Langfljótust kvenna á tind Everest

Fjallgöngukonan Phunjo Lama stórbætti metið, en hún kleif Everest á …
Fjallgöngukonan Phunjo Lama stórbætti metið, en hún kleif Everest á aðeins 14 klst og 31 mínútu. AFP/Prakash Mathema

Phunjo Lama frá Nepal stórbætti metið þegar kemur að hröðustu göngu konu upp á topp Everest, hæsta fjall veraldar.

Lama kleif fjallið á aðeins 14 klukkustundum og 31 mínútum.

Venjulega tekur marga daga að komast á topp Everest, sem er 8.849 metra hátt. Gista þarf í mismunandi búðum til að hvílast og aðlagast loftslaginu.

Mynd af Phunjo Lama festa á sig brodda í grunnbúðum …
Mynd af Phunjo Lama festa á sig brodda í grunnbúðum Everest í apríl. AFP/Prakash Mathema

En Lama, sem er á fertugsaldri, kleip meira en 11 klukkustundir af fyrra metinu, sem hafði staðið frá árinu 2021. Þar með endurheimti hún sitt eigið met sem hún setti árið 2018 þegar hún var í 39 tíma og sex mínútur að komast á tindinn.

Grunnbúðir Everest.
Grunnbúðir Everest. AFP/Purnima Shrestha
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert