Rússar hætta við viðkomu á Spáni

Flugmóðurskipið Kuznetsov aðmíráll er í fararbroddi herskipaflotans, sem stefnir til …
Flugmóðurskipið Kuznetsov aðmíráll er í fararbroddi herskipaflotans, sem stefnir til Sýrlands. AFP

Rússar hafa hætt við áætlanir um viðkomu herskipaflota síns í spænsku hafnarborginni Ceuta.

„Rússneska sendiráðið hefur rétt í þessu tilkynnt okkur að það hafi afturkallað kröfu sína um leyfi fyrir skipin til að leggjast að bryggju, sem þýðir að hætt hefur verið við viðkomu þeirra,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Spánar.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag hafa Spán­verj­ar verið sakaðir um hræsni með því að leyfa her­skip­un­um að bæta á sig eldsneyti þar í borg, en þeir skrifuðu und­ir yf­ir­lýs­ingu í síðustu viku þar sem Rúss­ar voru sakaðir um stríðsglæpi í Sýr­landi og lýstu yfir stuðningi við „frels­un Sýr­lands“ á ráðstefnu í Par­ís í gær.

Sjá frétt mbl.is: Spánn endurskoðar viðkomu flota Rússa

Fram að þessu hafði verið gert ráð fyr­ir að flot­inn myndi leggjast að bryggju spænsku borg­ar­inn­ar Ceuta, sem ligg­ur á norður­strönd Afr­íku og á landa­mæri að Mar­okkó.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert