Ræða við Rússa vegna morðsins á Glushkov

Nikolay Glushkov.
Nikolay Glushkov. AFP

Breska lögreglan hefur haft samband við nokkra Rússa sem hafa verið gerðir útlægir frá Rússlandi í kjölfar rannsóknar á dauða rússneska kaupsýslumannsins Nikolai Glushkov. Hann fannst látinn í á heimili sínu í London 12. mars en hafin er morðrannsókn á málinu.

Glushkov, sem var 68 ára gamall, var ná­inn vin­ur auðjöf­urs­ins og stjórn­ar­and­stæðings­ins Bor­is Berezov­sky sem átti í mikl­um deil­um við Valdimír Pútín og Rom­an Abramovich, eig­anda knatt­spyrnuliðsins Chel­sea.

Lögregluþjónn vaktar heimili Glushkov, þar sem hann fannst látinn 12. …
Lögregluþjónn vaktar heimili Glushkov, þar sem hann fannst látinn 12. mars. AFP

Rannsókn á dauða Glushkov hefur leitt í ljós að þrengt var að öndunarvegi hans með þeim afleiðingum að hann lést. 

Hann var fyrr­ver­andi yf­ir­maður hjá rúss­neska flug­hern­um sem hlaut póli­tískt hæli í Bretlandi eft­ir að hafa verið hand­tek­inn í Rússlandi fyr­ir pen­ingaþvætti og fjár­svik.

Ekki er talið að dauði Glu­s­h­kov tengist eit­ur­efna­árás á rúss­neska gagnnjósn­ar­ann Ser­gei Skripal og dótt­ur hans, Yuliu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert