Seinfeld reyndi að snuða fasteignasala

Jerry Seinfeld þarf að greiða fasteignasalanum sínum 7 milljónir.
Jerry Seinfeld þarf að greiða fasteignasalanum sínum 7 milljónir. Reuters

Grínistinn Jerry Seinfeld var í dag dæmdur til að greiða aðeins meira en hann hafði hugsað sér fyrir húsið sem hann keypti á Manhattan-eyju í New York 2005. Seinfeld hafði neitað að greiða fasteignasala 3% af verði hússins (3,95 milljónir bandaríkjadala) þar sem hún hafði ekki sýnt honum húsið á frídegi gyðinga þegar það hentaði Seinfeld-hjónum að skoða það.

Seinfeld-hjónin skoðuðu húsið og skrifuðu undir kaupsamning án aðstoðar Tamöru Cohen og töldu að hún ætti ekki sína prósentu skilið þar sem hún hafði hvorki sýnt þeim húsið né svarað í símann.

Cohen sagðist hafa sagt Seinfeld að hún tæki frídaginn heilagann og gæti ekki stundað sína vinnu frá föstudagskvöldi til sólsetur á laugardegi. Seinfeld sagði dómaranum að hann hefði verið undrandi á að Cohen skyldi ekki svara símtölum hans.

Dómarinn í málinu leit svo á að sannað væri að Cohen hefði verið fasteignasali Seinfelds og að hún hefði sýnt þeim hjónum fjölmörg hús áður en hún datt niður á húsið sem þau síðan keyptu án hennar aðstoðar.

Hennar hlutur reiknast sem rúmar sjö milljónir íslenskar krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg