Lífstíðarfangelsi fyrir morð á konu og barni

Neil Entwistle sýndi lítil sem engin viðbrögð þegar dómurinn var …
Neil Entwistle sýndi lítil sem engin viðbrögð þegar dómurinn var kveðinn upp. Reuters

Breskur karlmaður var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða bandaríska konu sína og níu mánaða barn þeirra í janúar 2006. Manninum, sem ávallt neitaði sök, er ekki gefinn kostur á að sækja um reynslulausn. Hann sýndi lítil sem engin viðbrögð þegar dómsorð var lesið upp.

Morðin framdi Neil Entwistle á heimili þeirra hjóna í Massachusetts. Í kjölfarið flúði hann til Bretlands. Entwistle hélt því fram að kona sín hefði fyrst myrt níu mánaða dóttur þeirra og þá svipt sig lífi. Hann hafi reynt að hylma yfir til að vernda heiður hinna látnu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert