Greinar þriðjudaginn 20. maí 2008

Fréttir

20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð

14 ára piltur olli árekstri

FJÓRTÁN ára piltur var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að torfæruhjól sem hann ók og fólksbíll lentu í árekstri á Njarðvíkurbraut í Innri-Njarðvík síðdegis í gær. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Aldinn sundgarpur

HANN lætur sér fátt fyrir brjósti brenna Þingeyingurinn Sighvatur Jónasson sem stingur sér með stæl ofan í sundlaug Grafarvogs eldsnemma á hverjum morgni og syndir tvö hundruð metra. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 326 orð | 1 mynd

Annasamir dagar á Alþingi

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞAÐ eru annasamir dagar fram undan á Alþingi, en aðeins fimm þingfundardagar eru eftir af þinginu sem lýkur 29. maí. Um 80 stjórnarfrumvörp liggja fyrir þinginu sem eftir er að afgreiða og um 70 þingmannafrumvörp. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 210 orð

Ábendingar til Reykjavíkurborgar nálgast 2 þúsund

SEGJA má að sprenging hafi orðið í ábendingum Reykvíkinga til borgaryfirvalda á nýjum ábendingavef borgarinnar sem opnaður var í vetur í tengslum við átaksverkefnið 1,2 og Reykjavík. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ágætis gangur í viðræðum við ríkið

VIÐRÆÐUR BSRB og samninganefndar ríkisins héldu áfram í gærdag. Að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, var fundurinn góður þótt aðeins hefði hægst á viðræðunum frá fyrri fundum. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Álftarungar á Bakkatjörn

ÁLFTARUNGAR eru komnir á legg á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi en fyrir helgi var talið að engir ungar litu dagsins ljós þetta árið þar vegna ágangs sílamáva. Í liðinni viku var greint frá því í frétt mbl. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 320 orð

Álitið þrengir víða að byggingu jarðgufuvirkjana

Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÍKLEGA hefur aldrei fyrr verið reynt að koma eins vel til móts við athugasemdir og vegna byggingar Bitruvirkjunar, að mati Ástu Þorleifsdóttur, varaformanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Meira
20. maí 2008 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Bannað að reykja í Tyrklandi

AFP. Ankara. | Reykingabann í almennu rými tók gildi í Tyrklandi í gær. Þar í landi reykir rúmlega helmingur karlmanna og um 20 af hundraði kvenna. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

„Ég vil ekki eignast neitt, heldur upplifa fólk og lönd“

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Fáskrúðsfjörður | Maria Johana van Dijk býr á Fáskrúðsfirði og gengur undir nafninu Marjolyn. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 553 orð | 1 mynd

„Hef lagt megináherslu á að starfsmönnum líði vel í vinnunni“

Ríkisskattstjóri var valinn „Stofnun ársins“ í hópi stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri í vinnumarkaðskönnun SFR og hækkar sig um 45 sæti milli ára. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

„Meiri hagsmunum fórnað“

RÁÐHERRAR Samfylkingar eru ekki fylgjandi ákvörðun sjávarútvegsráðherra, sem kynnt var í gær, um að veita leyfi til veiða á 40 hrefnum. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 110 orð

Bifröst kynnir Framatorg

HÁSKÓLINN á Bifröst býður nú uppá nýja þjónustu við fyrirtæki sem eru í leit að starfsfólki og nemendur í leit að starfi. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 103 orð

Draumar saxófónleikara á þrykk

Seyðisfjörður | Í júní er væntanleg ný geislaplata frá Einari Braga Bragasyni, atvinnuhljóðfæraleikara og skólastjóra Tónlistarskóla Seyðisfjarðar. Mun hún bera nafnið Draumar og innihalda forvitnilega blöndu jass-, sígildrar og nýaldartónlistar. Meira
20. maí 2008 | Erlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Drepa fíla vegna offjölgunar

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is EFTIRSPURN eftir fílabeini hefur vaxið mikið eftir að verslun með „hvíta gullið“ var bönnuð á heimsvísu árið 1989. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Einbeiti sér að rétti neytenda

GALLAR eru á uppbyggingu yfirstjórnar neytendamála hér á landi, að mati höfunda skýrslu Lagastofnunar Háskóla Íslands um stöðu neytendamála á Íslandi. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Eineygt lamb á Tjörnesi

ÞESSU angans greyi var borið í gærmorgun á bænum Árholti á Tjörnesi þar sem Jón Gunnarsson er bóndi. Eins og sést var lambið aðeins með eitt auga. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Einróma kosning um að taka á móti flóttamönnum

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is BÆJARSTJÓRN Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi í gærkvöldi, með öllum 9 atkvæðum, að bærinn tæki á móti hópi palestínskra flóttamanna. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Fimm konur taka yfir rekstur Bása

Eftir Helgu Mattínu Björnsdóttur Grímsey | Gistiheimilið Básar á heimskautsbaug hefur tekið á móti fyrstu gestunum eftir gagngerar breytingar og lagfæringar. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Fimur á fæti á hjólhestinum

HANN var að sjálfsögðu með hjálm á höfðinu, litli drengurinn sem skaust fimlega yfir gangbraut á einni af umferðargötum borgarinnar í gær. Þessa dagana heilsar sumarið landsmönnum með blíðu veðri og þá er um að gera að njóta... Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 679 orð | 1 mynd

Fjarhitun og Vélfang bestu vinnustaðirnir

FYRIRTÆKIN Fjarhitun hf. og Vélfang ehf. voru valin bestu vinnustaðirnir á almenna vinnumarkaðinum og Skattrannsóknarstjóri og Ríkisskattstjóri eru Stofnanir ársins 2008 skv. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Fjórir nýir ABC-skólar í Pakistan

LANDSSAMBAND bakarameistara stóð fyrir hjálparsnúðasölu í byrjun mars með ágætum árangri en með upphæðinni sem safnaðist er hægt að sjá u.þ.b. 300 börnum í tveimur ABC-skólum fyrir skólamáltíðum fyrsta skólaárið. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Fjöldi keppti í hópfimleikum

VORMÓT FSÍ í barna- og unglingaflokki fór fram að Varmá í Mosfellsbæ dagana 16. og 18. maí. Mikill uppgangur er í hópfimleikum um allt land. Alls mættu 385 keppendur frá 13 félögum til leiks. Meira
20. maí 2008 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Fjöldi látinna kominn yfir 34.000

KÍNVERSK stjórnvöld greindu frá því í gær að þremur hefði verið bjargað lifandi úr rústum, viku eftir jarðskjálftana miklu í Sichuan-héraði. Einn þeirra lést skömmu eftir björgunina. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Framkvæmdir hafnar við íþróttahús í Fagralundi

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu íþróttahúss og félagsaðstöðu HK í Fagralundi í Fossvogsdal. Gunnar I. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 128 orð

Framsal til Póllands staðfest

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að 32 ára gamall pólskur karlmaður, sem grunaður er um aðild að morði og um fleiri glæpi í heimalandi sínu, skyldi framseldur til Póllands. Meira
20. maí 2008 | Erlendar fréttir | 835 orð | 2 myndir

Fullveldi ríkja ofar mannhelginni?

Alþjóðasamfélagið á fá svör við framferði einræðisstjórnarinnar í Búrma þar sem þúsundir mannslífa gætu tapast vegna þess að herforingjarnir óttast öll erlend afskipti. Kristján Jónsson kynnti sér ástandið í Búrma og viðbrögðin. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fundur um byggingariðnað

SAMTÖK iðnaðarins efna til morgunverðarfundar í dag, þriðjudag, um ástand og horfur í bygginga- og mannvirkjagreinum undir yfirskriftinni „Það er ljós í myrkrinu – leiðir til úrbóta í byggingargreinum“. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 174 orð

Fylgst með hraða bíla á Nesinu

BROT tveggja ökumanna voru mynduð á Suðurströnd á Seltjarnarnesi á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Suðurströnd í vesturátt, að Steinavör. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 95 orð

Gæsluvarðhald stytt

HÆSTIRÉTTUR stytti í gær gæsluvarðhald yfir rúmlega fimmtugum karlmanni sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot gegn börnum, þar með talin sínum eigin. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður úrskurðað manninn til að sæta varðhaldi til 13. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 201 orð

Hagsmuna eiganda ekki gætt

HÆSTIRÉTTUR ógilti í gær úrskurð Héraðsdóm Suðurlands um að hundur, sem talinn er hafa bitið barn, verði afhentur lögreglunni sem hugðist lóga hundinum. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Hlakkar til að takast á við starfið

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is UTANRÍKSRÁÐHERRA skipaði í gær Ellisif Tinnu Víðisdóttur forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Mun hún hefja störf 1. júní, þegar stofnunin tekur formlega til starfa. Meira
20. maí 2008 | Erlendar fréttir | 157 orð

Hlýnun ekki orsök fellibylja

AUKIN tíðni fellibylja á Atlantshafi er ekki vegna hlýnandi loftslags, að sögn þekkts veðurfræðings í Bandaríkjunum, Tom Knutson. Hækkandi hitastig mun þvert á móti fækka nokkuð fellibyljum. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Hverfafundir í Hafnarfirði

BÆJARSTJÓRINN í Hafnarfirði efnir í vikunni til hverfafunda í fimmta sinn. Á undanförnum árum hafa fjölmargir lagt leið sína á fundina og komið þar ábendingum á framfæri. Fundarefni hefur verið af ýmsum toga og íbúar rætt um málefni sem m.a. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 32 orð

Höfundurinn er Hreinn Friðfinnsson

Í FRÉTT á baksíðu Morgunblaðsins á laugardag misritaðist nafnið á höfundi gjörningsins Vortex sem sýndur var á Tilraunamaraþoni á Listahátíð í Reykjavík. Höfundurinn er Hreinn Friðfinnsson. Er velvirðingar beðist á þessum... Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Iðnskólanum í Reykjavík slitið í síðasta sinn

IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju föstudaginn 16. maí. Þetta var söguleg athöfn þar sem skólinn verður frá 1. júlí nk. sameinaður Fjöltækniskóla Íslands undir nafninu Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Í ósamræmi við stefnu NATO að slökkva á kerfinu

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ HEFÐI verið í ósamræmi við stefnu Atlantshafsbandalagsins (NATO) um loftvarnir á friðartímum ef slökkt hefði verið á ratsjárkerfinu sem Bandaríkjamenn héldu áður úti í Ratsjárstofnun. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 582 orð | 1 mynd

Lítil áhrif á getu sjóðanna til að standa við lífeyrisloforð

LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða áætla að raunávöxtun lífeyrissjóðanna í fyrra, það er ávöxtun lífeyrissjóðanna umfram verðbólgu, hafi numið um 0,5% að meðaltali og eru það mikil umskipti frá síðustu árum. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Markaðurinn hefur tekið vel við heilsutómötunum

Eftir Sigurð Sigmundsson Flúðir | „Við byrjuðum að rækta heilsutómata fyrir rúmu ári. Þeim hefur verið vel tekið, sala hefur verið góð og neytendur kunna að meta þessa vöru. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Mars-geimfar með íslenskan vindmæli

ÓMANNAÐ könnunarfar NASA, Mars Phoenix-geimfarið, á að lenda nærri norðurskauti Mars á sunnudag. Dr. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Meira selt af nautakjöti

UNDANFARNA 12 mánuði voru seld hér á landi 3.710 tonn af innlendu nautakjöti. Það er aukning um 10,6% frá sama tímabili árið á undan, að sögn Landssambands kúabænda. Framleiðslan hefur á sama tímabili aukist um nærri 12%. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 1608 orð | 6 myndir

Mun hafa neikvæð áhrif á útivist, ferðaþjónustu og landslag

Eftir Andra Karl andri@mbl.is BYGGING Bitruvirkjunar er ekki ásættanleg vegna verulegra, neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Myndasaga Sigmunds gagnrýnd

MYNDASAGA Sigmunds sem prentuð var í Morgunblaðinu á föstudag hefur verið birt á félagsfræðivefnum Contexts.org og sætir þar töluverðri gagnrýni. Myndasagan sem um ræðir sýnir Barack Obama bera eldivið að potti þar sem Hillary Clinton situr. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð

Mörg tilfelli lifrarbólgu

ÓVENJU margir greindust með lifrarbólgu B hér á landi á síðasta ári, þ.e. 48 manns. Um helmingur þeirra var innflytjendur og vitað var um átta sem höfðu sprautað sig með fíkniefnum. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Ný Vínbúð í Borgartúni

NÝ Vínbúð hefur verið opnuð í Borgartúni 26. Í versluninni sem er 450 fermetrar að stærð verður lögð sérstök áhersla á gæðavín og vínráðgjöf. Verslunin í Borgartúni er þrettánda Vínbúðin sem opnuð er á Reykjavíkursvæðinu. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Óttast að besta hrygningarsvæðið eyðileggist

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FORMAÐUR Veiðifélags Eyjafjarðarár óttast að eitt besta veiðisvæði árinnar, innst inni í firði, eyðileggist í kjölfar rasks sem orðið hefur vegna framkvæmda á jörðinni Tjörnum. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Reyndu við Íslandsmet fyrir yngstu iðkendurna

„ÞETTA er orðið vinsælt mót og mikil stemmning sem fylgir,“ segir Steindór Gunnarsson, sundþjálfari hjá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar. Um helgina var haldið Sparisjóðsmót ÍRB sem orðið er eitt fjölmennasta sundmót sem haldið er hér á... Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð

Síminn lokar búð á Egilsstöðum

Egilsstaðir | Síminn hefur ákveðið að loka verslun sinni á Egilsstöðum. Þrír einstaklingar missa vinnuna. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 142 orð

Skýrsla um foreldrajafnrétti komin út

ÍSLAND er eina landið á Norðurlöndum þar sem annað foreldrið getur einhliða ákveðið hvort barn skuli vera í sameiginlegri forsjá beggja foreldranna eða ekki. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Félag um foreldrajafnrétti hefur látið gera. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 139 orð | 2 myndir

Sluppu ótrúlega vel úr mjög hörðum árekstri

BETUR fór en á horfðist þegar mjög harður árekstur varð á mótum Glerárgötu og Gránufélagsgötu á Akureyri um kvöldmatarleytið í gærkvöldi – á horninu neðan við Sjallann. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Sóltún er með hæsta RAI-mat hjúkrunarrýma

UMÖNNUN vistmanna hjúkrunarheimilisins Sóltúns er að mestu í þyngstu umönnunarflokkum. Dreifingin á umönnunarflokkum hjá hjúkrunarheimilum almennt er mun jafnari, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Stafræn smiðja verður sett upp í Eyjum í sumar

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NÝSKÖPUNARMIÐSTÖÐ Íslands ætlar að setja upp stafræna smiðju, Fab Lab (Fabrication Laboratory), með tækjum og tólum í Vestmannaeyjum í sumar. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Starfið tekur til fleiri þátta

BÁRÐUR R. Jónsson var kjörinn formaður Breiðavíkursamtakanna á aðalfundi um helgina. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 548 orð | 1 mynd

Svissnesku veggspjöldin voru ádeila

Þegar borgarstarfsmenn fréttu af fjölda veggspjalda með áróðri sem beindist gegn útlendingum létu þeir rífa spjöldin niður í einum grænum. Þeir vissu ekki að þetta var innsetning. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð

Tjón unnið á bílum á Ísafirði

MIKIL skemmdaverk voru unnin á bílum verktakafyrirtækisins KNH verktaka seinnipart laugardags eða aðfaranótt sunnudags. Meira
20. maí 2008 | Erlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Tugir látnir eftir árásir glæpagengja á innflytjendur

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is ÞÚSUNDIR hafa flúið og 22 látist í árásum á innflytjendur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku frá því að átök brutust út í síðustu viku. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 203 orð

Útboð í byrjun næsta árs

EF vinna við umhverfismat og skipulagsvinna gengur vel ætti að vera hægt að bjóða út fyrsta áfanga beikkunar Suðurlandsvegar í byrjun næsta árs. Þetta segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Varplöndin eru viðkvæm

ÞAÐ er stranglega bannað að fara út í Gróttu á Seltjarnarnesi á varptímanum en vegfarendur fara ekki alltaf eftir leiðbeiningum og láta jafnvel borða yfir gangstíg ekki hindra sig í að komast áfram. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Verkefni í Vatnsfirði fær stærsta styrkinn

STJÓRN Fornleifasjóðs hefur lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyrir árið 2008. Fjárveitingar til sjóðsins í ár voru 25 milljónir króna. Í fréttatilkynningu kemur fram að alls hafi borist 38 umsóknir að þessu sinni að fjárhæð tæplega 74 milljónir króna. Meira
20. maí 2008 | Erlendar fréttir | 138 orð

Vilja vernda hjólapunga

BÆJARYFIRVÖLD í Árósum í Danmörku bera velferð íbúanna fyrir brjósti og þá ekki síst hjólandi karlmanna. Meira
20. maí 2008 | Innlendar fréttir | 73 orð

Vorhátíð frístundaheimila í Breiðholti

FRÍSTUNDAHEIMILIN í Breiðholti, Álfheimar, Bakkasel, Denni dæmalausi, Frissi fríski, Plútó, Æskufell og Perlan, halda hinn árlega stórspiladag í dag, þriðjudaginn 20. maí. Meira

Ritstjórnargreinar

20. maí 2008 | Leiðarar | 405 orð

Bönnum klasasprengjur

Klasasprengjur eru ógeðsleg verkfæri og valda fórnarlömbunum ómældum þjáningum. Klasasprengjur eru hylki sem í er aragrúi af smásprengjum. Hylkinu er ýmist skotið úr flugvélum eða fallbyssum. Meira
20. maí 2008 | Leiðarar | 422 orð

Frami og fjölskylda

Álag í nútímasamfélagi er mikið og það er freistandi að hugsa sér að í gamla daga hafi allt verið einfaldara. Margt skapar togstreitu og hver einstaklingur getur þurft að halda mörgum boltum á lofti í einu. Meira
20. maí 2008 | Staksteinar | 187 orð | 1 mynd

Heilbrigð skynsemi eða hvað?

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi formaður félagsmálaráðs Akraness, reið ekki feitum hesti frá „rökræðum“ í Silfri Egils á sunnudag, við þær Kristrúnu Heimisdóttur, aðstoðarmann utanríkisráðherra og... Meira

Menning

20. maí 2008 | Kvikmyndir | 354 orð | 1 mynd

Auðgleymt stríðsdrama

Leikstjóri: Richard Shepard. Aðalleikarar: Richard Gere, Terrence Howard, Jesse Eisenberg, James Brolin. 100 mín. Bandaríkin 2007. Meira
20. maí 2008 | Kvikmyndir | 106 orð | 1 mynd

Einföld tilraun

LITHÁÍSKI kvikmyndagerðarmaðurinn Jonas Mekas, sem hefur verið kallaður faðir bandarísku „avant-garde“- kvikmyndagerðarinnar, tók þátt í Tilraunamaraþoni Listahátíðar í Reykjavík um helgina og segir sína tilraun hafa verið einfalda. Meira
20. maí 2008 | Kvikmyndir | 177 orð | 1 mynd

Ekki að hopa hænufet

Leikstjóri: Jeff Wadlow. Aðalleikarar: Sean Faris, Amber Heard, Wyatt Smith, Djimon Hounsou. 110 mín. Bandaríkin 2008. Meira
20. maí 2008 | Fólk í fréttum | 197 orð | 2 myndir

Eru Hudson og Arm-strong kærustupar?

GRANNT er fylgst með ástarmálum bandarísku leikkonunnar Kate Hudson þessa dagana og nú er hún sögð í tygjum við hjólreiðakappann Lance Armstrong. Meira
20. maí 2008 | Kvikmyndir | 553 orð | 2 myndir

Geitaostur, álfar og tröll

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er búið að vera frábært. Við náðum að fara út úr bænum þar sem við gátum notið náttúrunnar, gengið um hana og þefað af henni. Meira
20. maí 2008 | Kvikmyndir | 258 orð | 2 myndir

Hjónabandsgrín lokkar landann í bíó

KVIKMYNDIRNAR í þremur efstu sætunum áttu svipuðum vinsældum að fagna um helgina og um tvö þúsund manns fóru að sjá hverja þeirra um sig. Meira
20. maí 2008 | Tónlist | 214 orð | 1 mynd

Hvað er á botninum?

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er sjónlistar- og tónlistarsýning með brúðum. Meira
20. maí 2008 | Bókmenntir | 309 orð | 1 mynd

Íslandsvinur í Cannes

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „Ef bókin mín fengist útgefin á Íslandi gæti ég sest sáttur í helgan stein. Þá væri öllum mínum markmiðum náð. Meira
20. maí 2008 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Íslenskar stuttmyndir slá í gegn í New York

* Ásgrímur Sverrisson skúbbar því á vefnum Land og synir að stuttmynd Benedikts Erlingssonar , Takk fyrir hjálpið , hafi hlotið fyrstu verðlaun á Be Film – The Underground Film Festival í New York í flokki frásagnarmynda, en sú hátíð ku sérhæfa... Meira
20. maí 2008 | Fólk í fréttum | 75 orð | 9 myndir

Kjólarnir í Cannes

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞÓ svo að kvikmyndir eigi að vera í kastljósinu hér í Cannes beinist þó athyglin frekar að rauða dreglinum nokkrum sinnum á dag þegar haldnar eru viðhafnarsýningar á bíómyndum. Meira
20. maí 2008 | Kvikmyndir | 233 orð | 1 mynd

Litla ungfrú Sólskin í Suðurhöfum

Leikstjóri: Mark Levin og Jennifer Flackett . Aðalleikarar: Abigail Breslin, Jodie Foster, Gerard Butler. 95 mín. Bandaríkin 2008. Meira
20. maí 2008 | Myndlist | 88 orð | 1 mynd

Ljóð og málverk í Súkkulaði og rósum

SÚKKULAÐI og rósir, litla búðin við hliðina á Regnboganum á Hverfisgötu 52 hefur þann sið að kynna listamenn mánaðarins. Nú í maí er myndlistarmaður mánaðarins Hulda Vilhjálmsdóttir sem sýnir þar málverk. Meira
20. maí 2008 | Fjölmiðlar | 163 orð | 1 mynd

Menningarlegt sjálfstæði

Orðið hefur gríðarlega áhugaverð breyting á Evróvisjón undanfarin ár. Keppnin birtir með forvitnilegum hætti breytingarnar sem hafa orðið á Evrópu. Meira
20. maí 2008 | Myndlist | 296 orð | 1 mynd

Nýr Van Gogh í Grikklandi

LISTFRÆÐINGAR, safnstjórar og uppboðshús bíða nú spennt eftir að úr því verði skorið hvort Vincent van Gogh sé höfundur málverks sem fannst í fórum uppgjafarhermanns úr seinni heimsstyrjöld í Aþenu í Grikklandi. Meira
20. maí 2008 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Óvæntar uppákomur

MÚGUR og margmenni var í Hafnarhúsinu á sunnudag til að fylgjast með Tilraunamaraþoni Listahátíðar. Þótt mikil ánægja ríkti vegna þeirra góðu gesta sem stigu á stokk af þessu tilefni voru ekki allir par ánægðir í salnum. Meira
20. maí 2008 | Kvikmyndir | 89 orð | 1 mynd

Persepolis og grýting kvenna

VERÐLAUNAMYNDIN Persepolis , eftir Vincent Parronaud og Marjane Satrapi, verður sýnd í Amnesty-bíói í kvöld kl. 20 í Hinu húsinu. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu Satrapis um uppvaxtarár ungrar stúlku á tímum íslömsku byltingarinnar í Íran. Meira
20. maí 2008 | Tónlist | 640 orð | 4 myndir

Plaststjörnur með stíliseraðan sjarma

Evróvisjónstemningin er nú að færast inn í lokafasann, í gærkvöldi var kynning á íslenska laginu í næturklúbbnum Magacin niður við á með tilheyrandi húllumhæi og daginn þar áður hafði Eurobandið flengst úr sjónvarpsviðtölum og hanastélsboðum í veislur... Meira
20. maí 2008 | Fólk í fréttum | 85 orð | 1 mynd

Rassskelling

* Leikmenn Landsbanka-deildarinnar í knattspyrnu gengu skömmustulegir út úr Smáralindinni á laugardag eftir að 12 ára strákur, Gunnlaugur Birgisson , rassskellti þá í keppni um boltafimi sem Gillette-snyrtivöruframleiðandinn stóð að í Smáralind. Meira
20. maí 2008 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Útskriftartónleikar Gunnars og Huldu

TVENNIR útskriftartónleikar nemenda við Listaháskóla Íslands verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag. Á fyrri tónleikunu, kl. 17, leikur Gunnar Guðjónsson verk eftir Scarlatti, Schubert, Chopin, Webern og Beethoven á píanó. Á þeim seinni, kl. Meira
20. maí 2008 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Vill ekki skíra eftir stjörnunum

ORÐRÓMUR er um að Brad Pitt og Angelina Jolie eigi í mestu vandræðum með að sættast á nöfn á börnin tvö sem Angelina ber undir belti. Meira
20. maí 2008 | Tónlist | 437 orð | 1 mynd

Það snýst um að lifa af

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er ótrúlega erfitt tilfinningalega séð. Meira
20. maí 2008 | Kvikmyndir | 380 orð | 3 myndir

Þrír sigurstranglegir apar

Þetta litla samfélag sem myndast hér á Cannes er svolítið skondið. Finnist fólki eftirsóknarvert að rekast á þekkta einstaklinga á förnum vegi eru trúlega fáir staðir betur til þess fallnir en Cannes í síðari hluta maímánaðar. Meira

Umræðan

20. maí 2008 | Aðsent efni | 386 orð | 1 mynd

Áhugavert og gefandi háskólanám

Ingibjörg Hafsteinsdóttir og Helga Björk Bjarnadóttir segja frá þroskaþjálfanámi: "Þroskaþjálfanámið er áhugavert nám og gefur mikla möguleika þegar út á vinnumarkaðinn er komið." Meira
20. maí 2008 | Blogg | 72 orð | 1 mynd

Björgvin Guðmundsson | 19. maí Unga fólkinu gengur vel að fá vinnu í...

Björgvin Guðmundsson | 19. maí Unga fólkinu gengur vel að fá vinnu í sumar Atvinnuhorfur ungs fólks eru góðar og ekki virðist erfiðara að útvega því sumarstörf nú en á sama tíma í fyrra. Meira
20. maí 2008 | Blogg | 70 orð | 1 mynd

Einar Sveinbjörnsson | 18. maí Ekki meiri koltvísýringur nú en verið...

Einar Sveinbjörnsson | 18. maí Ekki meiri koltvísýringur nú en verið hefur í 800.000 ár Með því að bora og taka ískjarna niður á um 3. Meira
20. maí 2008 | Aðsent efni | 555 orð | 1 mynd

Ekki gera ekki neitt

Sverrir Leósson skrifar um þjóðmál: "„...það eru stöðugar ágjafir, en Geir formaður stendur í brúnni með alla sína áhöfn og gerir ekki neitt,“ segir Sverrir Leósson." Meira
20. maí 2008 | Aðsent efni | 821 orð | 1 mynd

Fiskveiðikerfi á krossgötum

Árni Jón Sigurðsson skrifar um fiskveiðistjórnunarkerfið: "Það þarf enginn að hjálpa okkur að lifa á Ströndum, en það þyrfti endilega að hætta að banna okkur að lifa hérna." Meira
20. maí 2008 | Bréf til blaðsins | 285 orð

FramsóknarJón Sigurðsson og ESB

Frá Hirti J. Guðmundssyni: "MÁLFLUTNINGUR Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, í Evrópumálum hefur snúist í 180 gráður á tiltölulega skömmum tíma." Meira
20. maí 2008 | Aðsent efni | 807 orð | 1 mynd

Innflutningur eiturlyfja

Bergsveinn Guðmundsson skrifar um eiturlyf og seljendur þeirra: "Refsingar við þessari óhæfu ættu að hafa einhvern fælingarmátt en ekki vera eingöngu verðlaun sem felast í ókeypis fæði og húsnæði á kostnað skattgreiðenda." Meira
20. maí 2008 | Blogg | 67 orð | 1 mynd

Ólína Þorvarðardóttir | 19. maí Vel heppnað „útkall“ á...

Ólína Þorvarðardóttir | 19. maí Vel heppnað „útkall“ á Skálavíkurheiði Í gær tókum við útkallsæfingu á Skálavíkurheiði og Tungudal ofan Bolungavíkur. Meira
20. maí 2008 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

Skynsamleg og réttlát fiskveiðistjórn

Sigurjón Þórðarson skrifar um fiskveiðistjórnunarkerfið: "Nú berast þær fréttir á forsíðu Morgunblaðsins að bandarískir vísindamenn staðfesti að nýtingarstefnan á Íslandsmiðum sé kolröng." Meira
20. maí 2008 | Blogg | 350 orð | 1 mynd

Svanur Sigurbjörnsson | 19. maí Feginn að vera ekki feigur Ég var ásamt...

Svanur Sigurbjörnsson | 19. maí Feginn að vera ekki feigur Ég var ásamt kærustu minni í Jaipur um síðustu jól. Þetta er falleg borg og full af listum og lífsgleði. Borgarbúar elska kvikmyndir og mörg bíóhús í gamalklassískum stíl eru þar. Meira
20. maí 2008 | Velvakandi | 407 orð | 1 mynd

velvakandi

Vinstri skór týndur Nike-barnaskór af 3ja ára stelpu, gylltur og ljósbleikur, týndist annaðhvort á bílastæðinu við Húsdýragarðinn eða í Lækjargötu fyrir neðan Menntaskólnn í Reykjavík sunnudaginn 18. maí. Meira

Minningargreinar

20. maí 2008 | Minningargreinar | 177 orð | 1 mynd

Auður Eggertsdóttir

Auður Eggertsdóttir deildarstjóri fæddist í Hafnarfirði 16. janúar 1958. Hún andaðist á líknardeild Landspítala 3. maí síðastliðinn. Útför Auðar fór fram frá Seljakirkju 15. maí sl. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2008 | Minningargreinar | 2195 orð | 1 mynd

Ásgeir G. Benediktsson

Ásgeir G. Benediktsson fæddist í Bæjum á Snæfjallaströnd 2. nóvember 1931. Hann lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 9. maí sl. Foreldrar hans voru Fanney Gunnlaugsdóttir og Benedikt Helgi Ásgeirsson. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2008 | Minningargreinar | 1190 orð | 1 mynd

Gunnar Friðþjófsson

Gunnar Friðþjófsson var fæddur 16. ágúst 1955 í Hafnarfirði. Hann lést 5. maí 2008 á sjúkrahúsi í Jakarta, Indónesíu. Foreldrar Gunnars voru Elín Arnórsdóttir, f. 14.10. 1926, d. 28.7. 1973, og Friðþjófur Sigurðsson, f. 20.7. 1924. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2008 | Minningargreinar | 606 orð | 1 mynd

Kolbeinn Skagfjörð Sigurðsson

Kolbeinn Skagfjörð Sigurðsson fæddist á Saurbæ í Kolbeinsdal 9. júní 1940 en fluttist að Skriðulandi í Kolbeinsdal eins og hálfs árs. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. apríl 1983. Kolbeinn kvæntist 28. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2008 | Minningargreinar | 3108 orð | 1 mynd

Kristjana Bjarnadóttir

Kristjana Bjarnadóttir fæddist 3. september 1910 í Hraunsmúla, Staðarsveit, Snæf. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. maí sl. Foreldrar hennar voru Kristbjörg Guðrún Jónsdóttir, f. 4.12. 1877, frá Ytri-Görðum í Staðarsveit, Snæf., d. 25.12. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2008 | Minningargreinar | 692 orð | 1 mynd

Sandra Björk Sigmundsdóttir

Sandra Björk Sigmundsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1988. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 27. mars síðastliðinn. Útför Söndru fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
20. maí 2008 | Minningargreinar | 1672 orð | 1 mynd

Sigþór Guðmundsson

Sigþór Guðmundsson fæddist 17. júlí 1931 á Blönduósi. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut hinn 7. maí 2008. Foreldrar Sigþórs voru Guðmundur Frímann Agnarsson, f. 20. maí 1898, d. 11. maí 1969, og Sigurunn Þorfinnsdóttir, f. 16.10. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

20. maí 2008 | Sjávarútvegur | 387 orð

Kynbætur á þorski og seiðaeldi fá hæsta styrk

VERKEFNIÐ „Kynbætur á þorski og seiðaeldi“ fær langhæsta styrkinn sem AVS – rannsóknarsjóður í sjávarútvegi úthlutar í ár, 26 milljónir kr. Ákveðið var að styrkja 64 verkefni með samtals 320 milljónum kr. Meira

Viðskipti

20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Glitnir spáir stýrvaxtahækkun

GREINING Glitnis spáir því að bankastjórn Seðlabanka Íslands muni hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig næstkomandi fimmtudag og að stýrivextirnir verði þá 15,75%. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildarinnar. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Hækkun í Kauphöll

ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði um 1,6% í gær og er lokagildi hennar 4.941 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum Exista , en þau hækkuðu um 5,7%. Þá hækkuðu bréf Bakkavarar um 5,6%. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Kaupþing kærir

KAUPÞING hefur kært norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv (DN) til siðanefndar samtaka fjölmiðla í Noregi. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 94 orð | 1 mynd

Krónan hélt áfram að styrkjast í gær

KRÓNAN hélt áfram að styrkjast í gær, eftir mikla styrkingu hennar síðastliðinn föstudag í kjölfar tilkynningar um gjaldeyrisskiptasamninga Seðlabanka Íslands við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Krónan styrktist um 0,8% í gær. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 60 orð | 1 mynd

Magnús úr varastjórn Icelandic Group

MAGNÚS Þorsteinsson hefur dregið sig úr varastjórn Icelandic Group. Frá þessu er greint í tilkynningu frá félaginu. Magnús var stjórnarformaður Icelandic þar til á síðasta aðalfundi félagsins í síðasta mánuði. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 134 orð | 1 mynd

Microsoft nálgast Yahoo!

STJÓRNENDUR Microsoft greindu frá því síðastliðinn sunnudag að þeir hefðu haft samband við stjórn netfyrirtækisins Yahoo! með það fyrir augum að taka upp samstarf í sambandi við auglýsingar á Netinu. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 2 myndir

Rætt um samstarf BMW og Benz

ÞÝSKI bílaframleiðandinn BMW og Daimler, sem framleiðir Mercedes-Benz, hafa tekið upp viðræður um þróun, framleiðslu og kaup á bílahlutum. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Sanngjarnt tilboð í Skipti

MP Fjárfestingarbanki telur að yfirtökutilboð Exista í allt hlutafé Skipta hafi verið sanngjarnt. Þetta er niðurstaða „óháðs álits á yfirtökutilboði Exista hf. í Skipti hf. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 297 orð

Segir viðbrögð banka skynsamleg

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÍSLENSKIR bankar hafa unnið náið með íslenskum stjórnvöldum undanfarna mánuði við að reyna að sigla í gegnum þann ólgusjó sem verið hefur á fjármálamörkuðum. Meira
20. maí 2008 | Viðskiptafréttir | 50 orð

Spá afgangi á vöruskiptum á næstu árum

GREININGARDEILD Kaupþings segir að útlit sé fyrir að veigamesti hluti viðskiptahallans undanfarin ár, vöruskiptahallinn, snúist í lítilsháttar afgang á næstu árum. Þetta kemur fram í sérriti deildarinnar um viðskiptahalla. Meira

Daglegt líf

20. maí 2008 | Daglegt líf | 235 orð

Af bónhætti og Laugaskóla

Jóhanna Kristjánsdóttir á Kirkjubóli varð hundrað ára 7. maí síðastliðinn. Hún átti heima á Kirkjubóli alla ævi, en hefur síðustu árin dvalist á sjúkrahúsinu á Patreksfirði. Eins og bræður hennar, Guðmundur Ingi, Halldór og Ólafur Þ. Meira
20. maí 2008 | Daglegt líf | 358 orð | 2 myndir

Djúpivogur

Sveitarsjóður Djúpavogshrepps hefur verið að rétta töluvert úr kútnum eftir varnarbaráttu síðustu ára, þó eiga sveitarfélögin í landinu almennt nú undir högg að sækja m.a. Meira
20. maí 2008 | Daglegt líf | 289 orð | 4 myndir

Hlaupaforkar á Hlíðarenda

Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Sá hressandi siður er viðhafður árla hvers morguns á leikskólanum Hlíðarenda að börnin hlaupa hring um leikskólagarðinn eftir morgunmat. Meira
20. maí 2008 | Daglegt líf | 907 orð | 2 myndir

Spjalla um barneignir og bankamál

Á þriðjudagsmorgnum býður Landsbanki Íslands erlendum starfsmönnum sínum upp á kennslu í íslensku. Vala Ósk Bergsveinsdóttir kíkti í heimsókn, fylgdist með kennslunni og spjallaði við fólkið, smávegis á ensku en þó aðallega á íslensku. Meira
20. maí 2008 | Daglegt líf | 743 orð | 3 myndir

Tekur sveifluna alla daga

Hann lætur sig ekki muna um að stinga sér af brettinu í laugina og synda tvö hundruð metra daglega, þótt hann eigi aðeins fjögur ár í nírætt. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti Þingeying sem söng í óperum áður fyrr og þenur líka nikkuna. Meira

Fastir þættir

20. maí 2008 | Fastir þættir | 689 orð | 2 myndir

3000 stiga sigur Ivantsjúk

7.–18. maí 2008 Meira
20. maí 2008 | Árnað heilla | 43 orð | 1 mynd

50 ára afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. maí, er Ólafía Guðrún...

50 ára afmæli. Í dag, þriðjudaginn 20. maí, er Ólafía Guðrún Ragnarsdóttir , starfsmaður Handarinnar, fimmtug. Þeim sem vilja gleðja afmælisbarnið er bent á styrktarsjóð Handarinnar sem stofnsettur hefur verið við Landsbanka Íslands, reiknisnr. Meira
20. maí 2008 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

90 ára afmæli. Í gær, mánudaginn 19. maí, varð Unnur Runólfsdóttir til...

90 ára afmæli. Í gær, mánudaginn 19. maí, varð Unnur Runólfsdóttir til heimilis á Hjúkrunarheimilinu Eir, níræð. Unnur fagnaði tímamótum með nánustu... Meira
20. maí 2008 | Fastir þættir | 165 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Veikleiki. Norður &spade;DG53 &heart;75 ⋄986 &klubs;KD108 Vestur Austur &spade;1074 &spade;86 &heart;D9862 &heart;ÁK103 ⋄D72 ⋄K1054 &klubs;G2 &klubs;654 Suður &spade;ÁK92 &heart;G4 ⋄ÁG3 &klubs;Á973 Suður spilar 4&spade;. Meira
20. maí 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Demantsbrúðkaup | 17. maí síðastliðinn áttu Hildur Andrésdóttir og Viðar...

Demantsbrúðkaup | 17. maí síðastliðinn áttu Hildur Andrésdóttir og Viðar Björgvinsson Sunnubraut 7 í Vík í Mýrdal, fyrrverandi bændur í Suður-Hvammi í Mýrdal, sextíu ára... Meira
20. maí 2008 | Í dag | 20 orð

Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég...

Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jh. 15, 12. Meira
20. maí 2008 | Í dag | 132 orð | 1 mynd

Samið um Astrópíu

FYRIRTÆKIÐ Tropical Storm Entertainment hefur gert samning við Kvikmyndafélag Íslands um heimsrétt á dreifingu á kvikmyndinni Astrópíu . Kvikmyndafélag Íslands er með kynningarbás á kvikmyndahátíðinni í Cannes og munu samningar hafa náðst þar. Meira
20. maí 2008 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 4. Rbd2 0-0 5. a3 Be7 6. e4 d5 7. Bd3 c5 8. dxc5 dxe4 9. Rxe4 Rxe4 10. Bxe4 Dxd1 11. Kxd1 Bxc5 12. b4 Be7 13. Bb2 Rd7 14. Kc2 a5 15. Kb3 Rf6 16. Bxf6 Bxf6 17. Had1 axb4 18. axb4 Ha7 19. c5 g5 20. g4 h6 21. h4 gxh4 22. Meira
20. maí 2008 | Í dag | 142 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa nýverið fundið erfðavísi sem tengist ákveðnum sjúkdómi. Hvaða sjúkdómi? 2 Við hvað starfar Anna Stefánsdóttir. ný formaður Rauða kross Íslands? Meira
20. maí 2008 | Í dag | 381 orð | 1 mynd

Vinátta og trúnaður

Guðmundur Smári Veigarsson fæddist á Ísafirði 1987. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og síðar við Iðnskólann í Reykjavík en starfar nú sem aðstoðarmaður í eldhúsi á Kringlukránni. Meira
20. maí 2008 | Fastir þættir | 347 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji býr á Kjalarnesi. Hann var bíllaus einn daginn í síðustu viku og fór fyrir vikið að kynna sér strætisvagnaferðir enda þurfti hann að mæta á fund í austurbænum á hádegi. Kom þá í ljós að hann þurfti að taka strætó kl. Meira

Íþróttir

20. maí 2008 | Íþróttir | 727 orð | 1 mynd

Allt annað að sjá Fylki

FYLKISMENN tóku sig svo sannarlega saman í andlitinu þegar þeir fengu Íslandsmeistara Vals í heimsókn í Árbæinn í gærkvöld. Árbæingar sýndu litla gestrisni. Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 201 orð

Fólk sport@mbl.is

Gullmedalíum tveggja leikmanna bikarmeistara Portsmouth var stolið af hótelinu sem liðið dvaldi á í Windsor rétt fyrir utan London . Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 420 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Dóra Stefánsdóttir skoraði þrennu fyrir Malmö gegn Karlskrona í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrradag, ekki tvö mörk eins og sagt var í blaðinu í gær. Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 865 orð

Fylkir 2 Valur 0 Árbæjarvöllur, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin...

Fylkir 2 Valur 0 Árbæjarvöllur, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin, mánudagurinn 19. maí 2008. Mörk Fylkis : Halldór Hilmisson 31., Peter Gravesen (víti) 70. Markskot : Fylkir 10 (7) – Valur 6 (2). Horn : Fylkir 4 – Valur 2. Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 97 orð | 16 myndir

Fylkir Haukur Ingi Guðnason M Fjalar Þorgeirsson Valur Fannar Gíslason...

Fylkir Haukur Ingi Guðnason M Fjalar Þorgeirsson Valur Fannar Gíslason Kristján Valdimarsson Þórir Hannesson Ian Jeffs Peter Grevesen Halldór Hilmisson Valur Atli Sveinn Þórarinsson Pálmi Rafn Pálmason HK Ásgrímur Albertsson Finnur Ólafsson Aaron... Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 116 orð

Guðríður aðstoðar Stefán hjá Valskonum

GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik og verður nýráðnum þjálfara, Stefáni Arnarsyni, til trausts og halds. Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 922 orð | 1 mynd

Keflvíkingar afgreiddu HK á fjórum mínútum

KEFLVÍKINGAR halda sigurgöngu sinni áfram og í gær heimsóttu þeir HK í Kópavoginn. Heimamenn komust yfir og leikurinn var í járnum þar til tvöföld skipting Keflvíkinga gafst afskaplega vel því tvö mörk fylgdu í kjölfarið á fjögurra mínútna kafla. Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 160 orð

Náðum að stilla saman strengina

,,ÞAÐ var allt annað að sjá til liðsins og núna sýndum við hvað í okkar lið er spunnið,“ sagði Haukur Ingi Guðnason, framherji Fylkis, við Morgunblaðið eftir góðan sigur á Val í gær en Haukur átti virkilega góðan leik og áttu varnarmenn Vals í... Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 903 orð

Nýliðar Fjölnis eru á toppnum

„ÞETTA fór eins við lögðum upp með – að liggja þétt aftur og verjast vel en fyrirfram hefði ég þegið eitt stig,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari nýliða Fjölnis, sem tylltu sér á topp efstu deildarinnar með sigri, 1:0, á... Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 747 orð | 1 mynd

Ótrúlegar sviptingar í Laugardal í leik Þróttar og FH

ÞEIR verða ekki mikið dramatískari knattspyrnuleikirnir heldur en viðureign Þróttar og FH í 3. umferð Landsbankadeildar karla á Valbjarnarvellinum í gærkvöldi. Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 111 orð

Svíarnir sem mæta Íslandi í Póllandi

INGEMAR Linnéll, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, hefur valið 20 manna hóp fyrir fyrir forkeppni ÓL um næstu mánaðamót þegar þeir mæta Íslendingum, Pólverjum og Argentínumönnum í Wroclaw í Póllandi. Þar leika þjóðirnar um tvö sæti á ÓL í Peking. Meira
20. maí 2008 | Íþróttir | 172 orð

Þóra B. gefur kost á sér í landsliðið

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÞÓRA B. Helgadóttir, markvörður belgíska liðsins Anderlecht, er tilbúin að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu á nýjan leik. Meira

Ýmis aukablöð

20. maí 2008 | Blaðaukar | 254 orð | 1 mynd

Bestu Evróvisjónlögin

EVRÓVISJÓN var komið á koppinn 1955, þótt fyrsta keppnin hafi ekki verið haldin fyrr en 1956, og því var haldið upp á fimmtíu ára afmæli keppninnar fyrir þremur árum. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 143 orð

Douze Points

ÚT UM allan heim skemmta menn sér við að giska á hvernig þjóðunum á eftir að farnast á sviðinu í Belgrad. Í Lundúnum er til að mynda haldið árlegt Evróvisjón-partí undir nafninu Douze Points (tólf stig á frönsku). Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 238 orð | 1 mynd

Evróvisjónpólitík

ÞÓ EVRÓVISJÓN sé ekki pólitískt fyrirbæri við fyrstu sýn hefur þó sitthvað komið uppá í sögu keppnina. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 184 orð | 2 myndir

Fjölmenn sendinefnd

EVRÓVISJÓN, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða, er eitt stærsta verkefni hvers árs hjá Sjónvarpinu og var eiginlega meira að vöxtum núna en nokkru sinni fyrr og útsendingin á undankeppninni í Laugardagslögunum gríðarlega vinsælt sjónvarpsefni. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 1320 orð | 18 myndir

Forkeppnin 2008

EVRÓVISJÓN er nú með nokkuð öðru sniði en undanfarin ár. Nú er keppninni skipt í þrennt; fyrst eru tvenn undanúrslit sem fram fara 20. og 22. og svo verða úrslitin laugardaginn 24. maí. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 1206 orð | 1 mynd

Gæsahúðin kemur með háu nótunum

PÁLL ÓSKAR Hjálmtýsson er með þekktustu Evróvisjónvinum landsins, ekki síst eftir eftirminnilega frammistöðu hans í keppninni 1997. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 983 orð | 3 myndir

Herra Evróvisjón

Írski tónlistarmaðurinn Johnny Logan hefur sigrað í Evróvisjón-keppninni í þrígang, en þekktastur er hann fyrir lagið „Hold Me Now“ sem sigraði árið 1987. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 497 orð | 1 mynd

Hvert er hið fullkomna Evróvisjónlag?

Í kvöld hefst í Belgrad í Serbíu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem alla jafna kallast Evróvisjón. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 391 orð

Hættir, farnir

Austurríkismenn eru ein þeirra þjóða sem ber sig aumlega vegna „Austur-Evrópumafíunnar“ og hættu eftir síðustu niðurlægingu 2006. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 163 orð | 1 mynd

Íslenskar gengissveiflur

ÍSLANDI hefur gengið upp og ofan í Evróvisjón og reyndar aðallega ofan – síðustu ár hefur Íslendingum ekki tekist að komast í aðalkeppnina; sungu þar síðast 2004 þegar Birgitta söng okkur í níunda sæti, en síðustu þrjú ár höfum við keppt í... Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 404 orð

Kosið í síma

EINS OG getið er um annars staðar í þessu blaði er breytt skipan á Evróvisjón, enn og aftur. Þessar breytingar hafa reynst nauðsynlegar vegna síaukinna vinsælda keppninnar og ekkert lát á. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 794 orð | 1 mynd

Rauðhærði Evróvisjónriddarinn

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Eiríkur Hauksson fór, sá og sigraði kannski ekki í fyrra, er keppnin var haldin í Finnlandi. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 254 orð | 2 myndir

Rússar og Serbar rokka

NÚ KEPPAST menn við að spá um úrslitin í Evróvisjón, gera kannanir, lesa í kaffibolla og spá í spil. Þýska ríkisútvarpið gekkst fyrir viðamikilli könnun í samvinnu við aðrar þýskar og svissneskar sjónvarpsstöðvar og vefsetur sem helguð eru Evróvisjón. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 204 orð

Röð keppenda

AÐ ÞESSU sinni er keppninni skipt í þrennt; fyrst eru tvenn undanúrslit sem fram fara 20. og 22. maí og svo verða úrslitin laugardaginn 24. maí. Íslensku keppendurnir eru fyrstir á svið 22. maí. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 2731 orð | 5 myndir

Selma og gráu frakkarnir

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Það er eitt að vera með smellið og grípandi lag, en allt annað að koma því sómasamlega til skila. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 39 orð

Sigurlöndin í gegnum árin

ÍRAR eru methafar í Evróvisjón-sigrum, eiga sjö sigra að baki, en næstir þeim koma Lúxemborgarar, Frakkar og Bretar með fimm sigra hver þjóð. Norðmenn hafa oftast lent á botninum, tíu sinnum samtals, þeir hafa líka oftast fengið engin... Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 471 orð

Sífelld fjölgun

SÍFELLT fjölgar þeim löndum sem taka þátt í Evróvisjón; voru sjö í fyrstu keppninni, en eru fjörutíu og þrjú í dag og þykir mörgum nóg um. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 1654 orð | 5 myndir

Sögukaflar af Evróvisjón

Hugmyndin að Evróvisjón, söngvakeppni Evrópuþjóða sem sjónvarpað yrði um alla álfuna, kviknaði í EBU, Sjónvarpssambandi evrópskra sjónvarpsstöðva 1955. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 174 orð | 2 myndir

Tipi-tii, Tom tom tom og Diggi-loo diggi-ley

MENN deila iðulega hart um lögin í Evróvisjón og sýnist sitt hverjum; sumir telja tónlista hreinasta afbragð en aðrir hörmung eins og gengur. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 927 orð | 3 myndir

Tómar tunnur

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Margvíslegum aðferðum hefur verið beitt í gegnum tíðina við að pikka út boðlegt lag til að senda út til Evróvisjón. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 461 orð | 5 myndir

Úrslitin 2008

ÞJÓÐIRNAR fjórar sem greiða mest til EBU, Bretar, Þjóðverjar, Frakkar og Spánverjar, eru jafnan öruggar með sæti í úrslitum og að þessu sinni slást Serbar í för með þeim, sigurvegararnir í Evróvisjón 2007. Meira
20. maí 2008 | Blaðaukar | 905 orð | 3 myndir

Þjóðsagan um „austurblokkina“

Eiríkur Hauksson, fulltrúi Íslendinga í Evróvisjón 2007, var ómyrkur í máli eftir að í ljós kom að Ísland komst ekki í aðalkeppnina 2007: „Við eigum ekki séns í svona mafíu,“ sagði hann og átti þá við „Austur-Evrópumafíu“:... Meira

Annað

20. maí 2008 | 24 stundir | 365 orð

100 milljónir í bætur

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Valsmenn hf. fengu í síðustu viku greiddar 100 milljónir króna í tafabætur frá Reykjavíkurborg þar sem borgin hefur enn ekki gefið út lóðaleigusamninga fyrir landið. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 177 orð | 1 mynd

50 félög skráð til heimilis hjá Baugi

Alls eru 50 félög skráð til heimilis á Túngötu 6, þar sem höfuðstöðvar Baugs Group eru til húsa. Af þessum 50 félögum voru 23 stofnuð á árinu 2007 samkvæmt upplýsingum úr fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

87% munur á blautþurrkum

Kannað var verð á Pampers Sensitive blautþurrkum, 63 stykkjum í pakka. Verðmunur er þó nokkur og lægst er það í Nettó og Kaskó eða 309 krónur en hæst í 10-11 og munar tæpum 90%. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæmandi. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 14 orð

Afmæli í dag

Honore de Balzac rithöfundur, 1799 John Stuart Mill heimspekingur, 1806 Moshe Dayan hershöfðingi, 1915 Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 338 orð | 4 myndir

Aldrei jafn mikið að gera í sólpallasmíði

Sólpallasmíði er nú komin á fullt um allt land en ef vel viðrar er í raun hægt að smíða pall hvenær ársins sem er. Furan er langvinsælasta byggingarefnið þó að einn og einn velji sér harðvið, t.d. Síberíulerki eða mahóní. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 267 orð | 1 mynd

Arkitektar til Mjanmar

Góðgerðarsamtökin Architecture for Humanity hafa sent frá sér ákall um liðsinni vegna náttúruhamfaranna í Mjanmar. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 44 orð | 1 mynd

Auðvelt

Pittsburg Penguins eru komnir í úrslitaleikinn í NHL deildinni eftir að hafa kaffært Philadelphia Flyers auðveldlega í fjórum leikjum gegn einum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Aukin ábyrgð

Miklar breytingar urðu á lögum Handknattleikssambandsins á nýliðnu ársþingi þar sem mestum tíðindum sætti mótframboð til embættis formanns sambandsins. Var Guðmundur Ingvarsson þó endurkjörinn til eins árs. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 84 orð | 1 mynd

Áfram Pólland „Það munu allir fylgjast með en ég hef ekki heyrt...

Áfram Pólland „Það munu allir fylgjast með en ég hef ekki heyrt pólska lagið ennþá,“ segir Grazyna María Okuniewska , hjúkrunarfræðingur og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, aðspurð um hvort að Pólverjar á Íslandi muni koma saman og styðja... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 498 orð | 1 mynd

Áfram veitt lán til almennings

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Ég mun áfram standa vörð um Íbúðalánasjóð og sjóðurinn verður áfram eitt heildstætt lánakerfi fyrir alla landsmenn,“ segir Jóhanna um fyrirhugaðar breytingar á Íbúðalánasjóði. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Ánægð á Íslandi

Þrír ánægðir skiptinemar eru nú á heimleið eftir ánægjulegan tíma á Íslandi. Þeir hafa lært málið og eru ákveðnir í að koma hingað aftur. Tveir eru frá Bandaríkjunum og einn frá... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 200 orð | 1 mynd

Áróður reyndist vera list

Undanfarna daga hafa umdeildar auglýsingar Svissneska þjóðarflokksins, í íslenskri þýðingu, verið settar upp víðs vegar um landið. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Ásdís Rán segir á bloggi sínu að ferðalag sitt til L.A. og Las Vegas...

Ásdís Rán segir á bloggi sínu að ferðalag sitt til L.A. og Las Vegas hafi verið hið rólegasta þrátt fyrir að myndir er hún tók á ferðalaginu gefi vísbendingar um annað. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Baðvörður hótaði að mynda börnin

Karlmaður sem starfar sem baðvörður í Kópavogsskóla hefur verið áminntur fyrir að hafa hótað ungum drengjum að mynda þá í búningsklefa íþróttahúss skólans í... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 377 orð | 1 mynd

Baðvörðurinn hótaði börnum

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Karlmaður sem starfar hjá íþrótta- og tómstundaráði Kópavogsbæjar sem baðvörður í Kópavogsskóla hefur verið áminntur fyrir að hafa hótað ungum drengjum að mynda þá í búningsklefa íþróttahúss skólans í... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Ballið byrjar

Í kvöld fer fram fyrri undanriðill í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en keppnin fer fram í Belgrad. Í kvöld munu 19 þjóðir stíga á stokk en þar á meðal eru framlög þjóða á borð við Noreg, Finnland og Pólland. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 55 orð

„Fór ég fyrsta hringinn áðan í Oddi. Þetta á að verða sumarið sem...

„Fór ég fyrsta hringinn áðan í Oddi. Þetta á að verða sumarið sem ég massa golfið, ekki þetta djöfuls dútl sem ég er búin að vera í síðustu sumur. Í fyrra td gat ég ekki spilað neitt því ég var alltaf í útlöndum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 46 orð

„Hvað er málið með allar þessar hálfvitalegu auglýsingar...

„Hvað er málið með allar þessar hálfvitalegu auglýsingar? Húsasmiðjuauglýsingaherferðin er samt fáránlegust; fólk með stórt nef og undarlega hárgreiðslu. Hvernig þetta á að hvetja mig til að fara í Húsasmiðjuna er mér hulin ráðgáta. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 46 orð

„Unglingastarf þeirra hefur svo sannarlega skilað þeim þessari...

„Unglingastarf þeirra hefur svo sannarlega skilað þeim þessari dollu. Alltaf gaman þegar lið eins og Portsmouth nær árangri í íþróttum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 207 orð | 1 mynd

„Þetta er skrítið mál“

„Það hafa ekki tekist sættir meðal dómsaðila svo það var óskað eftir dómskvaðningu matsmanns eða matsmanna til þess að meta verðmæti trjánna sem fóru forgörðum,“ segir Kristinn Bjarnason hæstaréttarlögmaður. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Boltinn rúllar

Í kvöld verður blásið til leiks í Frostaskjóli en þar taka heimamenn í KR á móti hinu fagurgræna liði Breiðabliks. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Brúðhjón eiga von á barni

Söngkonan Ashlee Simpson, sem er kannski þekktust fyrir að vera yngri systir Jessicu Simpson, gekk í hnapphelduna um daginn, en sá heppni er bassaleikarinn Pete Wentz úr hljómsveitinni Fall Out Boy. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 97 orð | 1 mynd

Byrjunin lofar góðu

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 134 orð | 1 mynd

Bætur Breiðavíkurdrengja

Breiðavíkursamtökin eru nú opin öllu áhugafólki um barnaverndarmál, en þau hafa tekið sér hlutverk sem málsvari fólks sem hið opinbera hefur vistað á heimilum og stofnunum á öllum tímum. Bárður R. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Dala-Rafn gegn olíufélögunum

„Aðalkrafan hljóðar upp á um 8,3 milljónir króna,“ segir Hlynur Halldórsson, lögmaður útgerðarfélagsins Dala-Rafns. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 19 orð | 1 mynd

Dálítil væta

Austan- og suðaustan 8-13 m/s og víða dálítil væta, en bjart með köflum NA-lands. Hiti 8 til 13... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 211 orð | 2 myndir

Einlægar ljósmyndir eftir börn

Í forsal Borgarleikhússins má sjá um 60 ljósmyndir eftir leikskólabörn í öllum sveitar- og bæjarfélögum á landinu. Börnin fengu einnota myndavélar og frjálsar hendur um myndefnið. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Ekki lokið „Það er mikill gleðidagur í dag,“ segir Lára...

Ekki lokið „Það er mikill gleðidagur í dag,“ segir Lára Hanna Einarsdóttir. Hún hefur verið í fararbroddi þeirra sem andmælt hafa fyrirhugaðri Bitruvirkjun en Skipulagsstofnun lagðist gegn virkjuninni í gær. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 167 orð | 1 mynd

Ekki rétt að blanda málunum saman

Björn Ingi Hrafnsson, sem var formaður borgarráðs þegar Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) var gefið vilyrði fyrir Tryggvagötu 13, segir eðilegt að borgin hlúi að stórum landsamtökum á borð við UMFÍ. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 250 orð | 1 mynd

Enn höggvið í sama knérunn

Lögmannafélag Íslands tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýlega reglugerð dómsmálaráðherra um skilyrði gjafsóknar og telur allt of langt gengið í þá átt að skerða aðgengi almennings að dómstólum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 18 orð

Eric Prydz var of þreyttur

Eigandi Flex Music er miður sín eftir að Eric Prydz afboðaði komu sína til landsins á síðustu... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 10 orð

Eurobandið með VIP-partí í gær

Flottasti næturklúbbur Belgrad var sérpantaður fyrir Íslendingapartí Eurobandsins í... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 75 orð | 3 myndir

Fagnar fyrsta afmælinu

Margar miðbæjarrottur kannast eflaust við ljósmyndagalleríið Fótógrafí á Skólavörðustígnum en það fagnaði eins árs afmæli um nýliðna helgi. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 135 orð

Félög sem skráð eru á Túngötu 6

3650 ehf., A-Holding ehf., Al-Coda ehf., Arctic Holding ehf., Arctic Investment ehf., Arena Holding ehf., Arpeggio ehf., Á bleiku skýi ehf., Baugur Group hf., BG Aviation ehf., BG bondholders ehf., BG Equity 1 ehf., BG Holding ehf., BG Newco 2 ehf. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Fjallakofi í grænni laut

Þegar talað er um fjallakofa dettur flestum í hug eitthvað á borð við söguna af Heiðu og félögum eða langar stundir við arineld eftir langan skíðadag. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Fjölbreytni í fyrirrúmi

Nýtt hefti Tímarits Máls og menningar er komið út. Meðal efnis eru fjórtán hækur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur, ortar til heiðurs Helga Hálfdanarsyni. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 223 orð | 1 mynd

Fleiri á geðdeild í góðærinu

Heimsóknum á bráðamóttökugeðdeild Landspítalans fjölgaði um ríflega sjö prósent á árinu 2007 miðað við árið 2006, úr 8570 í rúmar 9190. Er þetta talsvert meiri aukning en var á mannfjölda þjóðarinnar, en hann jókst um 1,8% á sama tíma. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 300 orð | 1 mynd

Flestir sáttir við Indiana Jones

Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull var frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíðinni um helgina. Dómar um kvikmyndina eru því farnir að streyma inn. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 325 orð | 1 mynd

Flýja ofbeldi

Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Hjálparsamtök í Suður-Afríku segja að sex þúsund manns hið minnsta hafi flúið landið vegna árása ofbeldismanna síðustu daga. Árásirnar hafa kostað að minnsta kosti 22 útlendinga lífið og fleiri tugir hafa særst. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 509 orð | 1 mynd

Framandi fas og fés

Hannes Sigurðsson segir spennu, hörku og ljúfsára firringu einkenna sýninguna Augliti til auglitis við Kína í Listasafninu á Akureyri. Kynlífsfræðinginn Dr. Ruth, var meðal gesta við opnun, og heillaðist af sýningunni. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 710 orð | 1 mynd

Gardínur – banatilræði við mannlíf

Á Lækjartorgi er heldur eyðilegt um að litast um þessar mundir. Á miðju torginu eru þrjú tóm leirker með mold og leifum af visnuðum gróðri og bekkur sem er oftast mannlaus. Svo virðist sem torgið bíði betri tíma. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 134 orð | 1 mynd

Goðsögn fæðist

Á þessum degi fyrir hundrað árum fæddist James Stewart. Hann var lærður arkitekt þegar hann sneri sér að sviðsleik og síðar kvikmyndaleik og varð einn ástsælasti leikari heims. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 99 orð | 1 mynd

Grasflötin slegin fegurðarljóma

Grasflötin verður fallegri ef hún er slegin reglulega auk þess sem slátturinn sjálfur verður auðveldari. Með heppni er jafnvel hægt að komast undan því að raka grasið að loknum slætti. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Grunur um skattsvik

Ítalska tískuvörufyrirtækið Dolce & Gabbana sætir nú rannsókn skattayfirvalda í Mílanó vegna gruns um skattsvik upp á 260 milljónir evra. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Grænar tunnur fyrir góðborgara

Íbúum í sérbýli býðst að fá grænar öskutunnur í stað þeirra hefðbundnu. Í grænu tunnurnar fer lífrænn úrgangur til endurvinnslu. Sorphirðugjöld fyrir grænar tunnur eru helmingi lægri en fyrir hefðbundnar tunnur eða 8.150 á móti 16.300 krónum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 163 orð | 1 mynd

Gunnhildur Arna ritstýrir

Ólafur Þ. Stephensen hefur sleppt ritstjórnartaumunum af 24 stundum og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir tekið við þeim. „Ég er stoltastur af að hafa komið lestri blaðsins úr 36% í yfir 50%. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 100 orð | 1 mynd

Gæsluvarðhald stytt um mánuð

Hæstiréttur stytti í gær gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart fjölda barna. Maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald til 13. ágúst í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 225 orð | 1 mynd

Hannað með hjartanu

Ein af hverjum sjö manneskjum heimsins býr í flóttamannabúðum eða húsnæði sem telst ekki mannhelt og meira en þrír milljarðar hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða heilsugæslu. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 135 orð | 1 mynd

Hella verður fyrsta hindrunin

„Ég er viss um að mótin verða mun meira spennandi en áður því miklu fleiri kylfingar geta haldið dampi í 36 holur en 54,“ segir Haraldur Heimisson, stigameistari Kaupþingsmótaraðarinnar 2007 en hún hefst að nýju í ár eftir viku á Hellu. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 579 orð | 1 mynd

Hjálpum þeim

Íslendingar hafa skyldum að gegna gagnvart alþjóðasamfélaginu og móttaka flóttamanna er ein af þeim skyldum. Félagsmálaráðuneytið semur við sveitarfélög um móttöku á ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Hjólreiðamaður í steininn

Rússneskur dómstóll hefur dæmt karlmann í tíu daga fangelsi fyrir að hafa nýlega vakið athygli á bágum aðstæðum fyrir hjólafólk í St. Pétursborg með því að hjóla nakinn um götur borgarinnar. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 859 orð | 2 myndir

Hljóð sem segja sex

Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýtingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmilegt er og venjulegt í sambærilegum húsum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 93 orð | 1 mynd

Horft ofan í Miklagljúfur

Fyrsta janúar á næsta ári er áætlað að þessi glæsti útsýnispallur í Miklagljúfri verði opnaður almenningi. Eins og sjá má skagar pallurinn fram í mitt gljúfrið og gestir horfa niður um 1200 metra ofan í Colorado-ána. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 252 orð | 1 mynd

Hringrás lífsins

Ég leigi hjá ungu pari sem eignaðist nýlega sitt fyrsta barn. Það eru forréttindi að fá að fylgjast með hringrás lífsins áður en ég fjölga mér sjálfur. Barnið hefur opnað augu mín fyrir því að ég sem faðir er í besta falli fjarstæðukennd hugmynd. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Hænur í bakgarðinn?

Fyrir þá sem eru umhverfisvænir, eiga bakgarð og góða granna er ef til vill langsótt en skemmtileg hugmynd að fá sér nokkrar hænur í bakgarðinn. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 367 orð

Í áskrift hjá almenningi

Íslandshreyfingin skuldar um sautján milljónir króna. Kostnaður flokksins vegna síðustu alþingiskosninga var rúmar þrjátíu milljónir. Flokkurinn náði að safna tæpum sjö milljónum í styrki í kosningabaráttunni, eftirstöðvarnar fóru í reikning. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Í pössun til ömmu og afa

Verkfall leikskólakennara í fimmtán sveitarfélögum í Danmörku hófst í gær. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 300 orð | 1 mynd

Íslensk viðmið nauðsynleg

Á vefnum natturan.is er áætlað að koma upp gagnagrunni um vistvæn hús og hvernig skuli staðið að byggingu þeirra. Þegar eru til viðmið um slíkt í nágrannalöndum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 260 orð | 2 myndir

Kaldhæðni, klof og kannabisreykingar

Kvikmyndir traustis@24stundir.is Í Harold & Kumar Escape from Guantanamo Bay segir af vinunum hörundsdökku, Harold og Kumar, sem eru handteknir fyrir misskilning á leið sinni til Amsterdam og sendir til Guantanamo Bay, þaðan sem þeim tekst að flýja. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Kaloríur á matseðlana

Borgaryfirvöld í New York og skyndibitakeðjur eins og McDonald's, Starbucks og TGI Fridays stríða nú um hvort greina eigi frá kaloríufjölda á matseðlum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 92 orð | 1 mynd

Kaupþing kærir norskt blað

Kaupþing hefur kært norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv til siðanefndar fjölmiðla í Noregi. Ástæðan er að blaðið birti fyrirsögn á forsíðu sinni 10. maí um að viðskiptavinir væru að flýja Kaupþing. Nánari umfjöllun af sama tagi var inni í blaðinu. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 277 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

A ð undanförnu hefur Kópavogsbær birt heilsíðuauglýsingu með fyrirsögninni „Verktakar ánægðir með Kópavog“ í blöðum. – Gott að búa í Kópavogi, eins og Gunnar Birgisson bæjarstjóri hefur oft bent á. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 490 orð | 2 myndir

Komum pottþétt aftur til Íslands

Euan, Taylor og Helene hafa dvalið hér á landi sem skiptinemar síðasta árið en þau koma frá Bandaríkjunum og Belgíu. Bandarísku strákarnir tveir tala nær óaðfinnanlega íslensku og Helene tekur fullan þátt í samræðum, en franska er hennar móðurmál. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Kontrólfrík

Yfirlýsingar pólitíkusa um, að þeim sé ekki sagt fyrir verkum, segja mér hið gagnstæða. Fólk talar ekki þannig nema það hafi lent í flokkspólitískri hakkavél. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur hefur verið sagt fyrir verkum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 212 orð | 2 myndir

Konungleg skemmtun

Það er ekkert fínt að viðurkenna það en allir kíkja einhvern tíma í Séð og heyrt. Það er í Séð og heyrt sem við fáum að vita af giftingum, barneignum og skilnuðum fræga fólksins. Þar kemst maður líka að því hverjir mæta í fínu veislurnar. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Krakka-þjóð

Kid Nation er bandarísk raunveruleikasería þar sem 40 krakkar á aldrinum 8 til 15 ára flytja inn í yfirgefinn bæ og stofna nýtt samfélag. Þar búa krakkarnir í 40 daga án afskipta fullorðinna. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Kristján hinn þriðji

Kristján Einar Kristjánsson ökuþór náði sínum besta árangri í Formúlu 3 hingað til um helgina þegar hann náði þriðja sætinu í fimmtu keppni ársins og það á hinni heimsfrægu kappakstursbraut Monza á Ítalíu. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Kveiktu í tugum ruslahrúga

Slökkviliðsmenn þurftu að slökkva í fleiri tugum ruslahrúga á götum Napolíborgar á Ítalíu aðfaranótt gærdagsins. Reiðir íbúar borgarinnar kveiktu í ruslinu, en áætlað er að um 3.500 tonn af rusli sé nú á götum borgarinnar. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 18 orð

Kynlífsgjörningur rofinn

Listakonan Marina Abramovic og Dr. Ruth slitu samstarfi sínu og komu fram á Listahátíð hvor í sínu... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 209 orð | 1 mynd

Kynlífsgjörningur rofinn

Fyrir helgi greindu 24 stundir frá samstarfserfiðleikum listakonunnar Marinu Abramovic og kynlífsráðgjafans Dr. Ruth. Þær áttu að koma fram saman sem hluti af Tilraunamaraþoni hátíðarinnar en ekkert varð úr samstarfi þeirra. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 40 orð | 1 mynd

Köngulóarmaðurinn 4 og 5

Samkvæmt áreiðanlegum Hollywood-heimildum hefur handritshöfundurinn James Vanderbilt, sem skrifaði handritið að Zodiac, skrifað handrit að fjórðu myndinni um Köngulóarmanninn en söguþráðurinn í henni gerir ráð fyrir frekara framhaldi. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Landið hlýja í norðri

Ísland: Landið hlýja í norðri / Iceland: The Warm Country of the North, margverðlaunuð ljósmyndabók Sigurgeirs Sigurjónssonar með texta Torfa H. Tuliniusar, er nú fáanleg á ný í nýrri prentun. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 154 orð | 1 mynd

Lifað á yfirdráttarlánum

Þeim sem leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna vegna neyslulána hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra. „Maður verður var við að ungt fólk með börn hefur skuldsett sig mikið á stuttum tíma,“ segir Ásta S. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 140 orð | 1 mynd

Listamaðurinn í verkinu

Sýningin Listamaðurinn í verkinu – Magnús Kjartansson, stendur yfir í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þessi sýning tekur á verkum sem Magnús vann á pappír milli 1982 og 1988. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Listunnandinn Abramovich

Rússinn Roman Abramovich ku vera maðurinn á bak við kaupin á málverkunum Benefits Supervisor Sleeping eftir Lucian Freud og Triptych eftir Francis Bacon en myndirnar voru seldar á uppboði í síðustu viku. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Lyngrósafjöld í Laugardalnum

Anna Margrét Elíasdóttir garðyrkjufræðingur segir frá einstökum tegundum lyngrósa og hvernig þær þrífast hér á landi í Grasagarði Reykjavíkur fimmtudaginn 22. maí kl. 20. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 28 orð | 1 mynd

Löglegt kynlíf

Sigurður Helgi Guðjónsson segir að kynlífið hafi komið Kópavogi á kortið en þó þurfi grannakynlíf að vera hóflegt til að vera löglegt. Hömlulaust kynlíf getur orðið til... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 132 orð | 1 mynd

Meðferð inni á sjálfu heimilinu

Barnaverndarstofa hefur undirritað samning við MST-stofnunina í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum um þjálfun og símenntun starfsmanna vegna 3 til 5 mánaða fjölþáttameðferðar á Íslandi fyrir fjölskyldur unglinga á aldrinum 12 til 18 ára sem hafa verið í... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 154 orð | 1 mynd

Með tvær myndir í vinnslu

Little Britain-tvíeykið, David Walliams og Matt Lucas, er nú að undirbúa innrás sína á Bandaríkjamarkað þar sem það hyggst kynna Bandaríkjamönnum ekta breskan húmor. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 29 orð | 1 mynd

Mega ekki selja verkefni REI

Tillaga um sölu á verkefnum Reykjavík Energy Invest (REI) verður að hljóta samþykki á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til að hún geti orðið að veruleika. Þetta er álit... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 90 orð

Mest viðskipti í kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um...

Mest viðskipti í kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 947 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum Exista, eða 5,71%. Bréf Bakkavarar hækkuðu um 5,57%, bréf SPRON um 4,12% og bréf Össurar um 3,95%. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Mikið var að gerast á Listahátíð um helgina og mætti Björk...

Mikið var að gerast á Listahátíð um helgina og mætti Björk Guðmundsdóttir með fríðu föruneyti á Listasafn Reykjavíkur á sunnudag til þess að fylgjast með gjörningi Marinu Abramovic. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 264 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á eignunum

Raunveruleikaþættir um framkvæmdir í húsnæði hafa um nokkurt skeið verið mjög vinsælir í Bretlandi. Meðal þeirra má nefna Property Ladder sem sýndir eru á Channel 4 en þáttastjórnandi er Sarah Beeny. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 241 orð | 1 mynd

Mikilvægt að bera á eftir þörfum

Pallur er fjárfesting sem fara þarf vel með og sé hann hirtur vel helst hann sem nýr í lengri tíma. „Aðalmálið er að koma olíunni á sem fyrst og fúaverja með olíu í lit. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 380 orð | 1 mynd

Mosanum sagt stríð á hendur

Ýmis ráð eru gegn mosa í grasflötum sem plagar marga garðeigendur á vori hverju. Gott er að tæta upp mosann og nota síðan kalk og áburð til að fá grasið græna til að njóta sín. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Mugison kom til landsins á sunnudag eftir vel heppnaða tónleikaferð í...

Mugison kom til landsins á sunnudag eftir vel heppnaða tónleikaferð í Kanada. Hann stoppar þó ekki lengi því á miðvikudag hefst fyrri Evróputúr hans á árinu í London. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 29 orð

NEYTENDAVAKTIN Pampers sensitive blautþurrkur 63 stk. Verslun Verð...

NEYTENDAVAKTIN Pampers sensitive blautþurrkur 63 stk. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 85 orð | 1 mynd

Nýbýlavegur að lúxusblokkinni

„Þegar við keyptum hérna höfðum við ekki hugmynd um að þessi vegur kæmi svona nálægt húsinu. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Of feitir til að veita eftirför

Mósambískum lögreglumönnum verður öllum skipað að taka þátt í sérstöku heilsuátaki, þar sem margir þeirra eru taldir vera of feitir til að geta veitt glæpamönnum eftirför. Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir að slæmum lífstíl væri um að kenna. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 170 orð | 1 mynd

Orðaforðinn lítill

Innflytjendur í Danmörku eru ekki þeir einu sem eiga erfitt með að læra dönsku. Dönsk ungbörn eiga erfiðara með að læra sitt eigið tungumál heldur en ungbörn í öðrum löndum, að því er greint er frá í dönskum fjölmiðlum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Óheppni Íslands

En hvað gerist: hvorki prins né prinsessa létu sjá sig. [... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Pappírinn í tunnuna

Urðun sorps kostar bæði meira fé og land en endurvinnsla. Mikið magn af heimilissorpi reynist vera pappírsúrgangur. Dagblöð og auglýsingabæklingar sem má endurvinna í stað þess að urða. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Rigning eða súld

Austan 8-13 m/s syðst, en annars hægari vindur. Dálítil rigning eða súld. Styttir upp, en víða síðdegisskúrir. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Risaeðlurnar snúa aftur

Það muna allir eftir myndunum um Júragarðinn, en nú stendur til að gera fjórðu myndina um þessi risavöxnu skriðdýr. Laura Dern mun snúa aftur sem Dr. Ellie Sattler, en óvíst er með þáttöku Sam Neill. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 799 orð | 2 myndir

Saga starans á Íslandi

Talið er að stari hafi fyrst orpið á Hornafirði árið 1940. Tveir stofnar voru á landinu í nokkurn tíma upp frá 1960, einn á Hornafirði og annar í Reykjavík. Stofninn á Hornafirði var lítill, 20-25 pör, og hefur nær horfið þaðan. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 344 orð | 1 mynd

Salan þarf samþykki eigenda

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Tillaga um sölu á verkefnum Reykjavík Energy Invest (REI) verður að hljóta samþykki eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til að hún geti orðið að veruleika. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 23 orð

SALA % USD 74,17 -0,66 GBP 144,48 -1,11 DKK 15,43 -1,14 JPY 0,70 -1,52...

SALA % USD 74,17 -0,66 GBP 144,48 -1,11 DKK 15,43 -1,14 JPY 0,70 -1,52 EUR 115,14 -1,14 GENGISVÍSITALA 148,43 -1,01 ÚRVALSVÍSITALA 4. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 133 orð | 1 mynd

Samþykkja aðstoð

Herforingjastjórnin í Búrma hefur samþykkt að erlendum hjálparstarfsmönnum verði veittur aðgangur að hamfarasvæðunum í suðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Nargis sem gekk yfir landið í byrjun mánaðarins. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 241 orð | 1 mynd

Scarlett bregst Woody Allen

Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur nú sem hæst og eru margar frægustu stjörnur heimsins þar samankomnar til að kynna væntanlegar bíómyndir og baða sig í aðdáun almúgans. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 288 orð | 1 mynd

Segir byggingu Bitruvirkjunar ekki ásættanlega

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 300 orð | 1 mynd

Segir mörkin vera hærri nú en áður

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Aðgengi efnalítilla einstaklinga að dómstólum var ekki skert með breytingum á gjafsóknarákvæðum laga um meðferð einkamála árið 2005. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 316 orð | 1 mynd

Segir UMFÍ lokuð samtök

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Sjö í plús

Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki byrja leiktíð sína vægast sagt örugglega. Eru þær á toppnum eftir tvo leiki með fullt hús stiga og sjö mörk í plús. Öll önnur lið hafa tapað... Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Skálað fyrir góðum árangri

Venjan er að halda reisugilli þegar lokið er við framkvæmdir eða byggingu nýs húsnæðis. Þá gerir fólk sér glaðan dag og lyftir glasi til að fagna góðum árangri. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 142 orð | 1 mynd

Smaragðsdýpið mikla

Hið alþjóðlega Hypno-leikhús frá Berlín býður upp á óvenjulega blöndu af tónlist, brúðuleik og sjónlist í sýningu Hjörleifs Jónssonar, Smaragðsdýpið mikla, sem sýnd verður í Íslensku óperunni í kvöld klukkan 20. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Snemmbúin innflutningsgjöf

Matargjafakörfur með ýmiss konar góðgæti eru ekki bara tilvaldar í afmælisgjafir. Þær geta líka verið sniðugar sem snemmbúnar innflutningsgjafir fyrir þá sem standa á haus við að koma heimilinu í lag áður en flutt er inn. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 41 orð | 1 mynd

Stór fiskur...

Stórleikarinn James Woods snýr aftur í hlutverki lögfræðingsins eitilharða Sebastian Stark í þáttaröðinni Shark. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 80 orð

STUTT Handtaka Lögregla í Írak handtók Abdul-Khaliq al-Sabawi, einn...

STUTT Handtaka Lögregla í Írak handtók Abdul-Khaliq al-Sabawi, einn helsta leiðtoga al-Qaeda í Mosul, í gær. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 76 orð

Stutt Pólverji framseldur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms...

Stutt Pólverji framseldur Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að 33 ára Pólverji, sem grunaður er um aðild að morði og fleiri glæpi í heimalandi sínu, verði framseldur til Póllands. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 235 orð | 1 mynd

Sumarblóm í kerin á torginu

„Í lok maí, byrjun júní ætlum við að setja sumarblóm í kerin,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, um auð ker á Lækjartorgi. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 435 orð | 1 mynd

Sumarið rétti tíminn fyrir garðlýsingar

Garðlýsingar hjálpa til við að lýsa upp skammdegið yfir vetrartímann og bæta heildarútlit lóðarinnar. Mikilvægt er að hafa í huga að rétti tíminn til að setja þær upp er einmitt núna þegar sumarið fer í hönd. Mikael R. Ólafsson fer yfir grundvallaratriði góðrar lýsingar í görðum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 210 orð | 1 mynd

Sveigjanleiki mikilvægur

Það er alls ekki sjálfgefið að allt gangi fullkomlega upp þegar verið er að byggja hús og þá skiptir miklu máli að geta verið dálítið sveigjanlegur. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Taj Mahal úr Legokubbum

Það eru ekki allar byggingar eingöngu úr timbri, múrsteinum eða steypu. Í Legolandi er fjöldi bygginga úr Legokubbum og skemmtilegt fyrir jafnt unga sem aldna að heimsækja skemmtigarðinn sem staðsettur er á Jótlandi. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Til taks „Við óskum alltaf að til þess þurfi ekki að koma að okkar...

Til taks „Við óskum alltaf að til þess þurfi ekki að koma að okkar atkvæði séu notuð. Það gerist bara ef símakerfið klikkar,“ segir Kristín Björg Þorsteinsdóttir sem fer fyrir varadómnefnd Íslands í Eurovision. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 122 orð | 1 mynd

Umbreyting hverfis

Í Skuggahverfi hafa nú risið lúxusíbúðir en fáir vita sögu þessa hverfis og hvernig það byggðist. Skuggasund og Skuggahverfi er nefnt eftir tómthúsbýlinu Skugga sem reist var 1802–1803 í landi fyrsta býlisins sem þar var reist, Arnarhólsbýlis. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 459 orð | 1 mynd

Umhverfissetur rekið í vistvænu húsi

Sesseljuhús á Sólheimum var hannað af Árna Friðrikssyni. Þar er rekið umhverfissetur sem stuðlar að fræðslu um umhverfismál með áherslu á sjálfbærar byggingar. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 254 orð | 1 mynd

Umhverfisvænt og endurvinnanlegt ál

Kynning Fyrirtækið Áltak sérhæfir sig meðal annars í utanhússklæðningum, undirkerfum fyrir utanhússklæðningar, kerfisloftum, kerfisveggjum, innihurðum, brunakerfum og mörgu fleira. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Uppfylli staðla og reglur

Í upplýsingum frá Brunamálastofnun ríkisins segir að eldstæði og reykháfar verði að uppfylla þær reglur og staðla sem í gildi eru á hverjum tíma. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 377 orð | 1 mynd

Úr sögu kartöflunnar

Nú hafa vísindamenn staðfest að ræktun á kartöflum sé um 8000 ára gömul og að uppruni matarkart-öflunnar sé við Títíkakavatnið á mörkum ríkjanna Perú og Bólivíu, hátt í Andesfjöllum. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 291 orð | 1 mynd

Var of þreyttur til að fljúga

Sænski plötusnúðurinn Eric Prydz hætti við komu sína til landsins á síðustu stundu. Tónleikahaldarinn er mjög svekktur enda var mikið í húfi fyrir Flex Music. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 314 orð | 1 mynd

Vegurinn færður upp að dyrum

Eftir Magnús Halldórsson magnu sh@24stundir. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Vilja bann við klasasprengjum

Alþjóðleg ráðstefna með það að markmiði að fá samþykkt bann við klasasprengjum hófst í Dublin á Írlandi í gær. Fulltrúar um hundrað landa taka þátt í ráðstefnunni. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 335 orð | 2 myndir

VIP-partí Eurobandsins eftirsótt

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Friðrik Ómar og Regína Ósk unnu hörðum höndum í gærdag við að undirbúa glæsilega veislu Eurobandsins á skemmtistaðnum Magacin í miðbæ Belgrad. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 105 orð | 1 mynd

Vond skilaboð

Það er í lagi með homma, araba og aðra minnihlutahópa ef þeir halda sig heima hjá sér og láta mig vera. Ég biðst forláts en eru þetta ekki skilaboðin sem Magnús á blogginu og Sturla á þingpöllum eru að senda út? Þetta eru vond skilaboð. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 216 orð | 1 mynd

Þriggja daga þjóðarsorg hafin í Kína

Kínverjar flögguðu í hálfa stöng og minntust látinna með þagnarstund í gær þegar þess var minnst að vika væri liðin frá því að öflugur jarðskjálfti reið yfir Sichuan-hérað. Þriggja daga þjóðarsorg hófst í landinu í gær. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 339 orð | 5 myndir

Þ rír ítalskir titlar í röð hjá Inter Milan eftir helgina en eina...

Þ rír ítalskir titlar í röð hjá Inter Milan eftir helgina en eina evrópska deildin, fyrir utan þá ensku, þar sem vottur af spennu fannst fram á síðustu stund var þar í landi. Meira
20. maí 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Öruggar á bak við lás og slá

Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn hefur nú safnað saman nánast öllum tólf frumteikningunum af Múhameð spámanni sem ollu miklu fjaðrafoki í Mið-Austurlöndum og víðar, nokkrum mánuðum eftir birtingu þeirra í Jyllands-Posten á haustmánuðum 2005. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.