Fjórir létust og tugir slösuðust vegna hvirfilbyls

Hvirfilbylurinn skildi eftir sig mikla eyðileggingu í smábænum Greenfield.
Hvirfilbylurinn skildi eftir sig mikla eyðileggingu í smábænum Greenfield. AFP

Fjórir létu lífið og að minnsta kosti 35 slösuðust eftir að öflugur hvirfilbylur lagði bæinn Greenfield í Iowa-ríki í Bandaríkjunum nánast í rúst í fyrradag.

Frá þessu greindu embættismenn í Adair-sýslu í Iowa í gær, sólarhring eftir að hvirfilbylurinn skall á smábænum Greenfield. Nöfn og aldur þeirra sem fórust hafa ekki verið birt.

Síðasta sólarhring hefur verið tilkynnt um hvirfilbyli í Iowa, Nebraska, Missouri, Oklahoma, Wisconsin og Minnesota.

„Þetta er hræðilegt. Það er erfitt að lýsa þess fyrr en þú getur raunverulega séð eyðilegginguna,“ sagði Kim Reynolds, ríkisstjóri Iowa, á blaðamannafundi í gær.

Adair County Memorial sjúkrahúsið í Greenfield varð fyrir skemmdum í hvirfilbylnum en starfsmönnum sjúkrahússins tókst að meðhöndla sjúklinga og flytja nokkra þeirra á nærliggjandi sjúkrahús til frekari umönnunar.

Fjórir létu lífið þegar hvirfilbylurinn skall á smábænum Greenfield.
Fjórir létu lífið þegar hvirfilbylurinn skall á smábænum Greenfield. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert