Sat fastur í lest í fjórar klukkustundir

„Þetta er óásættanlegt,“ sagði Ramaphosa við fjölmiðla þegar hann kom …
„Þetta er óásættanlegt,“ sagði Ramaphosa við fjölmiðla þegar hann kom loks á áfangastað. AFP

Forseti Suður-Afríku sat fastur í almenningslest í fjórar klukkustundir þegar hann hugðist sýna að hann væri maður fólksins í undanfara forsetakosninganna í maí.

Cyril Ramaphosa ákvað að nota almenningssamgöngur en áætlun hans gekk ekki sem skyldi. Ferðalag sem átti að taka 45 mínútur tók þess í stað fjórar klukkustundir, en seinkanir á lestum í Suður-Afríku eru daglegt brauð í landinu samkvæmt umfjöllun BBC.

„Þetta er óásættanlegt,“ sagði Ramaphosa við fjölmiðla þegar hann kom loks á áfangastað. Þá sagði hann að ef ekkert yrði gert í málunum hjá almenningslestarkerfi Suður-Afríku myndu hausar fá að fjúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert