Móðir handtekin fyrir að kasta nýfæddu barni í vatn

Kona nokkur var handtekin í Brasilíu í dag fyrir að yfirgefa barn sitt. Barnið fannst í plastpoka sem flaut á lóni nokkru en nærstaddir heyrðu í barninu og héldu í fyrstu að köttur væri í pokanum.

Barnið er aðeins tveggja mánaða gamalt og segir móðir þess að hún hafi skilið það eftir hjá heimilislausu fólki og beðið það um að koma barninu fyrir „einhvers staðar“. Vitni segist hafa séð konu setja pokann í lónið. Barnið er nú á sjúkrahúsi en ástand þess mun gott miðað við það sem á undan gekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert