Stýrivextir hækkaðir um 0,25

Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25%
Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25% mbl.is/Ómar

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25 prósentur. Klukkan 11 í dag mun bankastjórn Seðlabanka Íslands kynna rök fyrir vaxtahækkuninni nú.

Næsta ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Stýrivextir Seðlabankans hafa verið hækkaðir sjö sinnum á árinu úr 10,5% í 14,25% og alls 18 sinnum frá því að hækkunarferlið hófst 6. maí 2004.

Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans, þann 2. nóvember sl., ákvað bankastjórn Seðlabankans að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14% en bætti við vaxtakvörðunardegi í dag en ekki var gert ráð fyrir vaxtaákvörðun bankans í dag í fyrri áætlunum bankans.

Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, KB banka og Landsbanka, voru ekki sammála í spám sínum um stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands. Landsbankinn spáði óbreyttum stýrivöxtum, Glitnir spáði óbreyttum stýrivöxtum til 0,25% hækkun og KB banki spáði 0,25%-0,50% hækkun. Greiningardeildirnar eru hins vegar sammála um að verðbólguhorfur séu betri en áður og að styttast fari í að lækkunarferli stýrivaxta hefjist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK