Ramaphosa nýr forseti Suður-Afríku

Cyril Ramaphosa.
Cyril Ramaphosa. AFP

Suðurafrískir þingmenn samþykktu í dag Cyril Ramaphosa sem nýjan forseta Suður-Afríku í kjölfar þess að Jacob Zuma sagði af sér í gær í kjölfar hneyklismála og þrýstings innan úr flokki hans, Afríska þjóðarráðsins (ANC).

Fram kemur í frétt AFP að Ramaphosa, sem er auðugur fyrrverandi viðskiptajöfur, hafi verið eini frambjóðandinn og að kjör hans hafi verið staðfest án atkvæðagreiðslu. Ramaphosa var áður varaforseti Suður-Afríku. Þá var hann um tíma aðalræðismaður Íslands í Jóhannesarborg.

Forseti Hæstaréttar landsins, Mogoeng Mogoeng, tilkynnti um kjörið í þingsalnum og var því fagnað mjög. Ramaphosa var kjörinn leiðtogi Afríska þjóðarráðisins í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert