Ljósin í Eiffel-turninum slökkt

Eiffel-turninn í París.
Eiffel-turninn í París. AFP

Ljósin á Eiffel-turninum í París verða slökkt á miðnætti vegna þeirra sem létust og særðust í hryðjuverkaárásinni fyrir utan þinghúsið í London í dag.

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ákvað þetta í kjölfar árásarinnar.

Hún hafði áður lýst yfir samstöðu með íbúum London.

„Tengsl Parísar og London hafa alltaf verið mjög náin og þau hafa styrkst undanfarna áratugi,“ skrifaði hún til kollega síns Sadiq Khan, borgarstjóra London.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert