Gunnsteinn ber enga kala til Tom Cruise og gefur 50% afslátt

Gunnsteinn hefur selt sinn hlut í Sushi Social en segist …
Gunnsteinn hefur selt sinn hlut í Sushi Social en segist ekki vera fúll við Tom Cruise. mbl.is/ Skjáskot facebook

Gunnsteinn Helgi Maríusson einn eiganda Burro og Pablo diskóbar er upprunalega frá Húsavík en hefur hrist kokteila ofan í miðborgina síðustu ár. Hann á einnig og rekur í félagi við aðra Public House Gastrpub en seldi hlut sinn í Sushi Social fyrir skemmstu. Gunnsteinn segist þó enga kala bera til Tom Cruise sem varð líklega valdur að því að staðurinn varð að skipta um nafn. Hann er þvert á móti brattur og býður gestum og gangandi upp á 50% afslátt á Burro á morgun.

„Þetta eru kaflaskil í mínu lífi. Við erum vinahópur sem opnuðum Sushi Samba saman og síðustu ár voru frábær tími, mikið af yndislegu fólki sem ég hef kynnst á þessum tíma og margir mínir bestu vinir í dag. Eyþór einn af stofnendum og fyrrverandi yfirkokkur á Sushi Samba hætti fyrir rúmu ári og við opnuðum Public House Gastropub og núna fyrir jól opnuðum við ásamt Samúel og Róberti,  Burro tapas & steak og Pablo diskóbar á efri hæðinni. Þannig það er mikið að gera og því rökrétt að meðeigendur mínir og starfsfólk Sushi Social taki við mínum hlut þar og ég einbeiti mér að Burro og Pablo,“ segir Gunnsteinn. Eins og frægt er orðið skipti Sushi Samba um nafn fyrir skemmstu í kjölfar málaferla sem má rekja til athyglinnar sem staðurinn hlaut eftir skilnaðarmáltíð Tom Cruise og Katie Holmes á staðnum

Berð þú kala til Tom Cruise?

„1980 Tom Cruisce er frábær en eftir 1990 fer hann að dala. Það var skemmtilegt að fá hann til okkar að borða með fjölskylduna og voru þau öll mjög almennileg. Sú tilviljun að þetta var síðasta kvöldmáltíðin þeirra saman vakti mikla athygli og gríðarlega fjölmiðlaathygli út um allan heim sem hafði að mestu leiti góð áhrif og var þetta sumar mjög skemmtilegt. Engin kali til Mr. Toms.“

Ef þú værir að bjóða konu á stefnumót og ætlaðir að elda. Hvað myndir þú elda?

„Ég hef mjög gaman að því að deila og vera lengi að borða með marga rétti á borðinu og gott vín. Ég myndi því elda alls konar smárétti frá öllum heimshornum sem hægt væri að gæða sér á saman allt kvöldið.“

Undarlegasta matarvenjan þín?

„Mörgum finnst undarlegt að ég get með engu móti borðað neitt með bleikum fiski í, lax og bleikju en annars hef ég gaman að því að smakka allt. Undirstaðan í mínu matarræði er grænmeti og ávextir og heima fyrir elda ég mest megins grænmetisrétti.“

Gunnsteinn spáir því að diskóið muni rísa á árinu 2017 …
Gunnsteinn spáir því að diskóið muni rísa á árinu 2017 og sítt að aftan eigi sterka innkomu.

Það eru mjög frumlegir drykkri á Pablo - hvaða kokteill er vinsælastur þar ?

„Já þeir eru margir hverjir mjög frumlegir og hefur fólk mjög gaman að því en vinsælustu drykkirnir eru oft einfaldir drykkir. Það er alltaf gaman að smakka frumlega drykki og mæli ég með því við alla en margir eru vanafastir og vilja frekar öruggari og auðveldari drykkina sem eru oft vinsælli. Mér finnst fólk oft vera ævintýragjarnari á virkum dögum er þá meira til í að prófa ýmislegt en þegar á að fara hella í sig um helgar er farið í eitthvað sem fólk þekkir betur.“ Frumlegasti kokteilinn á seðlinum hlýtur þó að vera kókópöffskokteilinn hressi sem er skemmtilega mikið í stíl við staðinn. Diskóbarinn hefur vakið mikla athygli fyrir flippaðar innréttingar og klæðnað starfsfólks þar sem svitabönd koma meðal annars sterk inn.

Átt þú svitaband?

„Já bæði á ennið og báða úlnliðina, einnig byrjaði ég að safna í mullet (sítt að aftan) fyrir jólin og er að verða kominn með eitt myndarlegasta mullet sem sést hefur það sem af er 2017. Mulletið er að koma mjög sterkt inn eins og allt annað frá 70’s & 80’s. Pablo Discobar spáir mullettinu sem stærsta tísku trendi sumarsins“

Þið eruð með 50% afslátt af matseðlinum á Burro á morgun. Hvernig kom það til?

„Pælingin er að kynna nýja matseðilinn sem við erum að byrja með og því verðum við með 50% afslátt af öllum mat hjá okkur á morgun 15 mars. Planið var í byrjun að breyta reglulega um seðil og við höfum verið að skipta um hann reglulega fyrstu mánuðina á meðan við höfum verið að prófa ýmsa rétti. Núna erum við komnir með matseðil sem er samansafn af öllum bestu réttunum sem við höfum verið að prófa og lítur hann virkilega vel út og er að fá mjög góðar undirtektir," segir Gunnsteinn sem lofar að skella upp svitabandinu á morgun í afsláttarpartýinu.

Gunnsteinn er lunkinn barþjónn.
Gunnsteinn er lunkinn barþjónn. mbl.is/ Skjáskot facebook
mbl.is/ Skjáskot facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert