Microsoft kaupir hlut í Facebook

Bill Gates, stofnandi Microsoft.
Bill Gates, stofnandi Microsoft. Reuters

Bandaríski hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft hefur keypt 1,6% hlut í samskiptavefsvæðinu Facebook fyrir 240 milljónir dala, jafnvirði 14,6 milljarða króna. Samkvæmt því er netsvæðið 15 milljarða dala virði, jafnvirði 915 milljarða króna. Facebook hafnaði tilboði frá netfyrirtækinu Google.

Samkvæmt samningnum mun Microsoft selja auglýsingar fyrir Facebook utan Bandaríkjanna. Þá auglýsir Microsoft á vef Facebook í Bandaríkjunum.

Mark Zuckerberg stofnaði Facebook fyrir fjórum árum þegar hann var í Harvardháskóla. Zuckeberg, sem er 23 ára, hefur gefið til kynna að hann vilji ekki setja fyrirtækið á markað fyrr en eftir tvö ár. Hann hafnaði 1 milljarðs dala yfirtökutilboði frá Yahoo í fyrra.

Talið er að um 50 milljónir manna um allan heim noti vef Facebook.

Facebook

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK