Lestarstöðin opnuð en engar lestir

Fleiri hundruð flóttamenn flykktust inn á Keleti lestarstöðina í Búdapest í morgun eftir að lögregla opnaði lestarstöðina fyrir flóttafólki eftir tveggja daga lokun. En sælan var skammvinn því yfirvöld tilkynntu að engar lestir myndu fara þaðan til annarra ríkja um óákveðin tíma.

Aðalinngangur lestarstöðvarinnar var opnaður á ný klukkan 8:15 að staðartíma, klukkan 6:15 að íslenskum tíma og streymdu flóttamenn inn á stöðina og á brautarpallinn þar sem lest beið. Algjört öngþveiti ríkti á stöðinni þar sem flóttamennirnir reyndu að troðast inn í vagna lestarinnar og víluðu ekki fyrir sér að beita handafli til þess að komast áleiðis. 

Í tilkynningu frá járnbrautarfélagi Ungverjalands segir hins vegar að lestir á leið til Vestur-Evrópu muni ekki fara frá Keleti lestarstöðinni um óákveðin tíma. Þetta væri gert með öryggi farþega í huga.

Ungverjaland gegnir lykilhlutverki í komu flótta- og förufólks inn í ríki Evrópusambandsins og í síðasta mánuði komu 50 þúsund flóttamenn inn í landið. Á mánudag heimiluðu ungversk yfirvöld nokkur þúsund flóttamönnum að fara um borð í lestir á leið til Austurríkis og Þýskalands en daginn eftir var búið að loka Keleti stöðinni og komst enginn þar inn án þess að vera með gilda ESB vegabréfsáritun.

Um tvö þúsund flóttamenn á öllum aldri hafa síðan beðið fyrir utan lestarstöðina í þeirri von að geta haldið leið sinni áfram. Aðstæðurnar eru hrikalegar og eina aðstoðin sem fólkið fær er frá ungverskum sjálfboðaliðum.

Beðið við Keleti lestarstöðina í Búdapest
Beðið við Keleti lestarstöðina í Búdapest AFP
Flestir flóttamannanna dreymir um að komast til Þýskalands sem reynir …
Flestir flóttamannanna dreymir um að komast til Þýskalands sem reynir að styðja við flóttafólk AFP
Flóttamenn við Keleti
Flóttamenn við Keleti AFP
AFP
AFP
AFP
Flóttamenn við Keleti
Flóttamenn við Keleti AFP
AFP
AFP
Flestir flóttamannanna dreymir um að komast til Þýskalands sem reynir …
Flestir flóttamannanna dreymir um að komast til Þýskalands sem reynir að styðja við flóttafólk AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert