Grísk píta með fetasósu og lambakjöti

Girnilegar píturnar hennar Völlu Gröndal með fetasósunni.
Girnilegar píturnar hennar Völlu Gröndal með fetasósunni. Ljósmynd/Valla Gröndal

Pítur eru ljúffengar og góður matur en ‏það má fylla pítubrauð með hverju sem er. Hér er ein dásamleg fylling með grísku ívafi sem samanstendur af lambakjöti, fersku grænmeti og kaldri sósu. Uppskriftin kemur úr smiðju Valgerðar Grétu Gröndal, alla jafna kölluð Valla, sem heldur úti uppskriftasíðunni Valla Gröndal. Þið getið notað hvaða kjöt sem er en upplagt er að nota kjöt ef þið eigið afgang af kjöti helgarinnar. Valla átti afgang af grilluðu lambalæri og notaði hann í píturnar en lamba- eða nautahakk er ekki síðra.

Grísk píta með fetasósu, lambakjöti og grænmeti

Fyrir 6

  • 6 pítubrauð
  • 400 g lambahakk, eða afgangur af lambalæri, eða það kjöt sem þið viljið nota
  • 1 tsk. ólífuolía
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • Salt og svartur pipar eftir smekk
  • Íssalat
  • Kokkteiltómatar
  • Agúrka
  • Rauðlaukur
  • Rifinn cheddar ostur
  • Fersk steinselja

Fetasósa

  • 50 ml ólífuolía
  • 80 g salatostur, síið olíuna frá
  • 80 g grísk jógúrt
  • 1 tsk. Dijon sinnep
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • ½ tsk. ‏þurrkað oreganó
  • ¼ tsk. ‏þurrkað dill
  • 1 tsk. ‏þurrkuð steinselja
  • ¼ tsk. sjávarsalt
  • ¼ tsk. svartur pipar
  • 2 msk. vatn ef ‏þið viljið þynna sósuna aðeins 

Aðferð:

  1. Setjið öll innihaldsefni í lítinn blandara og látið hann vinna ‏þar allt er vel samlagað.
  2. Ef ‏þarf má bæta við örlitlu vatni til ‏þess að ‏þynna hana.

Aðferð og samsetning:

  1. Ef ‏þið notið hakk, hitið ‏þá olíu á pönnu og setjið hakkið út á heita pönnuna.
  2. Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  3. Skerið ‏það magn af grænmeti sem ykkur hugnast og raðið á disk.
  4. Hitið brauðin og skerið í tvennt.
  5. Smyrjið ‏þau að innan með sósunni, stráið cheddar osti inn í og raðið salatblöðum í brauðin. Setjið kjöt og grænmeti eftir smekk ofan á salatið og toppið með fetasósunni.
  6. Berið falllega fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert