Lögreglan réðist á stráka í bófahasar

Strákar í Hobro á norðurhluta Jótlands í Danmörku vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þar sem þeir voru í bófahasar í húsagarði, þegar garðurinn fylltist skyndilega af alvöru vopnuðum lögreglumönnum.

Að sögn danskra fjölmiðla voru drengirnir, sem eru á fermingaraldri, með lambhúshettur á höfði og skutu í erg og gríð úr leikfangabyssum. Kona í næsta húsi sá til þeirra og hélt að þar væru alvöru ræningjar á ferð. Hún hringdi í lögreglu sem sendi víkingasveitarmenn með alvæpni á staðinn.

Drengjunum var skipað að leggjast á jörðina þar sem þeir voru afvopnaðir. En þegar lögreglumennirnir tóku af þeim lambhúshetturnar kom í ljós að ekki var um hættulega glæpamenn að ræða.

Boðað hefur verið til fundar nú síðdegis með lögreglu, drengjunum og foreldrum þeirra til að ræða þetta mál.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg