Draga yfirlýsingu um skólastúlkur til baka

Liðsmenn Boko Haram bera ábyrgð á mannránunum.
Liðsmenn Boko Haram bera ábyrgð á mannránunum. AFP

Talsmenn nígeríska hersins hafa dregið til baka yfirlýsingu þar sem fram kom að hernum hefði tekist að frelsa hluta þeirra skólastúlkna sem liðsmenn íslömsku samtakanna Boko Haram rændu í apríl sl. í þorpinu Chibok.

Hershöfðinginn Chris Olukolade sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að stúlkur væru nú í umsjá hersins en að ekki væri um að ræða stúlkur sem var rænt í Chibok, eins og menn töldu í fyrstu. 

Liðsmenn Boko Haram rændu rúmlega 200 stúlkum sem sóttu stunduðu nám í heimavistarskóla í Chibok, sem er í ríkinu Borno í norðausturhluta landsins. 

Segjast hafa frelsað skólastúlkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert