Lögregluþjónn stunginn í Lundúnum

Lögregluþjónar standa vaktina í Lundúnum. Mynd úr safni.
Lögregluþjónar standa vaktina í Lundúnum. Mynd úr safni. AFP/Daniel Leal

Þrítugur karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tilraun til manndráps eftir að lögregluþjónn var stunginn í öxlina í Norður-Lundúnum.

Lögreglu hafði borist tilkynning um karlmann vopnuðum hnífi í Enfield síðdegis í gær. Var lögregluþjóninn að bregðast við útkallinu er hann var stunginn í öxlina. Eru áverkarnir metnir alvarlegir.

Sky News greinir frá.

Lögregluþjónar afvopnuðu og handtóku árásarmanninn í kjölfarið ásamt því að veita hinum særða skyndihjálp.

Var hann síðar fluttur á sjúkrahús. Er hann ekki talinn í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert