Enchiladas með kjúkling, spínati og sveppum

Enchiladas fær íslenskt yfirbragð með kotasælu,sveppum, spínati og kjúkling.
Enchiladas fær íslenskt yfirbragð með kotasælu,sveppum, spínati og kjúkling. TM

Enchiladas er mexíkóskurréttur sem venjulega myndi þýða tortilla fyllt með gúmmulaði, salsasósa er sett ofan á kökurnar og toppað með osti. Herlegheitin eru svo bökuð inn í ofni. Hér er komin íslensk uppskrift af þessum klassíska mexíkóskarétti en kotasæla og rjómaostur taka yfir hlutverk salsasósunnar þó ég beri hana alltaffram með herlegheitunum.

Ég elska mexíkóskan mat en tengdamóðir mín er með ofnæmi fyrir tómötum. Því fann ég út leið til að elda sturlað góðan mexíkóskan mat sem ekki inniheldur tómata en hef svo salsasósuna til hliðar. 

Fyrir 6 fullorðna 

6 tortillakökur (ég nota heilhveitikökur)
1 heill eldaður kjúklingur
1 box sveppir, skornir 
150 g spínat, ferskt
1 laukur, saxaður
100 g rjómaostur
100 g kotasæla
1 tsk límónusafi
50 g kóríander, ferskt 
1/2 tsk Cajun krydd (frá Pottagöldrum)
1/3 tsk Chillie Exploision krydd í kvörn 
100 g ostur, rifinn 
Olía
Salt
Pipar

Til framreiðslu:
Salsasósa
Avócadó
Límóna
Spínat
Kóríander
Litlir tómatar
Maísbaunir 

Hitið ofninn í 180 gráður.

Steikið laukinn á pönnu við miðlungshita og látið mýkjast í olíu.
Bætið sveppunum við þegar laukurinn er tekin að mýkjast (verður glær á litinn.)
Bætið því næst spínatinu við.
Þegar spínatið hefur "soðið" niður er rjómaostinum og kotasælunni bætt við.
Kryddið með chillie kryddinu og bætið límónusafanum við.
Rífið kjúklinginn niður og kryddið með cajun kryddinu.
Kjúklingurinn fer út í blönduna og slökkvið undir pönnunni.
Bætið söxuðu kóríander við.
Nú er tilvalið að smakka og salta og pipra eftir smekk.

Setjið tortillakökurnar í eldfast mót. Gætið þess að olíubera það fyrst svo kökurnar festist ekki við.
Deilið fyllingunni í kökurnar.
Rúllið þeim upp með endann niður svo þær opnist ekki.
Dreifið ostinum yfir og bakið í miðjum ofni í 20-25 mínútur eða þar til þær eru vel heitar í gegn og osturinn tekinn að gyllast.

Stráið fersku kóríander yfir áður en rétturinn er borinn fram.
Berið fram með með fersku spínati, avócadó, límónubátum og salsasósu.

Þennan rétt má vel eiga inn í ísskáp í nokkra daga eða frysta og kippa út þegar enginn tími er til eldamennsku.

Hentu öllu frá þér og eldaðu þennan rétt strax. Hann …
Hentu öllu frá þér og eldaðu þennan rétt strax. Hann er unaðslegur! TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert