Miðvikudagur, 24. apríl 2024

Erlent | mbl | 24.4 | 23:08

Samþykktu nýja löggjöf til að verja konur

Mynd úr safni.

Evrópuþingið samþykkti í dag umfangsmikið regluverk sem er ætlað að sporna gegn ofbeldi gegn konum. Meira

Erlent | mbl | 24.4 | 22:17

Trump með forskot í sex af sjö lykilríkjum

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti bætir við sig fylgi.

Fylgi Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta mælist meira en Joe Biden núverandi forseta samkvæmt nýlegri könnun Bloomberg-fréttaveitunnar. Meira

Erlent | mbl | 24.4 | 21:22

Handtekin fyrir að stinga kennara og nemanda

Mikill viðbúnaður var við skólann í Wales á meðan foreldrar...

Unglingsstúlka í vesturhluta Wales á Bretlandseyjum hefur verið handtekin en hún er grunuð um að hafa reynt að ráða tveimur kennurum og einum samnemenda sínum bana með eggvopni í morgun. Meira

Erlent | AFP | 24.4 | 14:33

Hungur sverfur að tæplega 300 milljónum

Kona með börn sín í stráhreysi í Suður-Gadaref í Súdan 20....

Fæðuöryggismál horfðu til verri vegar í heiminum árið 2023 miðað við árin á undan, en í fyrra þjáðust 282 milljónir manns í heiminum af bráðu hungri eftir því sem nokkrar stofnanir og þróunarhópar á vegum Sameinuðu þjóðanna áætla. Meira

Erlent | mbl | 24.4 | 13:07

Aflýsa mörg hundruð flugferðum

Frá Charles de Gaulle flugvellinum í París.

Yfirvöld í Frakklandi hafa aflýst mörg hundruð flugferðum á frönskum flugvöllum í dag þrátt fyrir að helstu stéttarfélög flugumferðarstjóra landsins hafi fallið frá boðun um eins dags verkfall eftir að hafa gert samning um launahækkanir. Meira

Erlent | mbl | 24.4 | 11:52

Æskuvinur Íslendings myrtur í Noregi

Norska lögreglan að störfum.

„Ég hitti hann úti á götu fyrir tveimur vikum og við stóðum þar og spjölluðum saman. Hann var í góðum gír. Hann langaði mikið að eignast hund og sagðist hafði safnað sér fyrir því,” segir Jón Fannar Tryggvason. Meira

Erlent | AFP | 24.4 | 9:47

Hestar gengu lausir í miðborg Lundúna

Lögreglan í Lundúnum á hestum fyrr í mánuðinum.

Tveir hestar frá breska hernum, sem gengu lausir í miðborg Lundúna í morgun á háannatíma, hafa verið stöðvaðir, að sögn lögreglunnar og breskra fjölmiðla. Meira

Erlent | AFP | 24.4 | 8:54

Lög um bann við TikTok undirrituð í dag

Joe Biden mun undirrita lögin í dag.

Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt frumvarp sem þvingar kínverska eigendur sam­fé­lags­miðilsins TikTok að losa sig við kín­verska eig­end­ur sína ell­egar eiga yfir höfði sér bann í Banda­ríkj­un­um. Bandaríkjaforseti mun undirrita lögin í dag. Meira

Erlent | mbl | 24.4 | 8:25

Aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússa handtekinn

Timur Ivanov.

Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald af dómstóli í Moskvu vegna ásakana um að hafa þegið mútur. Meira

Erlent | AFP | 24.4 | 8:15

Hernaðaraðstoð samþykkt – Vopnasendingar í vikunni

Bandaríkjaþing hefur samþykkt umfangsmikla hernaðaraðstoð...

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt fjög­ur frum­vörp saman í pakka með út­gjöld­um sem hljóða upp á 95 millj­arða bandaríkjadala (13.461 millj­arð ís­lenskra króna). Felur þetta í sér umfangsmikinn hernaðarstuðning fyrir Úkraínu, Ísrael og Taívan. Meira

Erlent | mbl | 24.4 | 7:53

Sagðist hafa þaggað niður neikvæða umfjöllun

Donald Trump í New York fyrr í vikunni eftir að hafa verið í dómsal.

Útgefandi bandaríska götublaðsins National Enquier sagðist fyrir rétti í gær hafa gert leynilegt samkomulag við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lögmann hans Michael Cohen um að þagga niður neikvæða umfjöllun í kringum forsetaframboð hans árið 2016. Meira

Erlent | mbl | 24.4 | 7:06

Handtekin eftir að tvö börn fundust látin

Sænskir lögreglubílar.

Karl og kona hafa verið handtekin eftir að tvö börn fundust látin í sænsku borginni Södertälje í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Aftonbladet virðist sem börnin hafi verið stungin. Meira

Erlent | AFP | 24.4 | 6:46

Sjö handteknir í Ástralíu vegna stunguárásar

Lögreglan að störfum fyrir utan kirkjuna þar sem árásin var gerð.

Sjö manns voru handteknir í Ástralíu vegna þess að af þeim stafaði „óásættanleg hætta og ógn” í garð almennings. Alls tóku 400 lögreglumenn þátt í handtökunum. Meira



dhandler