Vilja kaupa Icesave

Einn af stóru alþjóðlegu bönkunum hefur mikinn áhuga á að kaupa Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og hafa þreifingar átt sér stað í þá veru við skilanefnd bankans. Þetta staðfesti háttsettur stjórnandi hjá Landsbankanum við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Fortis-bankinn í Hollandi, sem hollensk stjórnvöld þjóðnýttu fyrir viku, hefur lýst áhuga á að yfirtaka Icesave-reikninga Landsbankans þar í landi. Blaðið Het Patrool hefur í gær eftir Jan van Rutte, forstjóra bankans, að tækifæri til að taka yfir slíka innlánsreikninga gefist ekki oft. „Ef tækifærið býðst þá munum við að sjálfsögðu skoða það vel,“ sagði hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert