Fuglaflensa af H5N1 stofni greinist í Nígeríu

Fuglaflensa af H5N1 stofni hefur greinst í alifuglum í Nígeríu og er þetta í fyrsta skiptið sem þessi veirustofn greinist þar. Að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er veiran bráðsmitandi. Þessi veirustofn getur borist í menn úr fiðurfé en ekki er vitað til þess að hann hafi borist milli manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert