Læknir með einkenni HABL fluttur til Bandaríkjanna

Bandarískur læknir, sem undanfarna viku hefur aðstoðað yfirvöld á Taívan við að hefta útbreiðslu bráðalungnabólgunnar, HABL, var fluttur í leiguflugvél til Bandaríkjanna í morgun eftir að hann fékk háan hita og önnur einkenni sjúkdómsins. Maðurinn hefur ekki verið nafngreindur en hann er sagður vera sérfræðingur í vörnum gegn farsjúkdómum og hafa komið til Taívans 15. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert