Hreinsað til í tjaldbúðum í París

Lögregla bað flóttafólkið um að yfirgefa búðirnar sem eru skammt …
Lögregla bað flóttafólkið um að yfirgefa búðirnar sem eru skammt frá La Chapelle lestarstöðinni í 18. hverfi Parísarborgar. AFP

Yfir 350 flóttamenn sem höfðu komið sér fyrir undir lestarbrú í París voru fjarlægðir af lögreglu í morgun. Tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum en flóttamenn hafa haldið þarna til síðan í fyrrasumar.

Flestir flóttamannanna (migrants - fólk sem er að flýja efnahagslegar aðstæður í heimalandinu) eru frá Súdan en einhverjir þeirra eru frá Erítreu, Sómalíu og Egyptalandi. Um er að ræða svæði á milli tveggja neðanjarðarlestarstöðva, La Chapelle og Barbes-Rochechouart í átjánda hverfi.

Borgaryfirvöld höfðu um helgina sett upp skilti þar sem fólkið var beðið um að yfirgefa svæðið innan tveggja sólarhringa og í morgun greip lögregla til aðgerða. Flestir flóttamannanna eru karlar en einhverjar fjölskyldur voru þar einnig. Fólkið var flutt í flóttamannabúðir í París.

Samkvæmt könnun sem gerð var meðal flóttamannanna í síðustu viku af borgaryfirvöldum og flóttamannaaðstoð vilja 160 þeirra sem þar héldu til vera áfram í Frakklandi en 200 biðu þess að halda ferðalaginu áfram. Flestir þeirra vildu komast til Bretlands eða Norðurlandananna.

Það sem af er ári hafa yfir 40 þúsund flóttamenn, en margir þeirra eru að flýja stríðsátök og fátækt í ríkjum eins og Líbíu og Erítreu, komið til hafnar á Ítalíu en 1770 hafa farist á flóttanum yfir Miðjarðarhaf.

Le Parisien

Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La …
Yfir 350 flóttamenn héldu til undir lestarbrúnni á milli La Chapelle og Barbes-Rochechouart í París. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert