Harma meðferðina á Erlu Ósk

Erla Ósk Arnardóttir.
Erla Ósk Arnardóttir. mbl.is/Golli

Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, barst í morgun bréf frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington vegna máls Erlu Óskar Arnardóttur Lilliendahl.

Í bréfinu segist ráðuneytið harma atvik í máli Erlu Óskar og  einnig, að af þessu tilefni verði bandarískar starfsreglur, sem varða komu erlendra farþega til Bandaríkjanna og um hald fólks sem bíður brottvísunar endurskoðaðar og úrbóta leitað.

Utanríkisráðuneytið segir, að með bréfinu bregist heimavarnaráðuneytið við athugasemdum utanríkisráðherra við þeirri niðurlægjandi meðferð er Erla Ósk sætti við komu sína til Bandaríkjanna 9. til 10. desember síðastliðinn.

Ráðuneyti heimavarnarmála, sem fer með landamæragæslu á flugvöllum í Bandaríkjunum, harmar í bréfinu atvik í máli Erlu Óskar og  telur að rétt hefði verið að meðhöndla Erlu á annan og mildilegri hátt.

Ingibjörg Sólrún segist í tilkynningu meta mikils hversu vel sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi tekið á þessu máli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert