Undrabarnið nýr kanslari Austurríkis

Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins og verðandi kanslari Austurríkis (t.h.) og …
Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins og verðandi kanslari Austurríkis (t.h.) og Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins (t.v.). AFP

Austuríski Þjóðarflokkurinn og Frelsisflokkurinn tilkynntu nú í kvöld að flokkarnir hafi náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tveir mánuðir eru síðan þingkosningar fóru fram í Austurríki og fóru hægri flokkar með sigur í kosningunum.

Sebastian Kurz, formaður Þjóðarflokksins, verður næsti kanslari. Hinn 31 árs Kurz, sem stundum er kallaður „undrabarnið, verður þar með yngsti leiðtogi ríkisstjórnar í Evrópu.

„Við erum ánægð með að hafa náð þessu samkomulagi. Á morgun kynnum við stjórnarsáttmálann og stjórnina fyrir forsetanum,“ sagði Kurz á fundi með fréttamönnum.

Báðir flokkarnir lögðu áherslu á innflytjendamál í kosningabaráttunni og hétu því að skerða bætur til allra útlendinga, jafnvel þeim sem koma frá öðrum ríkjum Evrópu. Eins hétu þeir að stöðva Evrópusambandið í að hafa of mikil áhrif á málefni Austurríkis og að dregið yrði úr allri skriffinnsku.

„Kjósendur gáfu okkur skýrt umboð til að taka áhyggjur þeirra til greina, sérstaklega hvað varðar öryggi, sagði Heinz-Christian Strache, leiðtogi Frelsisflokksins á sama fundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert