Telja aftur í Michigan

Endurtalning atkvæða fer fram í Wisconsin og Michigan.
Endurtalning atkvæða fer fram í Wisconsin og Michigan. AFP

Héraðsdómari í Michigan hefur skipað kjörstjórn ríkisins að telja aftur atkvæði úr forsetakosningunum sem fóru fram fyrir mánuði. Donald Trump sigraði í Michigan með innan við tíu þúsund atkvæða mun, aðeins 0,2% af öllum greiddum atkvæðum.

Jill Stein, forsetaframbjóðandi Græningja, fór fram á endurtalninguna í Michigan en einnig í Wisconsin og Pennsylvaníu þar sem Trump sigraði Hillary Clinton einnig naumlega. Ríkissaksóknari repúblikana í Michigan reyndi að stöðva kröfu hennar og stuðningsmenn hans í Wisconsin sömuleiðis.

Frétt Mbl.is: Vilja koma í veg fyrir endurtalningu

Alls hefur Stein safnað sjö milljónum dollara til að fjármagna baráttuna fyrir endurtalningu. Hún bar árangur í Wisconsin en Stein dró til baka kröfu sína um endurtalningu fyrir ríkisdómi í Pennsylvaníu. Þess í stað ætlar hún að leggja kröfuna fram fyrir alríkisdómstóli.

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert