Dæmdir í fangelsi fyrir hryðjuverkaáform

Lögreglumenn utan við íbúð við Glasvej í Kaupmannahöfn þegar mennirnir …
Lögreglumenn utan við íbúð við Glasvej í Kaupmannahöfn þegar mennirnir tveir voru handteknir. AP

Dómstóll í Glostrup í Danmörku hefur dæmt tvo 22 ára gamla múslima í fangelsi fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverkaárásir. 

Dómstóllinn fann mennina seka um það í morgun og dæmdi í dag Hammad Khürshid, danskan ríkisborgara af pakistönskum uppruna, í 12 ára fangelsi og Afganann Abdoul Ghani Togi í 7 ára fangelsi og vísaði honum jafnframt úr laandi. Khürshid hefur þegar áfrýjað dómnum.

Saksóknarar sögðu ljóst, að mennirnir tveir hefðu lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir. Mennirnir voru handteknir í september í fyrra þegar lögreglan réðist inn í íbúð í fjölbýlishúsi við Glasvej í Kaupmannahöfn en mennirnir höfðu þá gert tilraun með heimatilbúið sprengiefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert