„Við reyndum okkar besta“

Rodrigo Duterte.
Rodrigo Duterte. AFP

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, baðst í dag afsökunar á því að ekki hefði tekist að bjarga þýskum gísl en her­ská­ir íslam­ist­ar á Fil­ipps­eyj­um tóku manninn af lífi í gær.

Öfga­hóp­ur­inn kall­ar sig Abu Sayyaf og hef­ur birt mynd­skeið af því sem sagt er vera af­taka á gísl­in­um, Jur­gen Kantner. Fil­ipp­eysk yf­ir­völd höfðu áður kom­ist á snoðir um að sam­tök­in hefðu tekið Kantner af lífi.

„Við reyndum okkar besta. Aðgerðir hersins höfðu verið í gangi í einhvern tíma en okkur mistók. Við verðum að viðurkenna það,“ sagði Duterte við fréttamenn í morgun.

„Stefna okkar er að gefast ekki upp fyrir þeim sem heimta að við borgum lausnargjald. Það myndi bara verða til þess að fjölga svona tilfellum,“ sagði hann og vísaði til þess að gíslatökumennirnir hefðu farið fram á um 65 milljónir króna í lausnargjald.

Öfga­hóp­ur­inn Abu Sayyaf er hliðholl­ur hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams. Hóp­ur­inn hef­ur ít­rekað rænt út­lend­ing­um í ára­tugi og haldið þeim gegn laus­ar­gjaldi í frum­skóg­um Suður-Fil­ipps­eyja.

Heryfirvöld greindu frá því í morgun að þau væru að leita að líki Kantner. Einnig greindu þau frá því að leit stæði yfir að rúmlega 20 gíslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert