugsað mér að klæðast svona, en veðurfarið býður sjaldan upp á slíkt. Meira

Ýmis aukablöð

15. september 1995 | Blaðaukar | 151 orð

Blár var útilokaður

SIGURÐUR Sverrir Pálsson kvikmyndatökumaður Tára úr steini segir myndina vendipunkt á ferli sínum af sérstökum ástæðum. "Ég var og er enn mjög hrifinn af bláum lit og hef unnið með hann í flestum þeirra mynda sem ég hef kvikmyndað. Meira
15. september 1995 | Blaðaukar | 1397 orð

Frá handriti upp á tjald

KVIKMYNDAFRAMLEIÐENDUR eru afar sjaldan kvenkyns. "Þetta er ægilega harður karlaheimur," segir Hilmar Oddsson og prísar sig síðan sælan yfir því að hafa haft Jónu Finnsdóttur sem framleiðanda að kvikmynd sinni. Segir hana hreina og beina; besta gagnrýnanda sem hann getur hugsað sér. Meira
15. september 1995 | Blaðaukar | 896 orð

JÓNLEIFS

JÓN LEIFS fæddist 1. maí 1899 að Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu, sonur Þorleifs Jónssonar og Ragnheiðar Bjarnadóttur. Hann var að ýmsu leyti bráðger og hrifnæmur unglingur og sannfærðist snemma um að fyrir honum lægi að setja mark sitt á menningarsögu Íslands. Meira
15. september 1995 | Blaðaukar | 64 orð

Kvikmyndin Tár úr steini, sem byggð er á atvikum úr ævi tónskáldsins Jóns L

Kvikmyndin Tár úr steini, sem byggð er á atvikum úr ævi tónskáldsins Jóns Leifs, er frumsýnd í Stjörnubíói í kvöld. Morgunblaðið gefur út sérblað af þessu tilefni. Í blaðinu eru æviatriði Jóns lauslega rakin, rætt við Hilmar Oddsson leikstjóra myndarinnar, Jónu Finnsdóttur framleiðanda hennar, Hjálmar H. Meira
15. september 1995 | Blaðaukar | 2595 orð

Með heilagt erindi Með heilagt erindi Ný íslensk kvikmynd, Tár úr steini, verður frumsýnd í kvöld. Myndin fjallar um tónskáldið

ÞAÐ ER furðulegt hvað Íslendingar og Þjóðverjar eru ólíkir," segir kvikmyndaleikstjórinn Hilmar Oddsson, þegar við setjumst niður yfir kaffibolla, síðla kvölds, rétt fyrir frumsýningu á nýju kvikmyndinni hans, Tár úr steini. Meira
15. september 1995 | Blaðaukar | 1149 orð

Stríð og ævarandi ást

PERSÓNA Jóns Leifs er talsvert langt frá Þresti Leó sjálfum ef nærri má geta, en það er við hæfi því að Jón taldi líf mannsins vera samfellda baráttu og vildi að listin styrkti menn og efldi. Þrjóskur og stríðinn Meira
15. september 1995 | Blaðaukar | 769 orð

Tónlistin er sjálfstætt afl

Hjálmar H. Ragnarsson er tónlistarstjóri kvikmyndarinnar um Jón Leifs og hefur reyndar kynnt sér störf hans og tónlist manna best. Hjálmar er einnig höfundur handrits með þeim Hilmari Odssyni og Sveinbirni I. Baldvinssyni, en hann segir að ýmis atriði í myndinni séu sprottin af tónlistinni að mestu eða öllu leyti. Tónlistin skýrir persónurnar Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.