Minntust fallinna hermanna í dögun

Katrín og Vilhjálmur við minningarathöfnina í morgun.
Katrín og Vilhjálmur við minningarathöfnina í morgun. AFP

Hertoginn og hertogaynjan af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, voru vöknuð vel fyrir sólarupprás í morgun til að vera viðstödd minningarathöfn um fallna ástralska hermenn. Í dag er síðasti dagur opinberrar heimsóknar þeirra um Nýja-Sjáland og Ástralíu sem staðið hefur í þrjár vikur.

Parið mætti óvænt til minningarathafnarinnar. Vilhjálmur bar tvær orður sem hann hefur hlotið við herþjónustu sína fyrir breska herinn. það var amma hans, Elísabet Bretlandsdrottning sem veitti honum orðurnar. 

Í morgun var m.a. minnst þeirra 40 áströlsku hermanna sem hafa fallið í átökum í Afganistan. Um 260 hermenn Ástrala særðust í því stríði.

Með því að smella á renninginn hér að ofan má sjá myndasyrpu af ferðalagi Katrínar og Vilhjálms um Ástralíu.

Katrín og Vilhjálmur við minningarathöfnina í morgun.
Katrín og Vilhjálmur við minningarathöfnina í morgun. AFP
Katrín við minningarathöfnina í morgun.
Katrín við minningarathöfnina í morgun. AFP
Komið að heimferð. Ástralski forsætisráðherrann kveðjur Katrínu og Georg litla …
Komið að heimferð. Ástralski forsætisráðherrann kveðjur Katrínu og Georg litla prins. Þau eru nú á heimleið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert