Kókoskúlur í hollum búningi

Kókóskúlur.
Kókóskúlur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar sykurþörfin gerir vart við sig,“ segir Berglind Guðmundsdóttir matarbloggari á gulur, rauður, grænn og salt.

Kókoskúlur í hollum búningi


1 bolli döðlur, lagðar í bleyti í 1 klst
1 bolli pekanhnetur, grófsaxaðar
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1/2 bolli möndlusmjör
1/4 bolli kakóduft
vatn
kókosmjöl

Aðferð:

  1. Látið í matvinnsluvél döðlur, pekanhnetur, vanilludropa, salt, möndlusmjör og kakóduft. Stillið matvinnsluvélina á pulse. Bætið út í 1-3 msk af vatni (eða meira ef þarf) þar til deigið er orðið að deigkúlu.
  2. Mótið kúlur úr deiginu og veltið upp úr kókosmjöli. Geymið í ísskáp.

Möndlusmjör er hægt að gera heima á einfaldan hátt. Látið um 150 g af möndlum í matvinnsluvél og bætið smá ólífuolíu saman við. Maukið í um 10 mínútur eða þar til möndlusmjör hefur myndast.

Kókóskúlur.
Kókóskúlur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka