Ástarþríhyrningur unglinga endaði með líkamsmeiðingum

Þrjár unglingsstúlkur í New York ríki í Bandaríkjunum hafa verið handteknar fyrir að misþyrma 13 ára stúlku. Árásaraðilarnir sátu fyrir fórnarlambinu sem hélt að hún væri að hitta aðra stúlku til að ræða um ástarþríhyrning en báðar voru skotnar í sama drengnum. Drógu þær stúlkuna á hárinu, spörkuðu í hana og slógu hvað eftir annað í höfuðið.

Skólayfirvöld gerðu lögreglu viðvart eftir að myndbandsupptaka af árásinni birtist á netinu. Það var ökumaður sem átti leið um sem kom stúlkunni til bjargar í North Babylon í New York ríki.

Ekki er ljóst hvort árásarmennirnir sjálfir mynduðu atburðinn en myndbandið birtist á Youtube og MySpace og var enn opið á Photobucket vefnum í dag.

Stúlkurnar munu koma fyrir rétt 30. janúar kærðar fyrir tilraun til líkamsmeiðinga en þar sem langur tími leið frá því að árásin var gerð (18. desember) mun ekki vera hægt að kæra þær fyrir líkamsmeiðingu þar sem allir áverkar eru horfnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert