Hefur leyft mér að trúa að ég geti sungið

„Það erfiðasta sem tengist þessari keppni er að vera fjarri fjölskyldunni, þau styðja samt vel við bakið á mér. Þetta er ferðalag sem þarf að taka en það kemur svo margt gott út úr þessu á móti. Þú kynnist öllu fólkinu og bransanum. Þetta hefur líka leyft mér að trúa að ég geti sungið.“ Segir Hjörtur Traustason að segja um vegferð sína í The Voice, en síðasti þátturinn fer í loftið á SkjáEinum á næstkomandi föstudagskvöld.

Hjörtur söng sig inn í hug og hjarta Íslendinga í fyrsta þætti beinna útsendinga þáttarins þegar hann, fyrstur þátttakenda, söng á íslensku.

Í undanúrlitaþætti The Voice var annar bragur á en Hjörtur tók slagarann House of The Rising Sun með Animals. Flutningurinn vakti mikla lukku og Hjörtur var kosinn áfram í úrslitaþáttinn í símakosningu.

„Hann er svona mjúkur rokkari og okkur langaði að sýna þá hlið á honum, Lagið er þekkt í öðrum búningum en við vildum fara út í rokkið,“ sagði Svala Björgvins, þjálfari Hjartar um lagavalið.

Lagið er löngu orðið að rokk-klassík og ófáar hljómsveitir hafa gert ábreiður af laginu. Meðal þeirra er íslenska sveitin Gildran en Hjörtur tók einmitt útgáfu Gildrunnar í þættinum, eins og glöggur twittverji kom auga á.

Þetta var ekki það eina sem var sagt um Hjört á samfélagsmiðlinum Twitter, því fer fjarri lagi.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes