Hættan liðin hjá í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn.

Svæðið umhverfis húsið sem varð eldi að bráð í Kaupmannahöfn í morgun hefur nú aftur verið opnað þar sem ekki er lengur talin hætta á ferðum. Búið er að ráða niðurlögum eldsins að mestu.

Slökkviliðið var kallað út um klukkan fimm í morgun eftir að eldur kom upp í gamla tónlistarháskólanum í miðborginni. Var á tímabili talin mikil hætta á að eldurinn myndi breiðast í nærliggjandi hús og voru þau því rýmd. Notaðist slökkviliðið við gröfur til að rífa niður hluta hússins áður en eldurinn ylli því að það hryndi. Voru nágrannar um tíma beðnir að halda sig innandyra en þeir eru nú aftur frjálsir ferða sinna. 

Sjá frétt mbl.is: Stórbruni í Kaupmannahöfn

Talsverður reykur er enn á svæðinu á meðan slökkviliðið vinnur að því að slökkva í allri glóð á svæðinu. Talsvert er af elliheimilum í nágrenninu og hafa margir kvartað undan reyknum. Þegar mest lét voru um 45 slökkviliðsmenn að störfum. 

Sjá frétt Berlingske Tidende

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert