Allt að 5.000 tré ónýt

Búast má við að um fimm þúsund tré, mörg allt að mannhæðarhá, hafi eyðilagst í sinueldi sem kveiktur var á svæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í nótt.

Flest trén voru gróðursett fyrir um fimmtán árum, segir Árni Þórólfsson, starfsmaður félagsins. Tjónið sé mikið, ekki síst vegna þeirrar miklu vinnu sem lá í uppgræðslu á svæðinu og gróðursetningu á trjánum.

Árni segir að mikill hiti hafi myndast í eldinum, og kvoðan í trjánum soðið, með þeim afleiðingum að trén drepist. Vera kunni að þau laufgist í sumar, en ólíklegt að þau lifi af næsta vetur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert