Hefur leyft mér að trúa að ég geti sungið

„Það erfiðasta sem tengist þessari keppni er að vera fjarri fjölskyldunni, þau styðja samt vel við bakið á mér. Þetta er ferðalag sem þarf að taka en það kemur svo margt gott út úr þessu á móti. Þú kynnist öllu fólkinu og bransanum. Þetta hefur líka leyft mér að trúa að ég geti sungið.“ Segir Hjörtur Traustason að segja um vegferð sína í The Voice, en síðasti þátturinn fer í loftið á SkjáEinum á næstkomandi föstudagskvöld.

Hjörtur söng sig inn í hug og hjarta Íslendinga í fyrsta þætti beinna útsendinga þáttarins þegar hann, fyrstur þátttakenda, söng á íslensku.

Í undanúrlitaþætti The Voice var annar bragur á en Hjörtur tók slagarann House of The Rising Sun með Animals. Flutningurinn vakti mikla lukku og Hjörtur var kosinn áfram í úrslitaþáttinn í símakosningu.

„Hann er svona mjúkur rokkari og okkur langaði að sýna þá hlið á honum, Lagið er þekkt í öðrum búningum en við vildum fara út í rokkið,“ sagði Svala Björgvins, þjálfari Hjartar um lagavalið.

Lagið er löngu orðið að rokk-klassík og ófáar hljómsveitir hafa gert ábreiður af laginu. Meðal þeirra er íslenska sveitin Gildran en Hjörtur tók einmitt útgáfu Gildrunnar í þættinum, eins og glöggur twittverji kom auga á.

Þetta var ekki það eina sem var sagt um Hjört á samfélagsmiðlinum Twitter, því fer fjarri lagi.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes