JK Rowling einungis hálfnuð með síðustu bókina um Harry Potter

Rowling ásamt bandarísku rithöfundunum John Irving (t.v.) og Stephen King …
Rowling ásamt bandarísku rithöfundunum John Irving (t.v.) og Stephen King á fréttamannafundi í New York í ágústbyrjun. Retuers

Breski rithöfundurinn JK Rowling er einungis hálfnuð með síðustu bókina um Harry Potter og félaga. Hafa aðdáendur verið varaðir við því að þeir eigi fyrir höndum langa bið áður en þeir geti sökkt sér í lokabindi bókaflokksins. Rowling segir ekkert hæft í fregnum um að hún sé nú þegar búin að skrifa um 750 blaðsíður.

Hún segir á vefsíðu sinni að það sé rangt, og að ef það væri rétt „myndi ég vera orðin verulega áhyggjufull því að ég er ekki nálægt því að ljúka bókinni“. Hún viðurkenndi ennfremur að hafa ekki hugmynd um hvað bókin eigi að heita.

„Ég er að reyna að velja á milli tveggja hugsanlegra titla. Ég var orðin ágætlega sátt við annan þeirra þangað til hugmynd að nýjum laust skyndilega í kollinn á mér þegar ég var í sturtu í New York.

Útgefandinn, Bloomsbury, hafði vonast til að sagan gæti komið út á næsta ári. Næsta kvikmynd, Harry Potter og Fönixreglan, verður frumsýnd á þessu ári.

Rowling sagði nýverið frá því að hún hafi lent í rifrildi við öryggisverði á flugvelli í Bandaríkjunum af því að þeir vildu ekki leyfa henni að hafa handritið að nýju bókinni í handfarangri. Hún neitaði að fara um borð án þess.

Hún segir að stór hluti þess hafi verið handskrifaður og engar kópíur til af því sem hún hafi skrifað á meðan hún dvaldi í Bandaríkjunum. Á endanum hafi hún fengið að fara með handritið um borð, vafið í gúmmíteygjur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg