Flytja uppreisnarmenn til Idlib

30 rútur fluttu 1.580 manns til frá Ghouta til Idlib.
30 rútur fluttu 1.580 manns til frá Ghouta til Idlib. AFP

Uppreisnarmenn og fjölskyldur voru í dag flutt frá austurhluta Ghouta-héraðs til Idlib-héraðs í norðvesturhluta Sýrlands. Rútur fluttu fólkið þangað eftir margra klukkustunda bið á hlutlausu svæði áður en leyfi fékkst til þess að fara inn á svæði stjórnvalda.

Samningur um brottflutning fólksins var samþykktur í gær. Rússar fóru fyrir samningunum en stjórn­ar­her Sýr­lands og rúss­nesk­ar her­sveit­ir hafa gert sprengju­árás­ir í Ghouta vik­um sam­an.

Sýrlensk börn bíða eftir því að verða flutt milli héraða.
Sýrlensk börn bíða eftir því að verða flutt milli héraða. AFP

Uppreisnarmenn hafa undir sinni stjórn þrjú aðskilin landsvæði í Ghouta-héraði og talið er að þessir brottflutningar gætu orðið til þess að stjórnarherinn nái einu þeirra á sitt vald.

Þá gæti það aukið pressu á uppreisnarmenn á hinum tveimur svæðunum að gera sams konar samning og stjórnvöld því náð aftur öllu svæðinu á sitt vald. Tugir þúsunda íbúa sitja þar enn fastir frá því stjórn­ar­her­inn setti svæðið í herkví eft­ir valda­töku upp­reisn­ar­hóp­anna árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert