Föstudagur, 26. apríl 2024

Erlent | AFP | 26.4 | 23:56

Ísraelskur ráðherra í bílslysi

Þjóðaröryggisráðherra Ísraels slasaðist í bílslysi fyrr í dag.

Þjóðaröryggisráðherra Ísraels, Itamar Ben Gvir, lenti í bílslysi fyrr í dag. Þrír aðrir slösuðust í slysinu, en Ben Gvir var á leið sinni frá blaðamannafundi þegar slysið varð. Meira

Erlent | AFP | 26.4 | 23:45

Biden svarar kalli Trumps

Biden segist reiðubúinn.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segist reiðubúinn í kappræður gegn Donald Trump forsetaframbjóðenda. Trump kallaði eftir kappræðum gegn mótherja sínum fyrr í dag og taldi dómhús í New York vænlegan kost til þess að hýsa kappræðurnar. Meira

Erlent | mbl | 26.4 | 23:21

Norskur lögreglumaður dæmdur

Úr upptöku öryggismyndavélar bensínstöðvarinnar í Kongsberg...

Lögregluþjónn í Kongsberg í Noregi hlaut á þriðjudaginn 120 daga óskilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir meiri háttar líkamsárás á plani bensínstöðvar þar í bænum í októberlok 2022. Meira

Erlent | AFP | 26.4 | 23:05

Faldi tvö kíló af kókaíni í fléttunum

Konan var gripin með um tvö kíló af kókaíni.

Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi eftir að hafa verið gripin af tollinum í Gvadelúpeyjum í karabíska hafinu með um tvo kíló af kókaíni í fléttuhárlengingum sínum. Meira

Erlent | mbl | 26.4 | 21:52

Lofthelgi Norður-Noregs lokað

Ekki var líflegt um að litast á flugumferðarsíðunni...

Stjórnendur flugumferðar í norskri lofthelgi tóku upp úr hádegi í dag þá ákvörðun að stöðva alla flugumferð yfir vissum svæðum í Norður-Noregi vegna bilunar í flugstjórnarkerfum á flugvellinum í Bodø og kvað að svo rammt að Avinor, rekstraraðili allra flugvalla landsins, virkjaði neyðarteymi sitt til að gæta að öryggismálum. Meira

Erlent | AFP | 26.4 | 15:22

Vill fá dauðadómi áfrýjað

Dauðadómur bíður fasteignajöfursins Truong My Lan náist...

Truong My Lan, fasteignajöfur í Víetnam, sem dæmd var til dauða fyrir stórfelld fjársvik, hyggst áfrýja dauðadómi, sem kveðinn var upp í máli hennar fyrr í mánuðinum. Meira

Erlent | AFP | 26.4 | 15:07

Hægt að rétta í mansalsmálinu

Hægt verður nú að rétta yfir áhrifavaldinum umdeilda Andrew Tate

Dómstóll í Búkarest komst að þeirri niðurstöðu í dag að hægt verði að rétta í máli breska áhrifavaldsins Andrew Tate, sem hefur verið ákærður fyrir mansal í Rúmeníu. Meira

Erlent | mbl | 26.4 | 10:11

Faðir látnu barnanna í gæsluvarðhald

Strandgatan í Södertälje en í bænum, sem er skammt suður af...

Gæsluvarðhaldsúrskurður var í morgun kveðinn upp yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa átt þátt í dauða tveggja barna í Södertälje, úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð, á miðvikudaginn. Meira

Erlent | AFP | 26.4 | 8:01

Furða sig á ákvörðun í máli Weinsteins

Ashley Judd og Harvey Weinstein á samsettri mynd.

Hollywood-stjörnur, þar á meðal hópur leikkvenna sem sakaði Harvey Weinstein um kynferðisbrot, brugðust ókvæða við eftir að dómar yfir kvikmyndaframleiðandanum fyrrverandi í bandaríska ríkinu New York voru ógiltir. Meira

Erlent | AFP | 26.4 | 7:18

Krefjast svara vegna fjöldagrafa við sjúkrahús

Fólk safnast saman hjá líkum sem fundust í fjöldagröf hjá...

Hvíta húsið hefur krafist svara frá ísraelskum stjórnvöldum eftir að fjöldagrafir fundust við tvö sjúkrahús sem eyðilögðust í umsátrum Ísraelshers á Gasasvæðinu. Meira

Erlent | mbl | 26.4 | 7:00

Vikið úr flokknum vegna ákæru

Jeffrey Donaldson ásamt Arlene Foster, nýjum...

Fyrrverandi leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) í Norður-Írlandi, Sir Jeffrey Donaldson, hefur verið vikið úr flokknum í kjölfar handtöku í mars. Meira

Erlent | AFP | 26.4 | 6:44

Landbúnaðarráðherra Úkraínu handtekinn

Mykola Solskyi.

Úkraínski landbúnaðarráðherrann Mykola Solsky hefur verið handtekinn, grunaður um spillingu. Meira



dhandler