Hollenskum þingmönnum hótað lífláti

Mohammed Bouyeri afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á Theo van …
Mohammed Bouyeri afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á Theo van Gogh mbl.is

Hollenskum þingmönnum hafa borist morðhótanir tæpu ári eftir morðið á kvikmyndagerðamanninum Theo van Gogh. Þingmennirnir og íhaldsmennirnir Ayaan Hirsi Ali og Geert Wilders hafa gagnrýnt bókstafstrú Íslam opinberlega og fóru í felur eftir morðið á van Gogh, en þá var þeim einnig hótað lífláti.

Þingmennirnir fóru í felur en hafa snúið aftur til starfa en eru undir ströngu eftirliti.

Theo van Gogh var bæði stungin og skotin til bana í Amsterdam í nóvember á síðasta ári. Sá sem sendi morðhótanirnar hafði ætlað sér að myrða þingmennina nákvæmlega ári eftir morðið á kvikmyndagerðamanninum.

Réttarhöldum yfir hópi manna, sem sagðir eru hallast undir íslamska trú, sem eru taldir hafa átt í hótunum við þingmennina munu hefjast í Rotterdam í desember.

Einn af meintum leiðtogum hópsins, sem kennir sig við Hofstad, Mohammed Bouyeri, afplánar nú lífstíðardóm fyrir morðið á van Gogh.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert