Bílveltur á Snæfellsnesi og Dynjandisheiði

Snæfellsnes.
Snæfellsnes. Stefán Gíslason

Bílvelta varð rétt fyrir klukkan þrjú á Snæfellsnesvegi við Skógarnes. Þrjár konur, erlendir ferðamenn, voru fluttar í sjúkrabíl til læknisskoðunar í Stykkishólm. Að sögn lögreglu voru þó litlir áverkar á farþegunum sem kenndu sér ekki mikils meins.

Verið er að leggja nýja klæðningu við veginn, og er það talin líkleg skýring á óhappinu. Bíllinn er töluvert skemmdur. 

Svipað óhapp varð á Dynjandisheiði rétt fyrir klukkan tvö. Þrír erlendir ferðamenn misstu stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann valt. Voru farþegarnir fluttir með sjúkrabíl á Ísafjörð í skoðun til vonar og vara, en þeir voru með minni háttar áverka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert