Hnetutrixið sem þú þarft að kunna

Hnetur eru dásamlegar í bakstur.
Hnetur eru dásamlegar í bakstur. mbl.is/Colourbox

Þú hefur eflaust oftar en einu sinni bakað uppskrift sem inniheldur hnetur. En hér kemur hnetutrix sem þú verður að kunna næst þegar þú bakar.

Ef þú ristar hnetur áður en þú setur þær í deigið mun bragðið koma þér verulega á óvart því ristaðar hnetur bragðast mun betur en „hráar“ í bakstri.

Einfaldasta leiðin til að rista hnetur

  • Dreifðu hnetunum á bökunarplötu og settu inn í forhitaðan ofn á 180°C.
  • Ristaðu hneturnar í átta mínútur. Ef þær byrja að lykta skaltu tékka á þeim því þegar þær byrja að brúnast geta þær brunnið hratt.
  • Notaðu ristaðar hnetur í bakstur og bragðið mun koma þér á óvart.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka